mánudagur, október 03, 2011

Þriggjamannanefndin á séræfingu í BOS 02.10.'11



Á sunnudagsmorgun hittust þessir meðlimir skokkklúbbsins og tóku þátt í samhlaupi með bökkum Charles River og MIT svæðisins í BOS, sem er heimavöllur 3R, í blíðskaparveðri. Mjög kært er með þessum einstaklingum og láta þær einskis tækifæris ófreistað í að brenna sínum sjálfupphlaðandi hitaeiningum víðsvegar að um heiminn. Raki og síðbúið sumarveður umlék þátttakendur sem nutu leiðsagnar 3R sem sýndi S1 og 2 sínar heimaslóðir, háskólasvæðið, íþróttaaðstöðuna og sitt nánasta nærumhverfi. Góður rómur var gerður að uppákomu þessari og kátína réð för. 3 stjörnur af 3 mögulegum!
Alls 17K
Kveðja,
aðalritari

3 ummæli:

  1. Ég átti að skila kveðju frá Tommy Íslands-vini: It seems like all the woman from Iceland are so beautiful. I'm impressed!! ;)
    ..

    SvaraEyða
  2. Hann er greinilega með MJÖG góða sjón, blessaður drengurinn! ;)
    SBN

    SvaraEyða
  3. Nkl :)
    Fannst alveg eðal þegar hann sagði, þið eruð greinilega í góðu formi ;) he he he
    Kveðja frá 3R

    SvaraEyða