Loksins gerðist eitthvað...Mættir á sprettæfingu: Dagur, Bjöggi, Oddurinn, Sveppi, Óli og aðalritari. Tókum smá upphitun á lykkju á Icelandair-braut til að sýna brautarmanni leiðina en héldum síðan rakleiðis til spretta við dómaraflaut. Framkvæmdir voru 8*2 mín. sprettir með 90 sek. hvíld á milli en aðeins lengri hvíld eftir fyrsta sett, þ.e. 4 spretti. Menn voru að spanna allt frá tæpum 500m upp í mest 550m, eftir póstnúmeraflokkun. Frést hafði af Guðna á séræfingu, enda nennir hann ekki að "vera með allan helvítis hópinn" með sér. Dagur mætti í fallegum búningi vegna "hýrra hlaupadaga" en búningurinn samanstóð af Gráum New Balance jakka (öndunar), glænýjum Mizuno hlaupaskóm ( úr Sears á USD 9.99), niðurmjóum lycra (extra-dry fit)sokkabuxum í mjög sjaldgæfum neontúrkisbláum lit, sem einungis voru framleiddar í 5 eintökum á 9. áratugnum. Þarna er um að ræða smekkvísi, tískuvitund og góða birtingu af hálfu félagsmanns.
Alls um 8K
Kveðja,
Sigrún
Ekki má gleyma því hvernig hlaupastíll formannsins breyttist snarlega við alla þessa "hýrð" (nýyrði). Það vakt athygli að í stað þess að vera fremstur í flokki á harðaspretti, kaus hann að halda sig til baka með svokallað "ass-view" á meðhlaupara sína. Hvað er í gangi? Jahh maður smyr sig?
SvaraEyðaKv. Bjútí
P.s. snilldar færsla Aðal :-)