Alvöru hádegisæfinguna tóku þrjú á palli í vosbúð, slabbi og kulda. Huld, Sigrún og Oddgeir lögðu af stað á tilsettum tíma þegar ljóst var að kuldaskræfurnar treystu sér ekki út, þær vildu sem sagt hafa það notalegt og kósý á spandexskýlunum sínum í spa-inu (sjá færsluna hér að neðan). Það tók að vísu nokkra klukkutíma að ná upp hita í tær þriggja á palli eftir æfingu, en er það ekki svo að stundum verða menn að færa smá fórnir til að ná árangri?
Ritarinn.
Ég trúi þessu ekki þar sem ég stóð fyrir utan kl. 12:08 og sá ykkur ekki! Ekki vera setja svona lygi á síðuna okkar :o)
SvaraEyðaKv. Sigurgeir
Skandall að Dagsi og Geiri hafi hlaupið á bretti!
SvaraEyðafþá
Engu logið Bretta-Geiri :)
SvaraEyðaÞrjú á palli mættu á tilsettum tíma og lögðu af stað á tilsettum tíma, eftir að hafa beðið í nokkrar mínútur í þeirri veiku von að einhverjir fleiri treystu sér út.
Oddgeir