Kæru skokkfélagar.
Á nýju ári hefjast æfingar á fimmtudögum hjá FI SKOKK undir stjórn Stefáns Más Ágústssonar. Lagt verður af stað frá sundlaug Hótel Loftleiða, á
fimmtudögum kl. 17.15. Búið er að semja um vægt gjald fyrir nýtingu á aðstöðu í búningsklefa.
Við ætlum að taka forskot á sæluna og hittast
20. des. kl. 17.15 á æfingu. Á eftir verður boðið upp á sælustund í potti og hressingu. Nú mæta allir sem vettlingi geta valdið og vilja hreyfa sig fyrir jól!
F.h. stjórnar,
Sigrún B. Norðfjörð
Það er gaman að segja frá því að ekki aðeins hefur Stefán þjálfað hópinn áður heldur er hann einnig fyrrverandi starfsmaður Icelandair.
SvaraEyðaGuðni I