mánudagur, janúar 30, 2012

Hádegisæfing 30. jan.


Mættir: Jón Örn, Sveinbjörn (sér), Dagur, Guðni, Katrín (Öskubuska), Cargos, Huld og Sigrún. Farinn var rólegur Framnesvegur í boði Edinborgarfara en misjafnt var hvort menn upplifðu ferðina sem rólega eða ekki. Frábært veður var og góð skemmtun þangað til annar af Cargosniglunum (Les escargots) sá ástæðu til að endurskíra S1 og 2, eða síamstvíburana, "Vondu stjúpurnar", við lítinn fögnuð viðkomandi. Ljóst er því að áður aflýstu stríði milli síams og cargo er hérmeð framhaldið og engin leið að sjá fyrir hvernig það endar.

Það sem fyrst kom upp í huga hinna meintu vondu stjúpna var:"Et tu, Brute"?

Alls 10k

SBN f.h. aðalritara

sunnudagur, janúar 29, 2012

Föstudagur 27. janúar

Bara þeir allra hörðustu (Sigurgeir, Sigrún, Huld) hættu sér út og mátti vart á milli sjá hvað var skemmtilegast, snjóskaflarnir, klakinn, slabbið eða rokið. Dagur og Sveinbjörn á bretti.
Lifið heil, Huld

miðvikudagur, janúar 25, 2012

Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín.

Fjölmargir létu glepjast og töldu sig vera að mæta á létta æfingu skv. Edinborgarprógrammi. Mættir voru Dagur, Guðni, Sigurgeir, Fjölnir, Oddgeir, Sveinbjörn, Þórdís, Gunnur, Sigrún og Huld. Vegna þess hve lítill snjór var í skógi sbr. alþekkt eðlisfræðilögmál var lýðnum beint þangað við lítinn fögnuð viðstaddra. Töluverðrar upplausnar gætti í hópnum og sumir létu eðlisfræðilögmálin sem vind um eyru þjóta og héldu á önnur mið. Aðrir "hlupu" tvær kirkugarðsbrekkur með bros á vör.
Eftir því sem best er vitað komust allir til byggða á ný.
Kveðja góð, Huld


mánudagur, janúar 23, 2012

Mánudagsæfing skv. Edinborgarsáttmála

Mættir: Þórdís, Ívar, Dagur, Cargos, Sìams og Sveinbjörn sér. Allir fòru ròlega Hofsvallagötu ì loðnu færi og smá kulda. Athygli vakti að Cargòkòngarnir, sem lönduðu risasamningi fyrir Dressman ì Stokkhòlmi, eru nùna á mála hjá Primark, skosku verslunarkeðjunni, og sýna stoltir vetrarlínu fyrirtækisins. Alls um 8k Kveðja, SBN

Edinborg Maraþon 2012 - Vika 3

Vikan 23.-29. janúar (þriðja vika í undirbúningi fyrir undirbúningstímabilið)


Óbreytt áætlun frá fyrri viku nema langi túrinn +2k.

Mánudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Þriðjudagur - Brekkusprettir (90 sec), 10 wup+wdn, 4 brettur í beit
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Fimmtudagur - Tempóhlaup, 10-15 wup+wdn, 2(6t+2e)
Föstudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Laugardagur - Langt 16 km

Kveðja,
Dagur



föstudagur, janúar 20, 2012

Hádegisæfing 20. janúar

Tveir ungir sveinar (Dagur og Oddgeir) leituðu skjóls í djimminu vegna ofsaveðurs sem geysaði í hádeginu.  Dagsskipunin hljóðaði uppá easy 30-40mín.

Teknir voru 3x10mín jogg á vaxandi hraða með léttum Pilates æfingum á milli.  Var gerður góður rómur að æfingum þessum og voru kapparnir ítrekað klappaðir upp.

Svör við getraunum sìðunnar

Vegna grìðarlegra viðbragða við liðnum Þekktu félagsmanninn hér á sìðunni hef ég ákveðið að birta svörin við getraunununum. Á fyrstu myndum eru SBN og Bjöggi bjùtì við sìna fyrri vafasömu iðju en þau eiga það sameiginlegt að hafa leikið á milli stanganna ì handknattleik. Á myndum 2 og 3 getur að lìta HUK og Bryndìsi hlaupa fagurlimaðar ì utanvegahlaupi ì ASCA keppni ì Oslò árið 2004. Sá sem heldur þvì fram að myndirnar séu 20 ára gamlar þarf ný gleraugu. Þriðja myndbirtingin er augljòslega af GI á barnaskòlaárunum og á seinni myndinni má sjá Sveinbjörn, gönguklùbbsforkòlf, ì einni af göngum gönguklùbbsins. Þeir tveir eiga það sameiginlegt að vera giftir Sigrùnum, sem reyndar er rìkjandi heilkenni innan raða félagsmanna. Ef félagsmenn luma á skemmtilegum myndum sem henta ì getraunina endilega birtið þær á sìðunni. Annars er bara að halda áfram að hlaupa og vera til! Gòða helgi, :) SBN

fimmtudagur, janúar 19, 2012

Fimmtudagur 19. janúar - "There ain´t no such thing as a free lunch"

