miðvikudagur, desember 29, 2010

Aðstaða til hádegisæfinga

Vegna endurbóta á Hótel Loftleiðum munum við missa þá aðstöðu sem við höfum haft í sundlauginni frá og með áramótum og þann tíma sem endurbæturnar vara, að minnsta kosti þrjá mánuði.

Lausn á þessu aðstöðuleysi er fundin.

Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri Icelandair og Valsmaður hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að við fáum aðgang að búnings- og sturtuklefunum hjá þeim í hádeginu meðan á endurbótunum á hótelinu stendur. Frá og með 3. janúar næstkomandi.

Hádegisæfingarnar halda þannig áfram óbreyttar með óbreyttri tímasetningu 12:08, nema nú frá Valsheimilinu. Þeir sem taka þátt frá aðalskrifstofu þurfa að gera ráð fyrir ferðatíma.

Kveðja,
Dagur, formaður

3 ummæli:

  1. Hvað kostar það að nota Valsheimilið? Er það kannski í boði Icelandair?

    Kv. Sigurgeir

    SvaraEyða
  2. Frábært, nú verður æft sem aldrei fyrr hjá séra Friðriki!

    kv, fþá

    SvaraEyða
  3. Glæsilegt!

    kv.
    JÖB

    SvaraEyða