fimmtudagur, apríl 30, 2009

Hádegisæfing 30. apríl

Mætt: Guðni (keppir fyrir Skeggjastaði), Sigurgeir, Huld og Sigrún. Fórum rólega Hofsvallagötu í fullkomnu hlaupaveðri, súld og hægviðri (heitir örugglega eitthvað annað hjá GI) og spjölluðum um markmið maímánaðar. Guðni: (ætlar að eiga afmæli, 50 ára), Sigurgeir (ætlar ekki að keppa aftur í sama hlaupi og Dagur, vill ekki niðurlægja þjálfarann-aftur!), Huld (ætlar að reyna við 300 km í mánuðinum) og Sigrún (ætlar ekki að láta Sigurgeir ná sér í hlaupamagni). Að öðru leyti var allt rólegt og í góðum vinskap.
Alls 8,7 (nema GI sem hljóp líka í morgun 10,8K)
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, apríl 29, 2009

Sjósund 29. apríl

Mættum 3 píur; tveir Valsarar og einn Þróttari til að skokka í Nauthólsvík og fara í sjóinn. Vindur nokkuð mikill og slagveður. Reyndum að taka mynd en of mikið rok reyndist vera til að það heppnaðist. Skelltum okkur þá jafnhendis út í sjóinn, sem var vægast sagt mjög ÚFINN. Sjóhiti var þó hagstæður (7° en á móti komu 22 m/s í vindi). Allmargir karlkynsáhorfendur voru á svæðinu og vöktum við loks verðskuldaða athygli, enda árennilegar með afbrigðum. Fyrr höfðum við hitt þá félaga Guðna, Dag, Óla og Kalla en þeir kusu allir að fara "Kolkrabbann" í stað þess að striplast með okkur. Órtúlega klaufalegt!
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, apríl 28, 2009

Hádegisálíming 28. apríl

Í dag fór fram árleg hádegisálíming skokkklúbbsins. Einn félagsmaður (Hippo) var löglega afsakaður til verksins þar sem hann stundar samanburðarrannsóknir á mæligetu og burðarþoli tveggja baðvoga. Niðurstaðan sýnir 400g halla, félagsviktinni í óhag. Þess verður því krafist í framtíðinni, að karlkyns skokkfélagar beri sig (ekki saman) fyrir viktun og þannig næst að rúnna af 400g, sem ellegar mældust í þvengbrók eða viðlíka umbúnaði, þegar gengið er til viktunar.

Þökkum féagsmönnum kærlega veitta aðstoð í hádeginu, margar hendur ... o.s. frv.
Kveðja,
Aðalritari

mánudagur, apríl 27, 2009

Hádegisæfing 27. apríl

Mættir í afbragðsfínu veðri: Jón Gunnar Geirdal, Sigurgeir, Dagur, Kalli, Bryndís, Huld, Bjöggi, Ása og Sigrún. Fórum Hofsvallagötuhringinn með lengingu á sæmilegu recovery fyrir þá sem voru í hálfu um helgina. Heyrst hefur að Fjölnir (sem æfði 7,5 km á viku fyrir hlaupið), sé enn að gleðjast yfir árangri sínum á einu af öldurhúsum Hafnarfjarðar. Síðast fréttist til hans dansandi stríðsdans í Vikingaþorpinu. (Heitir það það ekki annars?) Setning dagsins er þó tvímælalaust: "Hvern andskotann ertu að horfa á?" Svar: "Nú, rassinn á þér". Þarf ekki að taka fram hvaða rass er átt við í þessu samhengi.

Alls 9,6-K
Kveðja,
Sigrún

Aðalritari vill minna á að nk. miðvikudagshádegi fer fram mánaðarlegt sjósund félagsmanna og velunnara þeirra. Ekki gleyma skóm, handklæði og skýlu.

