sunnudagur, maí 03, 2009

Hagtölur mánaðarins

Eftirfarandi hagtölur fyrir aprílmánuð hafa loks verið reiknaðar og yfirfarnar. Niðurstaðan er sú að hér er engin kreppa í gangi!

Hljóp alls 200,5 km í mánuðinum sem reyndar er heldur minna en síðast og minna en áætlað var. Hér ber þó að hafa í huga að ég tók tvö stutt hlaupahlé, hið fyrra í fjóra daga, hitt í þrjá. Ég virðist einfaldlega þurfa að taka mér meiri hvíld en flestir aðrir eftir erfiðar æfingar. Spurning um að fara að fylgjast betur með hvíldarpúlsinum svo maður sé örugglega að fá næga hvíld. Sem sagt:

Alls 200,5 km á 17 hlaupadögum.
Lengsta hlaup var 32km.
Eitt langt hlaup í hverri viku og a.m.k. ein gæðaæfing þess utan.

Planið er að fara heilt maraþon í Mainz á sunnudaginn eftir viku. Tel mig nokkuð kláran í það ef ekkert óvænt kemur upp á. Ég óttast mest að það verði óþægilega heitt. Kemur í ljós.

Kveðja, Jens

2 ummæli:

  1. Alls 190 km
    Lengst 16
    20 hlaupadagar (án fótbolta o.fl)
    Sigrún

    SvaraEyða
  2. Alls 203,4
    Lengst 25km
    22 hlaupadagar

    BM

    SvaraEyða