Mættir: Jón Örn, Sveinbjörn, Jói, Guðni, Dagur, Óli Briem, Bjöggi, Fjölnir og Huld
Farin var hefðbundinn miðbæjarrúntur að hætti FISKOKK. Aðalumræðuefni dagsins var að sjálfsögðu Powerade-hlaup gærdagsins. Þá á ég við bæði Powerade-vetrarhlaupið og einnig "Frjálsa-Hádegis-Poweradehlaupið" sem gefur stóra bróður lítið eftir miðað við fríðan flokk keppenda og þá tíma sem hafa sést þar síðustu mánuði. Í gærkvöld skiptust aftur á móti skin og skúrir hjá meðlimum FISKOKK, þó langmest skin, því að margir settu annaðhvort PB eða brautarmet. Það má því eiga von á magnþrungnu hlaupi 11.mars nk. sem skv. innri endurskoðanda er hið 60. í röðinni!
P.S. Ég vek athygli á því að þeir sem töldu sig hafa misst af Polar RS200 hlaupaúrinu með púlsmæli og skrefa/km-mæli (foot Pod) sem auglýst var til sölu hér fyrr í vikunni geta sett sig á biðlista fyrir úrinu með því að skrifa í "Comment" . Eigandi mun hafa samband við hinn heppna
Góða helgi,
Fjölnir
Það er rétt hjá þér Fjölnir...biðlistinn útaf Polar RS200 úrinu er langur. En auðvita mun ég reyna að nota samböndin og selja úrið til þeirra sem eru skráðir í FISKOKK en get samt ekki lofað neinu ;o)
SvaraEyðaKv. Sigurgeir