
Í gær fór fram afhending gagna á Natura hótelinu fyrir Icelandairhlaupið. Stjórnarmenn og meðlimir klúbbsins skiptu með sér vöktum og afhentu keppnisnúmer og nælur, samviskusamlega. Þetta mæltist vel fyrir hjá hlaupurunum sem t.d. komu brosandi og ánægðir í faðm ástríkra síamstvíburanna sem leystu keppendur út með hnyttnum ummælum og ættfræðiupprifjunum. Þetta form á afhendingu er eflaust það sem koma skal hjá klúbbnum.
Kveðja,
stjórn IAC
Þið eruð nú meiri krúttin. Það er haugur af fólki úr hlaupahópnum mínum hér úti, Community Running að hlaupa Chicago. Hleyp hálft ykkur til samlætis, þó í Boston. Er dressið tilbúið og allt?
SvaraEyðaKv
RRR
Njah, dressið er í vinnslu. Við eigum eftir að athuga hvað kemur út úr tískuvikunni í Mílanó. Síðan er ég búin að innbyrða ca. 30+ gel í sumar svo gelstaðan er slæm.....annars erum við í stuði, held ég! :)
SvaraEyðaSBN