
Tilvitnun dagsins:"Já, loksins. Það var kominn tími til að þið færuð að hreyfa ykkur!"*
Mætt á pinnan: Dagur ásamt 3 keppendum gærdagsins þeim; Guðna, Fjölni og Sigrúnu. Jói var á eigin vegum að vanda. Fórum óhefðbundið föstudagshlaup með viðkomu á Sólvallagötu, framhjá Ánanaustum, höfnin, þar fórum við svokallaða Járnbraut fram og tilbaka, framhjá Slippnum (strákarnir þurfa að komast í slipp fljótlega), Austurstræti, þar sem við urðum fyrir aðsúgi ræsisrottna, (*), Bankastræti (sem er eini bankinn sem hrundi ekki), Skólavörðustígur með Rocky, Egilsgata , Valsheimilin og heim á hótel. Miklar og örar framfarir hafa átt sér stað upp á síðkastið í hlaupaheiminum. Hér eru nokkrar þeirra:
Fast is the new slow
Tempo is the new recovery
Hills are the new flats
And last but not least-Silver is the new gold
Þakka þeim sem hlýddu,
Góðar stundir í kvöld! Alls 9,05K
Aðalritari
Ath. Það sást til Huldar í sparihlaupaBostonjúniforminu sínu með tilheyrandi taglsveiflum og ekki fór á milli mála að hún var í félagsskap karlkyns ofurhlaupara. Þetta er náttúrulega ámælisverð hegðun félagsmanns, að hlaupa yfir æfingasvæði hópsins og þar að auki með viðhaldi. Fussumsvei!
Ég toppa kannski ekki Jens hvað varðar hraða hlaupafélaga en tek undir fleyg orð Guðna: "Ef maður ætlar að keppa meðal þeirra bestu verður maður að æfa með þeim bestu"!
SvaraEyðaKv. Huld