Alls mættu 5 meðlimir á ráspól í hádeginu; Blondie #2, Scweppes, GI, Örnen og Omen.  Tag og Íbbi voru eitthvað að sniglast í andyri hótelsins þegar meðlimir voru að gera sig klára fyrir Edinborgaræfingarprógramm dagsins.  Þeir félagar voru hins vegar ekki á þeim buxunum að mæta, kusu þess í stað að setjast inn á veitingastað hótelsins og graðka í sig af hlaðborði dagsins.

Hefðbundinn rangsælis hringur um  flugvöllinn.  GI og Omen hlupu um Hofsvallagötu með tvo 6 mínútna spretti á Ægissíðunni (í samræmi við Edinborgaræfingarprógramm).  Verður að segjast eins og er að GI kemur ansi vel undan vetri.  Blondie #2, Scweppes og Örnen tóku enga áhættu og fóru um Suðurgötu.  Vegalengdir frá 7 til rúmlega 8 km.

Omen

miðvikudagur, janúar 18, 2012

Miðvikudagur 18. janúar - Hverjir eru menn með mönnum?

Undirritaður ákvað að mæta í hádeginu, þrátt fyrir rysjótt veður, m.a. til að athuga hverjir væru menn með mönnum.  Því miður virðist nokkur skortur á mönnum með mönnum í hópnum sem stendur þar sem ekki einn einasti kjaftur lét sjá sig.  Hefðbundinn hringur (réttsælis í þetta skipti) um Hofsvallagötu og Valsheimili, alls 8.6 km, sóló.

Ritarinn

þriðjudagur, janúar 17, 2012

Þekktu félagsmanninn

Hverjir eru þetta?  Hvað eiga þeir sameiginlegt?
Kveðja,
fulltrúi ritara

Hádegisæfing 17. janúar

Mættir: Dagur, Óli, Sveinbjörn, Jón Örn

Sprettir í kirkjugarðinum.

Þú er mikill jaxl Óli
að hlaupa upp á líf og von
það er ansi mikill skóli
að keppa við hann Egonsson

Höf.: Sveinbjörn

mánudagur, janúar 16, 2012

Hádegi 16. jan '12

Þjálfarinn var með ákveðnar skoðanir um hlaupaleið dagsins þangað til Þórdís sagðist hafa hlaupið hringinn um helgina og þar væri 40m kafli sem væri alveg auður.  Því var skoppað hringinn í kringum völlinn, Dagur, Guðni og Ívar Hofs en Anna Dís, Fjölnir, Katrín og Þórdís Suðurgötu.  Auði kaflinn fannst eftir nokkuð langa leit.   Á morgun brekkur í meiri hálku.

GI

Edinborg Maraþon 2012 - Vika 2

Vikan 16.-22. janúar (önnur vika í undirbúningur fyrir undirbúningstímabilið)

Mánudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Þriðjudagur - Brekkusprettir (90 sec) í kirkjugarði eða við Perlu, 10 wup+wdn, 4 brettur í beit
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Fimmtudagur - Tempóhlaup, 10-15 wup+wdn, 2(6t+2e)
Föstudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Laugardagur - Langt 14 km, staðsetning óljós

Kveðja,
Dagur

laugardagur, janúar 14, 2012

föstudagur, janúar 13, 2012

Úrslit félagsmanna í janúarhlaupi Vetrarhlaups Powerade

Janúarhlaup Vetrarhlaups Powerade fór fram fimmtudaginn 12 janúar við ágætis veðurskilyrði en frekar erfið brautarskilyrði.  Eftirtaldir félagsmenn hlupu undir merkjum Icelandair í hlaupinu:

46:26   Oddgeir Arnarson
51:45   Sigrún Birna Norðfjörð
56:01   Anna Dís Sveinbjörnsdóttir

Hádegi, föstudaginn 13. jan - Ert´ekki að d(jóga)!

