fimmtudagur, janúar 19, 2012

Fimmtudagur 19. janúar - "There ain´t no such thing as a free lunch"

Alls mættu 5 meðlimir á ráspól í hádeginu; Blondie #2, Scweppes, GI, Örnen og Omen.  Tag og Íbbi voru eitthvað að sniglast í andyri hótelsins þegar meðlimir voru að gera sig klára fyrir Edinborgaræfingarprógramm dagsins.  Þeir félagar voru hins vegar ekki á þeim buxunum að mæta, kusu þess í stað að setjast inn á veitingastað hótelsins og graðka í sig af hlaðborði dagsins.

Hefðbundinn rangsælis hringur um  flugvöllinn.  GI og Omen hlupu um Hofsvallagötu með tvo 6 mínútna spretti á Ægissíðunni (í samræmi við Edinborgaræfingarprógramm).  Verður að segjast eins og er að GI kemur ansi vel undan vetri.  Blondie #2, Scweppes og Örnen tóku enga áhættu og fóru um Suðurgötu.  Vegalengdir frá 7 til rúmlega 8 km.

Omen

Engin ummæli: