mánudagur, júní 30, 2008

Hádegisæfing 30. júní

Mættir í blíðskaparveðri: Oddgeir, Dagur, Guðni og Sigrún. Þjálfarinn vildi hafa tempóhlaup og að beiðni félagsmanns átti að hlaupa langt og hratt. Fórum við því í eltingarleik eftir að hafa hitað upp hratt og örugglega. Sigrún fór Hofsvallagötu en strákarnir fóru Kaplaskjólið og áttu að hlaupa uppi bráðina. Meira hvað þeir nenna að eltast við mann þessir strákar! Bráðin var síðan hlaupin uppi eftir ca. 3km hlaup og höfðu þeir félagar farið býsna greiðlega. Hlupum síðan greitt saman framhjá dælustöð, kafara og heim á hótel. Lokað var í baðklefum og létu þeir félagar sér nægja að spreyja vellyktandi yfir verstu svæðin að þessu sinni, svokölluðu stenkvatni. Það er mikil blessun að þurfa ekki að umgangast þá kumpána meira í dag.

Strákar alls rúmir 9km
Stelpa alls 8,6

Kveðja,
Sigrún

Bláskógaskokk - úrslit

Okkar fremsta hlaupadrottning tók þátt í Bláskógaskokki á laugardag í hífandi mótvindi að sögn kunnugra. Ekki var að spyrja að árangri frekar en fyrri daginn en drottningin sigraði kvennaflokkinn glæsilega. Þess má geta að leiðin er 16,09 km löng. (10 mílur)

1 1.17,38 Huld Konráðsdóttir 1963

Kveðja,
Sigrún

Úrslit

föstudagur, júní 27, 2008

Jazzað í hádeginu

Mættir voru Bryndís, Huld, Óli, Guðni og gamalreyndur hlaupari en nýliði í hádegishópnum, Ársæll Harðarson.

Dagur hjólaði fram hjá og gaf góð ráð sem voru höfð að engu.

Tekinn hefðbundinn föstudagshádegisgóðveðurshringur, Sæbraut, miðbær, Tjörn. Ein jazzhljómsveit á Lækjartorgi og önnur á Austurvelli.

Samtals 8k. Sund verðu tekið þegar foringinn kemst með.

GI

fimmtudagur, júní 26, 2008

Hádgisæfing 26. júní

Ef veðrið hefði verið betra í dag til æfinga hefði verið lokað vegna veðurs. Svo var ekki og því mættu galvösk: Dagur, Óli, Oddgeir, Guðni og Sigrún. Fórum greiðlega frá hóteli og Nauthólsvíkurstíg, upp suðurhlíðar og framhjá Kringlu niður á Sæbraut og þaðan upp Snorrabraut og heim. Eldsneytisverð var rætt og aðgerðir til sparnaðar á því. Sameina í bíla og þessháttar. Hafa fasta punkta og safna í bíla og spara. Sniðugt, en ég skil ekki alveg hvert framlag fyrrv. formanns og fyrrverandi yfirstrumps verður. Hann notar ekki bíl. Ætlar hann að reiða liðið úr Árbæ á hjólinu? Fær hann far hjá ríkjandi yfirstrumpi á mánudögum og reiðir Guðna á þriðjudögum? Er ekki að ná þessu.
Hlaup alls 8,6K á ca.42 mín.

Langar samt að benda áhugasömum á að á morgun verður boðið upp á sjósund á æfingu. Semsé stutt hlaup og sjór. Það ku styrkja ónæmiskerfið og efla heilastarfsemi þ.e.a.s. ef menn fá ekki hjartaáfall við verknaðinn. Þá er það talið frekar óhollt.

Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, júní 25, 2008

Hádegisæfing 25. júní

Mættir: Dagur, Guðni, Óli og Sigurgeir.
Þjálfarinn ákv. að við færum total 8 km og færum í vesturátt framhjá ylströndinni. Eftir mikla útreikninga var niðurstaðan sú að 4 x 2 km væru 8 km þó að flestir voru ekki að skilja hvert Dagur var að fara með þetta. Hann var auðvita að reikna út tempó-hlaup! Það var sem sagt hitað upp í 2 km og svo voru næstu tveir teknir á tempó-inu hans Guðna, þ.e. úr síðast hlaupi sem var rétt undir 4 min. Svo voru teknir 2 km rólegt og svo aftur 2 km tempó sem endaði að ég held bara í 1 km og svo 1 km rólegt. Til að gera langa sögu stutta þá tóku Dagur, Guðni og Óli vel á því og eiga hrós skilið. Undirritaður tók það bara rólega en skilaði sér alla leið. Sigrún...nei ég var ekki á séræfingu! Þessi æfing var deildarskipt og ég var bara í neðri deild í þetta skiptið ;o)