Undirritaður, Þórdís og Erla voru þau einu er treystu sér í mannskaða hálku á stígum borgarinnar, föstudaginn þrettánda.  Aðrir félagsmenn læddust niður í kjallara Hótel Loftleiða til að (d)jóga.  Undirritaður fór rangsælis hring via Valsheimili og Suðurgötu, 7.6 km, en er ekki með upplýsingar um afrek Þórdísar og Erlu.

Ritari stjórnar

Svör við getraunum sìðunnar

Félagsmenn sem hyggjast freista þess að svara hinum bráðskemmtilegu tvennutilboðsmyndbirtingum verða að birta svör sìn undir nafni ef þau eiga að teljast gild.
 Með bestu kveðju.
Fulltrúi ritara

fimmtudagur, janúar 12, 2012

Þekktu félagsmanninn

Það sést greinilega hverjir þessir valinkunnu félagsmenn eru en spurningin er hinsvegar, hvar eru þessar myndir teknar, hvenær og við hvaða tilefni?
Kveðja,
fulltrúi ritara

Hádegi 12. jan 2012

Mættir á æfingu skv. Edinborgarplani, Dagur, Guðni og Sveinbjörn.  Hofs fóru Ársæll, Jón Örn og Þórdís.  Treysti því að aðrir mæti í Powerade í kvöld.

GI

ps.  Vegna umræðu um gistingu í Edinborg er þeim sem þekkja til tjaldsvæða í borginni beðnir um að gefa sig fram.  Þarf að vera hægt að koma fyrir rúmgóðu tveggja  manna tjaldi.  Dagur, Ívar og Óli yrðu mjög fegnir.

Natura-frítt fyrir starfsmenn

Ókeypis aðgangur í Sóley Natura Spa 9.-13. janúar
Sjá stundaskrá á mywork.
Kv.
SBN

miðvikudagur, janúar 11, 2012

Hádegi 11. jan '12

Í nokkuð þungu færi: 

  Hofs: Guðni, Ívar, Óli, Sigurgeir
  Suðurgata: Anna Dís, Ársæll og Dagur
  Eitthvað þar á milli: Jón Örn

Ekkert sást til kleinuhringjana með bleika glassúrinu sem sáust í nánd við Nauthól síðasta mánudag.

GI

þriðjudagur, janúar 10, 2012

Jòga á Natura

Frìtt var fyrir starfsmenn ì dag og næstu daga. Mættir: SBN, HUK, Schweppes, Ivanhoe, Day, Riverhappy. Tòkum örninn, dùfuna, strìðsmanninn, kameldýrið o.fl. Voða voða gjemen.... Knús, SBN

mánudagur, janúar 09, 2012

Edinborg Maraþon 2012 - Æfingaráætlun

Fyrir þá sem undirbúa sig fyrir Edinborgar maraþon og aðrar sem áhuga hafa á að fylgjast með:

Ég legg til að fylgt verði "The Path to Marathon Success" by Benji Durden. Það sem mér hugnast best í þessu er hvernig reynt er hámarka árangur hvers og eins með útreikningum á 'workout pace' fyrir hverja tegund æfingar. Þess má einnig geta að reikniverkið sem er notað er þróað af Jack Daniels, en Kári Steinn undirbjó sig fyrir Berlín einmitt eftir hans forskrift.

Prógrammið (15 vikur) myndi byrja mánudaginn 13.febrúar og enda hlaupadaginn 27.maí.

Fram að því væri undirbúningur fyrir undirbúningstímabilið (9.janúar-12.febrúar) sem miðaði að því að ná góðum mælingum inní prógrammið (skýrist í prógramminu) og einnig að koma okkur uppí það að geta hlaupið langt hlaup (2 klst) tiltölulega áreynslulítið á eigin tempói.

Fyrsta vikan 9.-15. janúar
Mánudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Þriðjudagur - Orkujóga í Spa kl. 12 mæta tímanlega
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Fimmtudagur - Brekkusprettir í kirkjugarði, 15 wup+wdn, 5 brettur í beit og/eða Powerade Vetrarhlaupið um kvöldið
Föstudagur - Hatha jóga í Spa kl. 12:05 mæta tímanlega
Laugardagur - Langt 12 km, staðsetnig ólós

Allar æfingar eru frá Sóley Natura Spa nema annað sé tekið fram.

