Nokkrir strákar og ein stelpa mættu á æfinguna í dag. Þetta voru þau Sveinbjörn á sérleið, Bjöggi sem kom út úr skápnum (Suðurgata), sko í karlaklefanum, Fjölnir á frívaktinni, Guðni, Dagur, Hössi, Óli blaðburðardrengur og Sigrún. Farin var Hofsvallagata á rösku tempói og á Ægisíðu voru menn krafðir svara um hver væru þeirra markmið fyrir 2009. Hössi ætlar að bæta sig í öllum vegalengdum, Guðni og Dagur ætla að hlaupa 2009 Km á árinu (duh...), Fjölnir ætlar 10 km á 45 mín. á árinu en Óli var ekki til frásagnar og Sigrún ekki með neitt í hendi fyrir árið en er að vinna í því. Eftir Hofs var tekinn einn "simulator" í Öskjuhlíð af þeim sem eftir voru. Næsta fimmtudag er svo Powerade vetrarhlaupið sem síðast var háð við voveiflegar aðstæður. Síðast var það svona
Alls 9,44K
Kveðja,
Sigrún
Ég var líka aðalritari??? joulf
SvaraEyðaÓ, sá þig ekki. ;)
SvaraEyðaAðal