föstudagur, mars 30, 2007

Freaky Friday

Fín mæting í dag enda margir spenntir að sjá hvað væri í boði á Freaky Friday. Þeir sem mættu voru Dagur, Guðni, Fjölnir, Sveinbjörn, Sigurgeir og Anna Dís.
Það var hlaupið í Kópavoginn eða í Snælandshverfið eins og innfæddir kalla það. Farið var á nokkrar sögulegar slóðir og byrjað á Reynigrund og Eyjahúsin skoðuð, næst lá leið fram hjá uppeldisstað Biskup Íslands. Frá heimili Biskup Íslands var haldið í gegnum Víðigrund og uppeldisstaður Sigurgeirs skoðaður. Áfram hélt hópurinn eftir Furugrund í átt að brekkunni í Ástúni. Þegar komið var upp Ástúnið lá leið eftir Grænatúni í átt að Kínamúrnum (Kjarrhólma). Brekkan niður Vallhólm var engin fyrirstaða hjá hópnum en næst tók við brekkan í Kjarrhólmnum. Eftir átökin í Kjarrhólmnum var gott að láta sig detta niður Álftatúnið í átt að Snælandsskóla. Frá Snælandsskóla var farið í fossvogsdalinn og yfir til Reykjavíkur þar sem flestir könnuðust við sig og rötuðu beina leið heim.

Kveðja,
Sigurgeir/Icelandair Cargo

Síðbúin æfing þessarar viku

Jæja ekki hef ég nú staðið mig vel núna. Í síðustu viku var ég í fríi og gleymdi allri þjálfun og í þessari viku hef ég legið veikur heima og ekki beint verið að hugsa um hlaup. Ég ætla nú samt að setja inn æfingu þessara viku þó það sé orðið of seint ef svo skyldi vilja til að einhver hefði áhuga á að taka hana. Þessi 9x800 m æfing í síðustu viku hljómaði vel þó svo að erfitt sé að taka hana á 45 mínútum.

Æfing þessarar viku er í lengri kantinum líka og við höfum gert hana áður.

Upphitun er að skokka niður að ráðhúsinu við tjörnina

Svo skal taka 4xhringinn í kringum tjörnina með 2 mín hvíld

og svo skokka aftur heim á loftleiði

Gangi ykkur vel

Bjössi

P.S. til hamingju með ASCA sigurinn stúlkur, þið eruð greinilega óstöðvandi.

miðvikudagur, mars 28, 2007

Myndirnar úr ASCA

Sjá allar myndirnar úr hlaupinu sem sýndar voru í hófinu.

Gömlu keppnisvestin til sölu

Gömlu keppnisvestin eru til sölu, fín í sumarhitann sem framundan er. Aðeins 100 kr. stykkið. Þetta eru fjögur vesti öll í stærðinni medium.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Uppboð á jakka

Í fórum klúbbsins er kvenmannsjakki í stæðinni Large. Hann setjum við á uppboð hér á vefnum. Byrjunarupphæðin er 2000 kr. (nýr kostar hann um 7000 kr.). Ef þú vilt bjóða í jakkann, farðu í comments hér að neðan og settu inn upphæð ásamt nafni.

Hæsta tilboði þann 18. apríl verður tekið.



þriðjudagur, mars 20, 2007

ASCA 2007 - Úrslit

Úrslitin er að finna í .pdf skjali á ASCA vefnum.

miðvikudagur, mars 14, 2007

Fyrsta æfing eftir ASCA

Sæl öll

Ég hef verið að reyna að finna úrslitin frá ASCA en ekki getað (hef nú kannski ekki leitað rosalega vel). Núna förum við að taka aðeins lengri æfingar (svona næsta mánuðinn) áður en við styttum þær aftur fyrir maíhlaupin.

Fyrsta æfing eftir ASCA

Byrjum á fartleik sem þið getið tekið hvar sem er eftir aðstæðum, t.d. í Skerjafirðinum eða Öskjuhlíðinni.

10 mín skokk
6 mín hratt
3 mín skokk
5 mín hratt
2,5 mín skokk
3 mín hratt
1,5 mín skokk
2 mín hratt
1 mín skokk
1 mín hratt
10 mín skokk

Samtals 45 mínútur og ég sleppti ekki 4 mínútna sprettinum óvart. Honum er sleppt viljandi. Sem sé 6-5-3-2-1 mín "sprettir" með 3-2,5-1,5-1 mín skokki á milli.

Gangi ykkur vel

fimmtudagur, mars 08, 2007

ASCA - Mæting

Hittumst tímanlega klukkan 9:30 við sundlauginni á Hótel Loftleiðum fyrir keppni (aðgangur 100 kr. eða Hlaupakort). Þar verða keppnisvesti og rásnúmer afhent. Konur verða síðan ræstar 10:30 og karlarnir strax á eftir eða um 11:00.

Að hlaupi loknu er síðan boðið uppá súpu og brauð í mötuneytinu í kjallara hótelsins.

Sjáumst hress og ekkert stress.

Æfing í dag, 8 mars

Þeir sem ekki fara í poweraidehlaupið (og ættu þá að fara frekar rólega) skulu skokka í 20-30 mín og taka 6-8 hraðaaukingar.

Gangi ykkur vel um helgina

fimmtudagur, mars 01, 2007

ASCA - Aðstoð við framkvæmd hlaupsins

Eins og eflaust flestir vita þá mun frjálsíþróttadeild ÍR sjá um framkvæmd hlaupsins.

Ef þú vilt vera með og aðstoða við framkvæmdina, sem brautarvörður eða á annan hátt, vertu í sambandi við Burkna Helgason í síma 820-1052 eða á netfang burkni@agr.is.

ASCA æfing í Öskjuhlíð

Æfing dagsins:
10-15mín upphitun á ASCA hringnum. Hlaupa síðan á hringnum 8x90sek hratt og 90sek rólega. Niðurskokk.