föstudagur, apríl 27, 2012

Ferðadagurinn 27. apríl
Það var aldeilis föngulegur hópur hlaupara sem sást á göngum Leifsstöðvar í morgunsárið.  Þessi fríði flokkur er á leið til Vínar til að taka þátt í ASCA og til að sækja þá meðlimi sem lengi hefur vantað í klúbbinn. Heyrst hefur að Bikar K. og Bikar M. bíði eftir félögum sínum í Vínarborg.
Góða ferð og gangi ykkur vel að finna okkar týndu félaga. 
Hér er svo eitt gott  hlaupalag til að ná upp stemmingu í hópinn.  Ekki samt taka texta lagsins of alvarlega.

kv.
Formi

3 ummæli:

  1. Sendi ykkur hvatningarkveðjur, kæru félagar, go and get them!

    Knús

    BM

    Munið að senda sms, s. 8660888

    SvaraEyða
  2. Til hamingju með sigurinn, frækna kvennalið, og Arndís og Kári fyrir sitt. Þið eruð öll frábær.
    BM

    SvaraEyða
  3. Já, og karlaliðið líka, veit bara ekki hvar það lenti, en það er alveg sama,

    BM

    SvaraEyða