miðvikudagur, maí 27, 2009

Hádegisæfing 27. maí



Mættir í blíðskaparveðri: Dagur, Kalli, Sigurgeir, Fjölnir, 'Oli (um ormagöng), Bryndís og Sigrún og Jói (sér). Fórum Kaplaskjólið með lengingu og mættum Fjölni á bakaleið en Óli kom hinsvegar á brjáluðu tempói og náði okkur hjá flugbrautarenda. Dagur er að undirbúa sig fyrir innlimum í Búddisma og hlustar á pistla þess efnis á leið til vinnu. Sigurgeir er enn að reyna að ná Sigrúnu í kílómetrum. Fjölnir er hinsvegar að jafna sig eftir veikindi og er hér ein limra að því tilefni:


Lesið lítinn Fjölnispistil
lasinn hann varð, fékk ristil.
Marinn á baki
gagnslaus á laki
linur, með herðakistil.
Alls 9,3-K

Kveðja,

Sigrún

3 ummæli:

  1. Þátturinn á rúv

    http://dagskra.ruv.is/ras1/4466848/2009/05/24/

    og fyrirlestur Jack Kornfield
    http://www.mefeedia.com/entry/zencast-189-compassion/13178281

    SvaraEyða
  2. Það eru aldeilis móttökur sem maður fær frá Aðal þegar maður snýr aftur. Veit ekki hvort þetta er til að efla mann eða letja

    kv, fþá

    SvaraEyða