sunnudagur, janúar 27, 2013

Laugardagsæfing 26. janúar

Fyrsta langa hlaup tveggja klúbbmeðlima í hinu langþráða Boston prógrammi fór fram í dölunum tveimur, Fossvogs og Elliðaár í nýföllnum snjóm. Ekki er hægt að segja að um draumahlaup hafi verið að ræða ef félagsskapurinn er undanskilinn en sá þáttur hefur þó ekki hvað minnst vægi í hugum þátttakenda. Undirrituð stenst þó engan veginn samanburðinn við nýjasta hlaupafélaga Sigrúnar sem getið er í síðustu færslu. Mættum Ívari og hundi hans á leið okkar þar sem annar dró hinn áfram.
Kveðja góð,
Huld


3 ummæli:

  1. Er ljótumyndavikan ekki örugglega byrjuð?
    SBN

    SvaraEyða
  2. Brostu, þú valdir þetta sjálf.
    HUK

    SvaraEyða
  3. Sérðu ekki brosið?
    SBN

    SvaraEyða