Stjórnarfundur FI-Skokk (1. fundur tímabilsins 2013-2014)
18. desember 2013, kl. 1030 á skrifstofu Icelandair
Mættir:
Ólafur, Ívar og Oddgeir.
1.
fundur stjórnar tímabilið 2013-2014. Fundargerð
síðasta fundar samþykkt. Eftirfarandi
mál voru á dagskrá þessa fundar:
-
Verkaskipting stjórnar
-
Árgjald félagsmanna
-
Framkvæmdaáætlun 2013-2014
-
Aðventuhlaupið
-
Uppfærsla félagatals
-
Mætingahlekkur á bloggsíðuna
Ólafur formaður (forseti), Ívar gjaldkeri og Oddgeir ritari.
Árgjald
ákveðið óbreytt.
- Aðventuhlaup. Verður haldið fimmtudaginn 19. desember, kl.
1708.
- ASCA
– Dagsetning komin, 22. mars 2014.
Verður haldið í London. Stjórnin
stefnir að því að halda úrtökumót.
Stífari viðmið en áður varðandi þátttöku. Lágmark 7 karlar og 4 konur þurfa að mæta í
úrtökumót svo farið verði. Náist ekki í
annaðhvort liðið útlokar það þó ekki hitt liðið frá því að fara. Úrtökumót fari fram fyrri hluta febrúar.
- Icelandairhlaupið
– Annan fimmtudag í maí, 8. maí 2014, að öllu óbreyttu.
-
Styrkveiting til félagsmanna vegna almenningshlaupa – Áfram stefnt að
styrkveitingu. Verður ákveðið síðar með
hvaða formi það verður.
- Aðalfundur
– Næsti aðalfundur verði haldinn í október eða nóvember 2013. Stefnt skal að því að fundurinn verði frekar
haldinn í október.
Að auki
verður það áhersluatriði stjórnar að auka nýliðun í hópnum og efla ástundun
þeirra félagsmanna sem fyrir eru.
Aðventuhlaupið:
Aðventuhlaupið
fer fram fimmtudaginn 19. desember kl. 1708.
Stefnt að gufu, heitum potti og hressingu að hlaupi loknu.
Gjaldkeri
og ritari munu fara yfir félagatalið og uppfæra eins og þurfa þykir.
Stjórnin
hyggst kanna það hvort æskilegt sé að koma upp einhverskonar tilkynningar/mætingarhlekk
á bloggsíðuna. Þannig munu þeir sem
hyggjast mæta í hádeginu tilkynna mætingu sína á síðunni.
Fundi
slitið kl. 1145.
-----------------------------------------------------------------------------------------------
Engin ummæli:
Skrifa ummæli