Í undurfögru veðri dagsins mættu: Sveinbjörn (á eigin vegum), Joe Boxer og Elísabet ásamt þeim Degi, Hössa, Óla, Bjögga, Kalla, Jóni Gnarr-i, Oddgeiri, Huld og Sigrúnu. Hefðbundinn mánudagur var í mannskapnum, þó sýnu meiri hjá hraðlestinni en öðrum. Þrjár leiðir voru í boði; Suður (Bjútí og Kalli), Hofs (Huld, Gnarr, Sigrún og Odd), Granaskjól-long (Óli, Hössi, Day). Meiningin var að taka tempókafla frá horninu á þessum þremur leiðum og gerðu menn það, samviskusamlega.
Suður ?
Hofs 8,6K
Grani 10,1K
Frábært æfingaveður og áform gerð um brekkur, spretti, no-whining á næstunni, og allt. Félagsmenn eru því hvattir til að mæta eins og samviska þeirra og líkamsburðir leyfa.
Kveðja,
Sigrún
Við köllum það Keiluna eða Keilugranda ekki Grana. Ekki að sökum að spyrja að ritarinn viti þetta ekki, enda aldrei komist svona langt í burtu.
SvaraEyðaDagur