Kv. Sigurgeir

þriðjudagur, júní 24, 2008

Hádgisæfing 24. júní

Mættir í dag í frábæru veðri: Dagur, Oddgeir, Óli, Guðni (ríkjandi yfirstrumpur), Huld og Sigrún.
Fórum yfir hlaupið í gær og talað var um að "hlaupa á gleðinni", það skilaði bestum árangri. Hefðum geta sagt okkur það sjálf svosem. Oddgeir og Dagur fóru Hofsvallagötuna (þurfa að ráða ráðum sínum) en restin fór Suðurgötuna á þéttu recovery tempói. Ef menn hyggjast bæta sig svona mikið á næstunni er nauðsynlegt að sækja um formlegt leyfi til stjórnar með a.m.k. 3ja daga fyrirvara. Annars telst bætingin ógild eða tvísýn, hið minnsta.
Kveðja,
Sigrún

Úrslit í Miðnæturhlaupi

Nokkrir vaskir félagsmenn kepptu í gær í blíðskaparveðri. Árangur var með eindæmum góður og að öðrum ólöstuðum var Guðni maður dagsins í gær.

7 39:52 Guðni Ingólfsson 1967
1 42:23 Huld Konráðsdóttir 1963 (sigraði sinn flokk)
19 44:20 Jakob Schweitz Þorsteinsson 1961

Frábær árangur, til hamingju!

Ath. Guðni-þú ert beðinn að mæta í lyfjapróf eftir æfingu í dag. Komdu bara með sama box og síðast.

Miðnæturhlaup

fimmtudagur, júní 19, 2008

Reykjavíkurmaraþon 23. ágúst 2008

Ágætu hlauparar.
Langar að benda þeim á sem ekki vita að skráningargjaldið í RM hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi. Skráning klúbbmeðlima fer í gegnum skokkklúbbinn er nær dregur. Því er gott að fara að hugleiða hvaða vegalengd menn hyggjast hlaupa.
Nánar síðar.

RM

Bestu kveðjur,
Sigrún

Ath. Það er líka fín afsökun ef maður nennir ekki að segjast ekki hafa haft efni á því.

miðvikudagur, júní 18, 2008

Hádegisæfing 18. júní

Loksins loksins..
Mætt í dag: Sveinbjörn (fór FL-hringinn), Óli (fór Kaplaskjólið) en Björgvin og Sigrún fóru Suðurgötuna.
Veður var gott en strekkingsvindur út en ýkt þægilegt heim. Bjöggi er allur að koma til, er ca. 3ja hora núna (var 10) og Sigrún er að losna við bakverkinn, enda langt síðan hún var á bakvakt.
Hvar eru aðaltöffararnir?..... Næsta hlaup er Miðnæturhlaupið

Kveðja,
Sigrún Birna

Bjarnar og birnuminning

föstudagur, júní 13, 2008

Hádegisæfing - 13. júní

Mættir : Dagur, Sveinbjörn og Guðni

Freaky Friday með viðkomu á eftirtöldum stöðum:
Stórholti, Hverfisgötu,Vitastíg, Veghúsastíg, Fishersundi, Mjóstræti, Grjótagötu, m.m.

Miljandi veður og flottir strákar á hlaupunum. Hefði toppað túrinn ef einhverjar klúbbskvísur hefðu látið sjá sig.

Hádegisæfing - 12. júní

Mætt : Dagur, Sveinbjörn og Ágústa

Dagur fór ströndina inná Ægissíðu yfir Hagatorg og heim, hljóp uppi Veðurstofu menn sem sögðust kannsast við formanninn. Sveinbjörn byrjaði túrinn með Ágústu en leiðir skildu og fór hvort sína leið.

miðvikudagur, júní 11, 2008

Hádegisæfing - 11. júní

Mætt: Dagur, Sigurgeir, Laufey og Sveinbjörn.
Laufey og Sveinbjörn fóru í skóginn og í kirkjugarðinn. Dagur og Sigurgeir fóru "beina" leið að Eiðistorgi og tilbaka í gegnum eitthvað hverfi í vesturbænum. Verð bara að viðurkenna að ég nenni ekki að læra hvað hverfin heita sem tilheyra KR! Allavega þá voru þetta fínir 8,9 km á 4:48 tempó í góðu veðri.

Heyrst hefur að Fjölnir sé á "séræfingum" og stefni á endurkomu í úrvalsdeild n.k. föstudag. Hvar eru Bjöggi Bjútí og Sigrún???

Kv. Sigurgeir

þriðjudagur, júní 10, 2008

Hádegisæfing - 10. júní

Mættir : Dagur, Sveinbjörn, Sigurgeir, Oddgeir og Bryndís

Fórum öfugan Suðurgötuhring á rólegheita tempói. Frábært veður og góður félagsskapur.

