Það var með nokkurri eftirvæntingu að tveir meðlimir skokkklúbbsins héldu til Boston til að gera faglega úttekt á 113. Bostonmaraþoninu. Eftir góða 12K morgunæfingu (12.08) að ísl. tíma héldum við stöllur á slóðir brautarinnar og hlupum hluta leiðarinnar í fínu veðri, nokkuð köldu og vindasömu þó. (45° Fahrenheit). Áður höfðum við barið stjörnurnar augum í sjónvarpinu, kvenna elítustart og karlana. Veðjað var á Goucher og Hall sem sigurvegara og miklar líkur bentu til að svo yrði. Á tilsettum tíma stilltum við okkur svo upp á Boylston miðri, passlega langt frá markinu. Með lagni þrengdum við okkur í framlínu, að íslenskum sið. Spennan jókst. Mannfjöldinn var þónokkur að horfa á. Fyrstir komu hjólastólakeppendur í mark. Fögnuður! Ekki löngu síðar komu fyrstu konur. Gæsahúð...hjartsláttur og tár. Þrjár voru í endaspretti. Goucher hafði rykkt og freistast til að taka forystu en hélt ekki og Tune og Kosgei byrja æðisgenginn endasprett. Tune (sigurvegarinn í fyrra) frá Eþíópíu var aðeins á undan þar til eitt skref var eftir í markið. Þá stal Kosgei (Kenýa) sigrinum og vann á einni sekúndu: 2:32:16. Tune örmagnaðist og var flutt á spítala og Goucher grét, átti aldrei séns (munaði 9 sek.). Karlarnir koma stuttu seinna. Þar var sigurinn öruggur. Mergat (Eþíópía) nærri mínútu á undan næsta á 2:08:42, síðan Rono og þá Hall. Ekki leiðinlegt að standa 3 metrum frá keppendum og fylgjast með þessu "live". Blindir komu í mark, fótalausir, Boston Billy og allir hinir en enginn Íslendingur að því er best verður séð. Kannski verður breyting á því að ári.
Þökkum þeim sem hlýddu,
kveðja-aðal og pacer-inn (SBN/HUK)
1 ummæli:
vá það eru orðin 13 ár síðan ég var í Boston, tíminn fljótur á sér. the mad rocker
Skrifa ummæli