Mættir í dag í fallegu veðri í recovery hlaup: Dagur, Guðni, Bryndís, Sigurgeir, Óli, Ársæll og Sigrún. Fórum saman gegnum skóginn og út í skógræktina í Fossvogi og þaðan tilbaka upp í gegnum suðurhlíðar og Öskjuhlíð og heim. Nokkrir eru að skipuleggja WARR, panta sér hótel og þ.h. Gaman ef fleiri sýna áhuga. Einnig er yfirstrumpur á leið til USA að keppa í götuhlaupi þar en meira verður fjallað um það síðar. Það er viðbúið að hann snýti nokkrum heimamönnum þar ef að líkum lætur.
Í dag alls 7,7 og fín æfing.
Kv. Sigrún
Astazan fyrir venjulega, eitthvað sterkara fyrir Guðna.
Ég man óljóst eftir að hafa lesið grein þar sem umræðan gekk útá hvort þetta lyf (drug) ætti heima á bannlista alþjóða olympíusambandsins eða ekki.
SvaraEyðaÞetta er ekki "drug" heldur fæðubótarefni. Þarft að éta slatta af fiskiolíu til að ná upp í skammtinn.
SvaraEyðaKv. SBN
P.S. Líður bara vel á þessu!