WARR 2008

Kæru félagsmenn.
Langar að benda á þessa keppni í Ottawa í haust og kanna áhuga ykkar á henni. Væri sjálf til í að fara. Látið vita í "comments" ef áhugi er fyrir hendi. Veit að Óli Briem er heitur líka.
Kveðja,
Sigrún

Subject: WARR 2008

Update Hello All, Hope you are keeping well and looking forward to a superb WARR 2008 this coming September. Everything is well on track and with your continued support, dedication and hard work, I know we can expect a fabulous, well attended WARR extravaganza in Canada's capital this year. Ottawa is a beautiful city - it is a great area for touring and, of course, our yearly "family reunion" will have the same high standards that you have come to expect at WARR. I look forward to seeing everyone in Ottawa! As per the TC meeting in Sydney a reminder that there will not be a WARR mail out this year. All the relevant WARR information can be obtained from the WARR website, http://worldairlineroadrace.org/ WARR needs you, as the elected, designated contact and liaison between WARR and the airlines of the world, to get the information about WARR 2008 to your team, airline, airline publication, notice boards and any possible vantage point to spread the WARR word. Get extra posters and entry forms to your flying crew to handout at counters, airline offices, crew hotels, busses, etc. on their flights and lay overs. Ask staff at check in counters to help distribute entry forms and posters, the more people that know about WARR the better. Headquarters Hotel. The HQ hotel is just about sold out but, the official overflow hotel can accommodate the rest of the WARRiors. World Airline Road Race The Crowne Plaza, WARR's 2008 Headquarters' Hotel, has a hand full of rooms left, but not to worry. WARR 2008 participants can also find accommodation in WARR's official overflow hotel. The Marriot is located right across the street and is joined to the Crowne Plaza underground by a shopping tunnel. Located in this convenient underground complex are a couple of lunch counters, coffee shops, and a few other stores and shops making it convenient for guests in both the Crowne Plaza and the Marriot! http://marriott.com/yowmc?groupCode=warwara&app=resvlink Another reminder about your contact information. If your TC status have changed, or any changes to your contact information send it to me enabling WARR to keep in contact with you regarding happenings for WARR 2008. That's about it for now, Rgds Barry
var wv=new Bl(window.document, "FldA");
wv.TC(false);
DBe();
if(BPX)
wv.hide();
DWx(window);

mánudagur, júní 09, 2008

Hádegisæfing - 9. júní

Mættir : Dagur, Sveinbjörn, Laufey, Ágústa og Sigurborg

Laugin lokuð en náðum að ljúga okkur inn fyrir velvilja starfsmanna gestamótttökunnar.

Dagur rauk af stað á tilsettum tíma og kláraði Hofsvallagötu hringinn á 36:30, 8,67@4:14. Sveinbjörn byrjaði með Laufeyju en skildi síðan við og tók nokkra 500m spretti. Laufey hitti síðan Ágústu og Sigurborgu og kláraði með þeim í skóginum. Þar villtust þeir og gagnaðist lítið að standa upp þrátt fyrir að skógurinn væri íslenskur.

Guðni á sjúkralista með innvortis mar á líffærum eftir að hafa gefið sjálfum sér olnbogaspot.

föstudagur, júní 06, 2008

Hádegisæfing 5. júní

Af ótta við að vera "Reported missing" eða jafnvel "Wanted - dead or alive" hélt ég af stað á æfingu og hugðist freista þess að ná Ólympíulágmörkum hópsins og líta augum fáklæddan karlpeninginn. En nei, engin æfing - enginn hópur. Sveinbjörn lét reyndar sjá sig en vildi ekkert hafa saman við mig að sælda og hélt sína leið. Fer nú að efast um að allar þessar stórkostlegu æfingar sem tíundaðar eru hér á síðunni fari fram í raunveruleikanum. Tvíefldist engu að síður við þessa raun og hljóp Snorrabraut-Sæbraut-Laugar-Fossvogsdal, samtals 14km. 
Kveðja,
Huld

miðvikudagur, júní 04, 2008

Hádegisæfing 4. júní

Héðan í frá æfir skokkhópurinn "fyrir" Ólympíuleikana. Mættir til þess voru Guðni, Dagur, Sigurgeir og Sigrún. Sveinbjörn var á eigin vegum.
Hlupum frá hóteli í hávaðaroki sem leið lá niður á Miklatún og þar tókum við 4 spretti, 2 á ská í gegn og 2 þvert á að Miklubraut með smá hvíld á milli. Fínt að byrja á þessu strax svo maður eigi þetta ekki eftir í restina. Allir náðu Ólympíulágmörkum í þessum sprettum, nema Sigrún en hún hljóp fyrir Hjartavernd. Kemur næst! Héldum síðan áleiðis upp Miklubraut og reyndi ég að skýla mér bakvið drengina, sem veita minna og minna skjól sökum hors. Verðið að snýta ykkur strákar... Yfirnjörður hópsins sagði sögur á leiðinni og kenndi önnur sagan okkur mikilvæga lexíu. Hún er sú að ekki er alltaf heillavænlegt að kaupa ódýrt bensín. Næstódýrasta bensínið er oft miklu dýrara en það dýra, sérstaklega ef ekki er rétt að farið.
Allt tæplega 8K og fínt veður