Úrslit í vormaraþoni



Á laugardag hlupu nokkrir félasmenn hálft- og heilt maraþon í vormaraþoni FM, sem fram fór í kjöraðstæðum. Úrslit urðu þessi:

Hálft

01:25:33 Höskuldur Ólafsson

01:36:52 Huld Konráðsdóttir

01:41:36 Sigurgeir Már Halldórsson (Hljóp sitt fyrsta hálfmaraþon)

01:42:15 Dagur Egonsson

01:43:42 Fjölnir Þór Árnason (Hljóp sitt fyrsta hálfmaraþon)


Heilt

03:01:43 Baldur Haraldsson (2. í heildarúrslitum)


Frábær árangur, Hössi í bætingu og Cargo-bræður stóðu sig firnavel að ógleymdum Baldri, sem náði öðru sæti í maraþoninu. Glæsilegt öll, til hamingju!


Stjórn IAC



föstudagur, apríl 24, 2009

Hádegisæfing 24. apríl

Mættir í dag: Anna Dís, Bjöggi, Kalli, Guðni, Óli, Oddgeir, Sigurgeir, Gyrðir (Dagur, keppir undir merkjum Skallagrímsættarinnar) og Sigrún. Fórum rólegan miðbæjarrúnt þar sem nokkrir úr hópnum ætla í vormaraþon (brr..) FM á morgun. Ræsing í hálfu er kl. 10.30.
Góða helgi og ekki gleyma að kjósa á morgun.
Kveðja,
Sigrún
Þessir hafa skráð sig:

Víðavangshlaup Í.R.



Í gær, sumardaginn fyrsta, þreyttu nokkrir af félagsmönnum og áhangendur, víðavangshlaup Í.R. sem fram fór í miðbæ Reykjavíkur. Góðar aðstæður voru til hlaups, þurrt og lítilsháttar gola.

Úrslit má sjá hér:


24 18:51 Höskuldur Ólafsson 1965

52 20:14 Oddgeir Arnarson 1970

79 21:09 Huld Konráðsdóttir 1963 1. í flokki

126 22:24 Baldur Úlfar Haraldsson 1965

131 22:29 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir 1976

189 23:48 Bryndís Magnúsdóttir 1950 3. í flokki


Sumarkveðja,

Stjórn IAC

þriðjudagur, apríl 21, 2009

Bostonmaraþon 20. apríl



Það var með nokkurri eftirvæntingu að tveir meðlimir skokkklúbbsins héldu til Boston til að gera faglega úttekt á 113. Bostonmaraþoninu. Eftir góða 12K morgunæfingu (12.08) að ísl. tíma héldum við stöllur á slóðir brautarinnar og hlupum hluta leiðarinnar í fínu veðri, nokkuð köldu og vindasömu þó. (45° Fahrenheit). Áður höfðum við barið stjörnurnar augum í sjónvarpinu, kvenna elítustart og karlana. Veðjað var á Goucher og Hall sem sigurvegara og miklar líkur bentu til að svo yrði. Á tilsettum tíma stilltum við okkur svo upp á Boylston miðri, passlega langt frá markinu. Með lagni þrengdum við okkur í framlínu, að íslenskum sið. Spennan jókst. Mannfjöldinn var þónokkur að horfa á. Fyrstir komu hjólastólakeppendur í mark. Fögnuður! Ekki löngu síðar komu fyrstu konur. Gæsahúð...hjartsláttur og tár. Þrjár voru í endaspretti. Goucher hafði rykkt og freistast til að taka forystu en hélt ekki og Tune og Kosgei byrja æðisgenginn endasprett. Tune (sigurvegarinn í fyrra) frá Eþíópíu var aðeins á undan þar til eitt skref var eftir í markið. Þá stal Kosgei (Kenýa) sigrinum og vann á einni sekúndu: 2:32:16. Tune örmagnaðist og var flutt á spítala og Goucher grét, átti aldrei séns (munaði 9 sek.). Karlarnir koma stuttu seinna. Þar var sigurinn öruggur. Mergat (Eþíópía) nærri mínútu á undan næsta á 2:08:42, síðan Rono og þá Hall. Ekki leiðinlegt að standa 3 metrum frá keppendum og fylgjast með þessu "live". Blindir komu í mark, fótalausir, Boston Billy og allir hinir en enginn Íslendingur að því er best verður séð. Kannski verður breyting á því að ári.
Þökkum þeim sem hlýddu,

