miðvikudagur, apríl 08, 2009

Hádegisæfing 8. apríl

Ég hef alltaf haft gott lag á fermingar- og kórdrengjum og þessvegna tók ég 3 slíka með mér í kirkjugarðinn í dag. Þetta voru þeir; Sigurgeir (sópran), Fjölnir (alt) og Oddgeir (tenór) og í sameiningu kláruðum við 5*graveyard hill í brakandi blíðu og sælu. Skemmst er frá því að segja að eftir æfinguna festist aðalritari í jakkanum sínum og þurfti að klippa hann utan af sér og henda. Sorgleg endalok Icelandair jakkans það.
Alls 6,7k hjá drengjum
Kveðja,
Sigrún

3 ummæli:

  1. Var þetta ekki með vilja gert hjá ritara vorum? Réttlæting á yfirvofandi fjárfestingum á skærlituðum vortískuhlaupafatnaði?
    Kv. HK
    ps. Gleðilega páska!

    SvaraEyða
  2. Ég hélt að þessi æfing hefði tekið nokkur grömm af þér þannig að þú kæmist úr jakkanum ;o)

    Kv. Sigurgeir

    SvaraEyða
  3. Nei, ekki dugði hjáveituaðgerðin heldur... ;)

    SvaraEyða