mánudagur, júní 11, 2012

Fréttir af Cargo Kings

Ólyginn sagði að Cargo Kings hyggja á bókaútgáfu.  Bókin mun koma út fyrir næstu jól og fjalla um hvernig eigi að hlaupa maraþon á undir 3:30.  Titill bókarinnar hefur þegar verið ákveðinn, "Hægri - vinstri" og undirtitillinn "Vinstri - hægri".  Forsíðu bókarinnar mun prýða mynd sem tekin var stuttu eftir að komið var í mark í Edinborgarmaraþoninu.  Getspakir geta reynt að finna út hvor er hvað á myndinni.



5 ummæli:

  1. Hljómar spennandi. Verður fjallað sérstaklega um næringu í undirbúningi fyrir maraþon?

    DE

    p.s.
    Annars kom SBN með tillögu að nýjum titli í hádeginu.
    "How to run a marathon under 3:30 with loosing weight"

    SvaraEyða
  2. Cargo Kings munu að sjálfsögðu bjóða öllum í FISKOKK afslátt af bókinni og árita hana fyrir þá sem óska eftir því :o)

    Kv. The Cargo Kings

    SvaraEyða
  3. Er Fjölnir þessi með armbandsúr á vinstri hendi?

    SvaraEyða
  4. þetta er hlaupaúr, 350 týpan

    SvaraEyða
  5. En hlýrabolurinn og bómullarbuxurnar? Er þetta Asics, Craft eða Sugoi??

    SvaraEyða