Þau sem mættu í dag voru: Fjölnir (já hann mætti), Huld, Bjöggi og Oddur. Einnig sást til Þórólfs vera að ljúka sinni æfingu þegar fyrrgreindir aðilar voru að leggja af stað. Að auki fréttist af Úle maraþonfara í búningsklefanum en ekki er vitað hvort hann fór eitthvað lengra en það.
Valli víðförli hafði sett upp metnaðarfulla dagskrá fyrir daginn í dag. Þegar á reyndi sá Valli sér hins vegar ekki fært að mæta (var hugsanlega í símanum). Dagskráin frá Valla í dag hljóðaði upp á 8 x 400m spretti. Fjölnir, Huld og Oddur fóru um Hofsvallagötu og hófu sína spretti á gatnamótum þeirrar götu og Hringbrautar. Bjöggi ákvað að fara um Suðurgötu og hóf hann sína spretti við hringtorg þeirrar götu og Hringbrautar. Var það samdóma álit manna að þessi æfing hefði verið hin besta skemmtun og gert mönnum og konum gott. Alls 8,6K hjá þeim sem fóru lengst.
Frést hefur að Valli hyggist mæta á léttu æfinguna á morgun
Mér var sagt það væri ekki ráðlegt að hlaupa svona stuttu eftir RM. Hef þess vegna haldið mig frá æfingum.
SvaraEyðaGI
Hvað eru mörg hundruð dagar síðan þú hljópst í RM?
SvaraEyðaOddur
Ég hitti aftur á Óla eftir æfingu. Skilst að hann hafi lítið hlaupið en fór í gufu og setti svo á sig rakspíra. Hann var svaka ferskur í klefanum og sló á létta strendi og sagði maraþonsögur úr RM.
SvaraEyðafþá
Já þeir geta slegið um sig þessir maraþonmenn.
SvaraEyðaOddur
Það var ekkert talað um að ég hlypi RM. Það átti bara að hvíla eftir RM.
SvaraEyðaGI
Ég klikkaði illilega á því að hvíla ekki eftir RM. Ég man það næst.
SvaraEyðaOddur