fimmtudagur, apríl 06, 2006

æfing í dag 6. apríl

Sæl

Ég kemst ekki dag sökum anna í vinnunni (er aðeins á eftir áætlun) en prógram dagsins hljóðar svo:

A 3x2x500 Hvíld 90 sek/500 skokk
B 4x2x500 Hvíld 90 sek/500 skokk
C 5x2x500 Hvíld 90 sek/500 skokk

Fólk velur sér leiðir A, B eða C eftir aldri og fyrri störfum.

Best að taka þetta á Klambratúninu (Miklatúninu) horn í horn á malbikaða stígnum. Sprettirnir skulu hlaupnir þannig að þið takið 500 m sprett í aðra áttina, hvílið í 90 sek og takið svo sprett til baka. Þannig er hvert sett. Hvíldin á milli setta er svo að skokka til baka 500 m eftir stígnum.

Þannig að ef sett 1 byrjar á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar þá er hlaupið þaðan og niður að horni Rauðarárstígs og Flókagötu. Þar er svo hvílt í 90 sek og hlaupið svo til baka upp að horni Miklubrautar og Lönguhlíðar. Svo er skokkað niður að horni Rauðarárstígs og Flókagötu og þá er sett 1 búið. Sett 2 byrjar svo á horni Rauðarárstígs og Flókagötu.

Sveinbjörn, ekki borða of mikið í fimmtudagshádeginu af kræsingunum þar :)

Næsta fimmtudag er svo Skírdagur og frí og fimmudagurinn þar á eftir er sumardagurinn fyrsti og þá er víðavangshlaup ÍR (5 km) og þar taka náttúrulega sem flestir þátt.

Bjössi