fimmtudagur, febrúar 27, 2014

Fimmtudagur 27. feb - Tempó

Mættir í tempóæfingu í dag voru forsetinn, Dagur og Oddgeir.  Þórdís lagði af stað á undan.  Tempóæfingin var 20 mín. upphitun, 3 x 5 mín. sprettir með 1 mín. rólegu skokki á milli, og svo 20 mín. niðurskokk.  Endaði í 10 km.

Fréttst hefur að kargódrengirnir hyggist taka lokaða séræfingu eftir vinnu í dag þar sem hraðinn á þessari æfingu var helst til mikill fyrir þá.

mánudagur, febrúar 17, 2014

Mánudagur 17. feb - Tú tæms túdei

Það var verulega fátt um fína drætti í mætingunni í dag.  Undirritaður mætti galvaskur í þeirri von að þar biðu spegilegir karlar og konur, æst í að hlaupa í góða veðrinu.  Svo reyndist ekki vera.  Undirritaður hélt því áfram með fyrstu löngu æfinguna sína í undirbúningi fyrir Lifrarpollsmaraþonið í vor.

Alls tú tæms.

föstudagur, febrúar 14, 2014

Föstudagur 14. feb - Reiv í tólin

Óli og Oddgeir sáu um að fylgja Ingu Cargó um miðbæ Reykjavíkur í hádegishlaupinu.  Komið við á Sónar-hátíðinni í Hörpu og smá "reiv" tekið með tilheyrandi hliðarskrikkjum.  Planki á plani í lokin.

Alls 8 km.

þriðjudagur, febrúar 11, 2014

Þriðjudagur 11. feb - Brekkusprettirnir að hefjast

Sjö fagrir skjónar mættu í dag til sprettæfinga í kirkjugarðinum: Þórólfur, Jói yngri, Sigurgeir CK, Úle, Ívar, Dagur og Oddgeir.

Fyrsti í brekkusprettum fyrir komandi maraþon í vor, alls 6 stk, þó með mismunandi útfærslum og stíl.

Tæplega 9 km hjá flestum.

mánudagur, febrúar 10, 2014

Mánudagur 10. feb - Hvar eru allir???

Það var einungis einn hlaupari sem treysti sér út í veðrið í dag, ritari stjórnar.

Langur flugvallarhringur, 10 km.

föstudagur, febrúar 07, 2014

Föstudagur 7. feb - Hjónakorn, kóngur og drottning

Í dag mættu hjónakornin Sigrún og Oddgeir ásamt konungi og drottningu Cargósins, þeim Fjölni og Ingu.

Bæjarrúntur í blíðu veðri.  Ýmislegt skrafað.

Rúmlega 8 km.

fimmtudagur, febrúar 06, 2014

Úrslit ASCA úrtökumótsins

ASCA úrtökumótið fór fram við kjöraðstæður seinnipartinn í dag.  Margt var um gæðahlaupara.  Þarna sást meðal annars til Ólympíufara, svo eitthvað sé nefnt.

Alls mættu 8 keppendur til leiks, 6 karlar og 2 konur, auk þriðja kvenkyns keppandans sem tókst ekki að nálgast hlaupabúnað sinn í höfuðstöðvunum í tæka tíð þar sem einhver óprúttinn aðili hafði læst hann inni í þar til gerðu herbergi/geymslu.

2 km upphitun var frá höfuðstöðvum að rásmarki.  Ræst við Þyrluþjónustuna og hlaupið að mótum Ægisíðu og Hofsvallagötu.  Þar var snúið við og sama leið hlaupin til baka.  Þetta dugði konunum en karlarnir urðu síðan að snúa við hjá Þyrluþjónustunni og hlaupa að Dælustöðinni og til baka.  5,7 km hjá konum og 6,8 km hjá körlum.

Tímavarsla og dómgæsla var í öruggum og fumlausum höndum Sveinbjörns og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.  Úrslitin fara hér að neðan ásamt mynd af hópnum áður en lagt var af stað frá höfuðstöðvunum:

Konur - 5,7 km:     
Björg            25:45
Gísla             29:48

Karlar - 6,8 km:     
Kári Steinn   22:14
Viktor           26:50
Oddgeir        26:54
Brynjólfur     28:00
Ívar               29:26
Óli                29:38



Oddgeir, Kári Steinn, Ívar, Óli, Gísla, Björg, Viktor og Brynjólfur (Mynd: Anna Dís)

 

miðvikudagur, febrúar 05, 2014

Minnum á ASCA úrtökumótið - Skemmtileg ferð til London í boði

Minnum á ASCA úrtökumótið - Skemmtileg ferð til London í boði.  Sjá nánar í tölvupósti sem félagsmenn fengu sendann í dag, miðvikudag.

Æ læk it.  Æ læk it a loh.

Miðvikudagur 5. feb - Aðstæður kannaðar að nýju

Ágæt mæting í dag.  Ársæll var undanfari.  Á eftir honum komu Huld, Dagur, Fjölnir, Úle og Oddgeir.  Rangsælis flugvallahringur um Hofsvallagötu.

Hlaupastígarnir við sjóinn líta mun betur út í dag en í gær og ekkert því til fyrirstöðu að halda úrtökumótið á morgun.

Rúmlega 8 km.

þriðjudagur, febrúar 04, 2014

Þriðjudagur 4. feb - Aðstæður kannaðar

Fjölnir og Oddgeir mættu í dag til að kanna brautaraðstæður fyrir komandi úrtökumót nk. fimmtudag.  Ívar og Þórólfur fóru fyrr og á guðs vegum.

Öskjuhlíðaskógur er át (out) og hlaupastígarnir við sjóinn líta svona og svona út.  Vonandi ná hlýjindi og væta næstu tvo daga að laga ástand hlaupastíganna enn frekar.

Alls 9 km.

mánudagur, febrúar 03, 2014

Hálka...

Mættir: Sigurgeir, Ívar, Óli og Inga.

Fórum í Fossvoginn í frekar leiðinlegri færð, hálku!

Ræddum aðeins mætingu síðustu vikur og þá kom í ljóst að Inga er búin að mæta í nokkur skipti en þá er bara aldrei bloggað...einmitt!

Á morgun verður gæðaæfing fyrir þá sem hafa gaman af því...

Kv. Sigurgeir