Kveðja,
Dagur

"Life is a marathon and you cannot win a marathon without putting on a few band-aids on your nipple. Right?" - Dave Harken, Horrible Bosses

Þekktu félagsmanninn

Flestir félagsmenn eiga sér vafasama fortíð.  Hér eru myndir af tveimur þeirra við  iðju sína.  Þekkir þú þá eða veist við hvað þeir fengust á myndunum?  Þessir 2 félagsmenn eiga a.m.k. eitt sameiginlegt.
Kveðja,

fulltrúi ritara

föstudagur, janúar 06, 2012

Hádegisæfing föstudaginn 6. jan - Slabb og slor

Mættir Ársæll, Þórdís, Anna Dís.  Asahláka og stórhættulegt færi. Allir með hálkuvarnir á skónum. Þjálfi mætti til að ræsa en þorði ekki með. Fórum vallarhring með krók um Val alls 7,8 km.  Briem og Bjöggi innandyra hjá Val í stúlknadansi.

Sæli(nn)

fimmtudagur, janúar 05, 2012

Hádegisæfing 5. janúar

Mættir : Dagur, Fjölnir, Sveinbjörn, Katrín, Þórdís og Jón Örn

Hlaupið var mislangt í góðu veðri.

Þeim sem nota Natura Spa aðstöðuna er bent á að fara í einu og öllu eftir þeim reglum sem þar gilda.  Sjá hér að neðan hluta af þeim reglum.  Reglurnar hanga á vegg við inngang í búningsklefa.

Klemminn

Fréttir af félagsmanni á vef Víkurfrétta.

miðvikudagur, janúar 04, 2012

Þriðja hádegisæfing ársins - Gengið til góðs

Ágætis mæting í dag, miðvikudaginn 4. janúar.  Veður gott, færi frekar vont.  Þessi mættu:  Gunnur og Hekla (þær sögur ganga að þær hyggist segja skilið við Frjálsa á allra næstu dögum), Katrín úr Spa-inu, Guten Tag, Blondie 1 og 2, Örninn, hálfur Cargo Kings og O-maður.

Hefðbundinn hringur (rangsælis) um flugvöllinn með val um EXIT via Suðurgötu, Hofsvallagötu eða Kaplaskjól.  Fólk skilaði sér mis markvisst í mark og kvarta margir undan eftirköstum reyk- og saltpæklunar jólahátíðarinnar.

þriðjudagur, janúar 03, 2012

Gamlárshlaup ÍR - Þessi tóku þátt

Eftirfarandi meðlimir skokkklúbbs Icelandair tóku þátt í gamlárshlaupi ÍR.  Tími hvers og eins er á undan nafni þátttakanda:

40:56   Viktor Jens Vigfússon
47:56   Arnar Már Arnþórsson
50:03   Sveinbjörn Valgeir Egilsson
53:29   Anna Dís Sveinbjörnsdóttir  
55:19   Ársæll Harðarson
56:40   Rúna Rut Ragnarsdóttir

Ef fleiri meðlimir klúbbsins tóku þátt, og er ekki getið hér að ofan, þá vinsamlegast gerið athugasemd og verður listinn uppfærður.

Ritari stjórnar

Önnur hádegisæfing ársins

Eftirfarandi aðilar mættu á aðra hádegisæfingu ársins: Tag, Úle, Sæli(r), 3R, Þjórdís og O.  Hlaupinn rangsælis hringur um flugvöllinn með lengingu um Valsheimili.  Sumir beygðu af leið við Suðurgötu en aðrir lengdu í og fóru um Kaplaskjól.  Færi var frekar erfitt fyrri hluta æfingar en skánaði til muna er komið var á göngustígana við Ægissíðu.  Vegalengdir frá ca. 8 km til 9.5 km.

Sannreynt og staðfært af
O

mánudagur, janúar 02, 2012

Fyrsta hádegisæfing ársins - allt í steik (eða þannig)

Gaman á fyrstu æfingu eftir áramót, mánudaginn 2. janúar. Hofsvallahringur að viðbættu Valsheimili.  Sæli(r) lagði af stað með tvöfalda dísu. (Þórdís og Anna Dís). Fjölnir náði okkur á seinni hluta og við mættum Óla Briem sem var á sömu leið réttsælis. Erfið færð hjá Hertz og Val, en stígar góðir að öðru leyti, búið að sanda megnið. Maður finnur alveg fyrir steikinni. Alls 8,71 km. 

Viðingarfyllst,
Sæli(r)

What's underneath the kilt?

EMF Edinburgh Marathon

Staðan 2. jan. 2012
Heilt: Óli Karate Kid, Oddurinn, Der Trainer, Cargo Kings, Hlújárnið (Ívar), Örninn, Ása ungfrú Borgarnes.
Hálft: Síams, Sælir (???)

Ennþá er opið í bæði.  Koma svo!!!!  Eru fleiri?


There was a young man from Larkhall


Who went to a masquerade ball

Dressed up as a tree,

But he failed to foresee

His abuse by the dogs in the hall




Kveðja,
SBN