kveðja-aðal og pacer-inn (SBN/HUK)

mánudagur, apríl 20, 2009

Baðvog










Mikil gleði braust út hjá karlpening skokkklúbbsins fyrir æfingu í dag þegar langþráð baðbog var formlega afhent yfir-þjálfara og síðan sundlaugarverði og velunnara FI-SKOKK. Baðvogin er einföld í notkun og verður staðsett í karlaklefa þar sem hennar er orðin brýn þörf. Í tilefni dagsins voru teknar myndir og boðið upp á bland í poka að æfingu lokinni.
Formaðurinn

laugardagur, apríl 18, 2009

Icelandairhlaup 15 ára 7. maí



Ágætu félagar.

Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir um að aðstoða við hlaupið á hlaupadag og skrá þátttöku sína fyrir neðan í "comments". Hlauparar klúbbsins og áhangendur velkomnir. Margar hendur vinna létt verk!

Bestu kveðjur,

stjórn IAC

fimmtudagur, apríl 16, 2009

Hádegisæfing 16. apríl

Í dag voru gerðir hinir margfrægu 800m sprettir eftir ströndinni og veðrið var algjörlega fullkomið til þess arna. Mæting var góð; Hössi var á eigin vegum, Jói líka og Hippóinn var á Suðurgötuleið (að ég hygg) en aðrir tóku spretti. Þetta voru: Guðninn, Dagurinn, Ólinn, Oddurinn, Huldin, Bryndísin, Kallinn og Sigrúnin. Upphitun var 1,5k sem og niðurskokk en sprettir 6*800. Snilldin! Hvað eru mörg -in í þessari færslu kindin mín?
Kveðja,
Sigrún
(Sigurgeir-bíddu ert þú ekki að æfa fyrir stórt hlaup, og Fjölnir líka????)

miðvikudagur, apríl 15, 2009

Baðvikt

Eftir miklar þreifingar og harðvítugar deilur var ákveðið (þó eftir nokkuð málþóf við innri endurskoðun) að heimila fjárveitingu að ákveðinni upphæð til kaupa á baðvikt fyrir karlaklefa FI skokk. Er það viss léttir því eftir dularfullt hvarf gömlu viktarinnar stefndi í sögulegt hámark hjá nokkrum félagsmönnum, sem nú verður ráðin bót á.
Kveðja,
Sigrún

Hádegisæfing 15. apríl

Mættir í súperfínu veðri: Guðni (fagri blakkur), Sigurgeir (kunningi fræga fólksins), Huld (ofurskutla) , Sigrún (jakkaeyðir), Jói Wenger, Sveinbjörn (í kostnaðaraðhaldi) og Ársæll (í átaki).
Fórum frekar þægilega Hofsvallagötu til að spara kraftana fyrir 800's á morgun. Það kom að máli við mig iðkandi eftir hlaup og sagðist vera í átaki, ætlaði að missa 10% vikt á 16 vikum, byrjar á morgun. Á meðan þetta átak stendur yfir mun þessi ágæti maður verða kallaður Hippo en svarar einnig Ársælsnafninu. Það er því eins gott að Sigurgeir nái að knýja fram kaup á vikt fyrir baðklefa karla.
Alls 8,7k
Kveðja,
Sigrún

Heiðmerkurtvíþraut 19. apríl

Nánar hér

Kveðja,
IAC

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Hádegisæfing 8. apríl

Ég hef alltaf haft gott lag á fermingar- og kórdrengjum og þessvegna tók ég 3 slíka með mér í kirkjugarðinn í dag. Þetta voru þeir; Sigurgeir (sópran), Fjölnir (alt) og Oddgeir (tenór) og í sameiningu kláruðum við 5*graveyard hill í brakandi blíðu og sælu. Skemmst er frá því að segja að eftir æfinguna festist aðalritari í jakkanum sínum og þurfti að klippa hann utan af sér og henda. Sorgleg endalok Icelandair jakkans það.
Alls 6,7k hjá drengjum
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, apríl 07, 2009

