föstudagur, október 01, 2010

Árshátíð/aðalfundur 15. október



Ágætu félagar.
Nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir en það er að sjálfsögðu árshátíð með aðalfundi klúbbsins. Sá mikli öðlingur og félagsmaður, Jens Bjarnason, hefur ákveðið að ljá okkur húsakynni sín undir fagnaðinn (Huldubraut 4, Kóp.) og erum við í stjórn honum afar þakklát fyrir það. Ef þú ert ekki á snúrunni og ert til í góðan gleðskap skráðu þá nafn þitt og maka þíns, hyggist hann koma með, í "comments" fyrir neðan, fyrir 10. október. Vonumst til að sjá sem flesta!
f.h. stjórnar,
Sigrún B. Norðfjörð
Leiðarlýsing fyrir þá sem ekki hafa komið í Kópavog

17 ummæli: