föstudagur, nóvember 28, 2008

Freaky Friday With Initial Test


Mætt fjórmenningaklíkan: Dagur, Guðni, Kalli og Sigrún en Sveinbjörn var í helgarfléttunni sem á hvílir bankaleynd. Fórum hin upp í vindinn gegnum Hlíðar, Miklubraut, Nóatún, Sæbraut, ráðhús, tjörn, N1, Tanngarður, Valur og heim. Mikið hvassviðri var á leiðinni en við byrjuðum hlaupið á að hlaupa gegnum marklínu hlaups LHG fyrir kurteisissakir (þeir voru að Hössast eitthvað þar, strákarnir) og trúðu stjórnendur hlaupsins að um alvöru keppendur væri að ræða, sem er jákvætt. En... allavega eftir það fórum við hvassviðrisleið sem endaði í 8-K og fjálsu/frivillig "initial testi" eftir hlaup. Nú verður hver að bera ábyrgð á sínu og skila inn fyrstu tölum hið snarasta. Keppnin verður kannski ekki mjög hörð á milli aðila, enda skal hver keppa að sínu markmiði og spyrja að leikslokum um framfarir.


Helgarstuðkveðja,

Sigrún

4 ummæli:

  1. LHG/SHS hlaupið tókst vel, góð stemming og vel mætt, (hátt í 50). Ég fór á 28:07 (7km) sem dugði til sigurs : )

    kv Hössi

    SvaraEyða
  2. Ég vissi að þú myndir vinna. Til hamingju. Flottur tími!
    Kv. Sigrún

    SvaraEyða
  3. Góður Hössi,
    Miðað við þessa tíma viljum við sjá sub 40m/10k fljótlega.

    Kv. Dagur

    SvaraEyða
  4. lesa allt bloggid, nokkud gott

    SvaraEyða