Hádegisæfing 7. apríl



Mættir voru: Bjútí, Dagur, Sigrún og Huld kom á sprettinum. Ákváðum að taka 70*100 rólega án hvíldar og það kom bara vel út í frábæru veðri. Ástæðan: Dagur er stífur, Bjöggi er ekki búinn að ná honum upp(sko Bjögganum), Huld má ekki svitna í nýja bleika Barbí-dressið og Sigrún var eitthvað hölt og skökk, þannig að við geymdum erfiðu æfinguna. Jói var á eigin skokkæfingu og var í stuði. Eftir æfinguna var ljóst að Huld er tvímælalaust tískudrottning FI skokkara en hún klæddist Fuchsia-bleikum langermabol úr dry fit, utanyfir svart aðsniðið vesti með bryddingum. Að neðan kvartbuxur úr samsvarandi línu og á fótum glænýir ASICS Nimbus, hvítir með fuchsiaskreytingu á hliðum. Með þessu er vorlína hópsins lögð, héreftir eru það hnébuxur og skærlituð föt og markmannshanskar bannaðir.

Alls 7, 23k

Kveðja,

Sigrún

föstudagur, apríl 03, 2009

Hádegisæfing 3. apríl

Fríður flokkur var mættur í dag í fjarveru þjálfara: Sveinbjörn, Kalli, Guðni, Óli, Sigurgeir, Fjölnir, Huld, Bryndís og Sigrún og Jói fjallageit var á kraftgöngu. Fórum fínan sýningarrúnt um miðbæinn í góðu veðri.
Góða helgi! :=)
Alls 8k
Kveðja,
Sigrún

fimmtudagur, apríl 02, 2009

Hádegisæfing 2.apríl

Mættir í dag: Sveinbjörn (sem valdi kirkjugarðinn), Dagur, Oddurinn, Náttriðillinn (uss, hann sagði þetta sjálfur, ekki ég) og Sigrún. Jói var í kraftgöngu. Skokkuðum útí kirkjugarð og tókum fantagóða æfingu eða 6*brekkuna (ca 300m) og létt skokk niður á milli. Augljóst var að Gnarrinn hefur lítið sem ekkert æft, hann var bara smá fyrstur en ekki langfyrstur. Einnig vakti athygli að Sveinbjörn er með stillingu, sem gott er að grípa til þegar mikið liggur við, en það er "accelerated speed control" takki sem ræsir varahreyfil. Gott að hafa þennan fídus. Skemmst er frá því að segja að aðal kjúlli hópsins sá sér ekki fært að mæta í dag, þurfti að fara í fermingarfræðslu og þaðan beint í klippingu.
Frábær æfing í logni en rokið blés utan kirkjugarðs.
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, apríl 01, 2009

Hádegisæfing 1. apríl

Mættir í dag í smá súld: Dagur, Guðni, Sigurgeir, Fjölnir, Hössi, Bryndís og Sigrún. Einnig sást til Ingunnar. Fórum Hofsvallagötu á þægilegu tempói en Sigurgeir vildi bæta fyrir æfingaleysi sitt með lengingu sem er gott, sérstakalega þegar 1. apríl er, þá nota kvikindin tækifærið og gefa í svo lengingin breytist í laaaangt tempóhlaup. Fórnarlambið hljóp því apríl, eins og það heitir, og kastaði sér niður við kafara, þar sem hann loks náði í hælana á strákunum. Þetta eru vinir í raun, það held ég. Á morgun er í boði að taka 24*200 (án hvíldar) eða að taka þátt í Háskólahlaupi kl. 15.00, þar sem FI skokkarar eru boðsgestir.
Alls 8,76k hjá öllum nema Geira smart
Kveðja,
Sigrún