Ath. Ekkert hefur spurst til Fjölnis eftir ASCA keppnina en okkur til mikillar ánægju stundar hann nú séræfingar af miklum móð og hyggst taka þátt í Kvennahlaupinu um helgina (ætlar 3K)

Góðar stundir,
Sigrún

Fjölskyldumót á Flúðum 28. júní

Haldið verður fjölskyldumót á Flúðum 28. júní nk. þar sem íþróttir og leikir verða í gangi fyrir börn og fullorðna. Skokkklúbburinn kemur að skipulagningu þessa móts og okkur vantar starfsmenn til að aðstoða á mótsdag. Áhugasamir hafi samband við Sveinbjörn Egilsson (8407120). Þetta er tilvalinn staður til að fara með alla fjölskylduna á og eiga skemmtilegan dag. Tjaldstæði, sundlaug, leiksvæði o.fl.
Stjórn IAC

þriðjudagur, júní 03, 2008

Hádegisæfing 3. júní

Rólegar stelpur, strákarnir fara úr aftur á næstu æfingu!


Það var með kvölum sem ég gekk inn í þennan skokkklúbb og kvalræðið eykst bara eftir því sem dvölin lengist. Mætti samt á æfingu dagsins ásamt: Guðna, Degi, Björgvini, Hössa, Bryndísi og Sveinbirni (sem var sóló). Hlupum gegnum Hlíðar niður að sjó og fórum Sæbraut (ótrúlegt að strákarnir voru akkúrat í strippfíling þá) og héldum gegnum miðbæinn, sem var fullur af letingjum að háma í sig ruslfæði. Dagur gerðist heldur feiminn þá og skellti sér aftur í brjóstahaldarann, enda var margt eldra fólk á hans aldri (stúdentar '74) sem hann vildi ekki bera sig fyrir. Guðni hélt þó sínu striki, enda köttaður í rusl að ofan (allavega að aftan, sá ekki húddið). Höskuldur er nú yfir svona vitleysu hafinn og hann Björgvin minn gerir ekki svona heldur. Þegar við komum framhjá Tjörninni veittist að okkur minniborgari með orðunum:"þið vinnið aldrei Ólympíuleikana". Ótrúlega neikvæður gaur! Sá hann ekki hvað við vorum geðveikt flott? Vó, mar...rólegur á sígarettunni bara.. Stefndum svo á Hljómskálagarðinn til að taka fullan Jónas sem við gerðum (sumir voru aðeins þreyttari en aðrir) og héldum svo heim á hótel í steikjandi hita. Spurning um að skella á allsberu hlaupi fljótlega ef þetta verður svona í sumar.
Mælirinn minn datt út en ég hygg að þetta hafi verið 8,6-7K
Kveðja,
Sigrún


Langar að benda strákunum á þetta



mánudagur, júní 02, 2008

Hádegisæfing 2. júní

Vá hvað tíminn líður hratt... kominn júní og allt. Mættum í dag á mánudagsæfingu: Bjöggi Bjútí, karate Óli, Dagur vonar, Guðni nýklippti, Sigurgeir Axl (sbr. Axl Rose) og Sigrún í síðbuxum. Sveinbjörn og Ingunn voru á eigin vegum (í sitthvoru lagi) í skógi. Hlupum smá upphitun í skóginn og fljótlega vildi Dagur vonar fara á sprett. Sendi okkur ýmist upp bláa stíg eða þvert í gegn í eltingarleik. Munaði minnstu að BB hnyti um stein sem Dagur hafði vonað að mynda fella jötuninn, en allt kom fyrir ekki, hann stökk sem hind yfir hindrunina. Gerðum þetta nokkrum sinnum 4-5 og skokkuðum síðan í ágæta stund eftir það. Fórum síðan á sýningarsvæði við hótelið og tókum Tító æfingar af fagmennsku. Kom þá í ljós að varadekk og hliðarbaggar félagsmanna eru á undanhaldi. About time!
Alls 6K hlaup plús Tító
Góðar stundir,
Sigrún