föstudagur, janúar 02, 2009

Freaky Friday 2. janúar

Mættum í "Kallaveðri" (þ.e. stuttbuxna) og tókum góða æfingu , ég og Óli Briem. Sigurgeir tók Suðurgötuna, enda með fótboltameiðsl. Undirrituð og Óli voru staðráðin í að taka kolkrabbann, enda engin ástæða til að vera að hanga eitthvað inn í nýja árið. Brautir auðar og ekki mikill vindur og Óli ca. 15-20 sek. á undan í öllum sprettum. Sammæltumst um að halda áfram í armbeygjuprógrammi eftir að því lýkur formlega. Góð samviska inn í helgina.
Hvar voru hinir þegar þetta fór fram, mér er spurn?
Alls 7,74K
Kveðja,
Sigrún

9 ummæli:

  1. Stórt er spurt en svarið einfalt hvað mig varðar.

    ...að skottast á náttfötunum heima - nývaknaður.

    Kveðja,
    Dagur

    SvaraEyða
  2. ég var í fríi eins og Der Trainer og fór því á mitt vanalega bretti, hehe. Kem sterk inn í næstu viku. Er samt alveg að koksa á þessum armbeygjum, en er ekki búin að gefast alveg upp samt, en þetta er langtum frekar af vilja (??!) en mætti.

    SvaraEyða
  3. Svo mælti BM - sorrý

    SvaraEyða
  4. Bannað að koksa á beygjunum
    búin að lofa meyjunum
    miklum árangri í sjómann-i
    jafnvel honum jóhann-i
    svifta þær síðan treyjunum.
    Höf.kunnur.
    Aðal

    SvaraEyða
  5. Er ekki annars "p" í svipta? Whatever.
    :=)
    Aðal

    SvaraEyða
  6. Stórkostlegur kveðskapur með péi. Þú áttar þig á því að sumir eru í vinnu og eiga jafnvel svolítið óhægt um vik að skreppa frá í hádeginu :-).

    SvaraEyða
  7. það er komin tilkynning um Asca hlaupið, það verður 1.mars í Frankfurt, jeremías, það er að skella á

    BM

    SvaraEyða
  8. Sorry, það á að vera 1.3 - 31.5.09 nákvæm tímasetning er sum sé ekki komin, hjúkk.


    BM

    SvaraEyða
  9. Dísös, hélt ég þyrfti að fara akút til Póllands í detox!
    SBN

    SvaraEyða