fimmtudagur, febrúar 06, 2014

Úrslit ASCA úrtökumótsins

ASCA úrtökumótið fór fram við kjöraðstæður seinnipartinn í dag.  Margt var um gæðahlaupara.  Þarna sást meðal annars til Ólympíufara, svo eitthvað sé nefnt.

Alls mættu 8 keppendur til leiks, 6 karlar og 2 konur, auk þriðja kvenkyns keppandans sem tókst ekki að nálgast hlaupabúnað sinn í höfuðstöðvunum í tæka tíð þar sem einhver óprúttinn aðili hafði læst hann inni í þar til gerðu herbergi/geymslu.

2 km upphitun var frá höfuðstöðvum að rásmarki.  Ræst við Þyrluþjónustuna og hlaupið að mótum Ægisíðu og Hofsvallagötu.  Þar var snúið við og sama leið hlaupin til baka.  Þetta dugði konunum en karlarnir urðu síðan að snúa við hjá Þyrluþjónustunni og hlaupa að Dælustöðinni og til baka.  5,7 km hjá konum og 6,8 km hjá körlum.

Tímavarsla og dómgæsla var í öruggum og fumlausum höndum Sveinbjörns og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.  Úrslitin fara hér að neðan ásamt mynd af hópnum áður en lagt var af stað frá höfuðstöðvunum:

Konur - 5,7 km:     
Björg            25:45
Gísla             29:48

Karlar - 6,8 km:     
Kári Steinn   22:14
Viktor           26:50
Oddgeir        26:54
Brynjólfur     28:00
Ívar               29:26
Óli                29:38



Oddgeir, Kári Steinn, Ívar, Óli, Gísla, Björg, Viktor og Brynjólfur (Mynd: Anna Dís)

 

Engin ummæli: