mánudagur, júní 30, 2008

Hádegisæfing 30. júní

Mættir í blíðskaparveðri: Oddgeir, Dagur, Guðni og Sigrún. Þjálfarinn vildi hafa tempóhlaup og að beiðni félagsmanns átti að hlaupa langt og hratt. Fórum við því í eltingarleik eftir að hafa hitað upp hratt og örugglega. Sigrún fór Hofsvallagötu en strákarnir fóru Kaplaskjólið og áttu að hlaupa uppi bráðina. Meira hvað þeir nenna að eltast við mann þessir strákar! Bráðin var síðan hlaupin uppi eftir ca. 3km hlaup og höfðu þeir félagar farið býsna greiðlega. Hlupum síðan greitt saman framhjá dælustöð, kafara og heim á hótel. Lokað var í baðklefum og létu þeir félagar sér nægja að spreyja vellyktandi yfir verstu svæðin að þessu sinni, svokölluðu stenkvatni. Það er mikil blessun að þurfa ekki að umgangast þá kumpána meira í dag.

Strákar alls rúmir 9km
Stelpa alls 8,6

Kveðja,
Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lapparnir á fremstu mönnum þessa 3km voru 3:51, 3:43, 3:34