Ef veðrið hefði verið betra í dag til æfinga hefði verið lokað vegna veðurs. Svo var ekki og því mættu galvösk: Dagur, Óli, Oddgeir, Guðni og Sigrún. Fórum greiðlega frá hóteli og Nauthólsvíkurstíg, upp suðurhlíðar og framhjá Kringlu niður á Sæbraut og þaðan upp Snorrabraut og heim. Eldsneytisverð var rætt og aðgerðir til sparnaðar á því. Sameina í bíla og þessháttar. Hafa fasta punkta og safna í bíla og spara. Sniðugt, en ég skil ekki alveg hvert framlag fyrrv. formanns og fyrrverandi yfirstrumps verður. Hann notar ekki bíl. Ætlar hann að reiða liðið úr Árbæ á hjólinu? Fær hann far hjá ríkjandi yfirstrumpi á mánudögum og reiðir Guðna á þriðjudögum? Er ekki að ná þessu.
Hlaup alls 8,6K á ca.42 mín.
Langar samt að benda áhugasömum á að á morgun verður boðið upp á sjósund á æfingu. Semsé stutt hlaup og sjór. Það ku styrkja ónæmiskerfið og efla heilastarfsemi þ.e.a.s. ef menn fá ekki hjartaáfall við verknaðinn. Þá er það talið frekar óhollt.
Kveðja,
Sigrún
Sjósundið hljómar vel...
SvaraEyðaKv. Huld