miðvikudagur, ágúst 31, 2011

Steindi Jr. vs Kári Steinn

Þetta setur hlutina í ákveðið samhengi, nú auk þess að hafa einnig allnokkuð skemmtanagildi.
Au revoir
Le Beuf

mánudagur, ágúst 29, 2011

Er það SATT sem menn segja um landann?



Mættir í höfuðstöðvarnar: Þórdís, Dagur og Ívar (sér)ásamt Huld og Sigrúnu (vegna fjölda áskorana)í blíðskaparveðri. Þórdís fylgdi okkur áleiðis og fór Suðurgötuna og einnig 5 brekkur í skógi en Dagur var svo frá sér numinn af birtinu flugfreyjanna að hann knúði fram fínasta tempóhlaup vestur í bæ og heim á hótel. Spurningin er bara hvar hinir umkvörtunaraðilarnir hafi verið meðan þetta fór fram?
Alls um 10K
Kveðja,
SBN

fimmtudagur, ágúst 25, 2011

Maraþon "saga" 3R

Veit þið eruð öll svo spennt yfir að heyra smá sögu og hvað þá maraþon sögu. Lagt var af stað í mitt fimmta maraþon, þriðja RM þannig að bæði vegalengdin og leiðin kom ekki á óvart! Veðrið eins og þið vitið var eins og best verður á kosið og lítið um það að segja. Lagði af stað frekar stressuð enda búin að setja mér ansi háleit markmið, þ.e. klára á 3:45 en minn besti tími var 4:08 sem ég þreytti núna í Maí sl. Ég vissi að þetta yrði strembið en var ákveðin í að reyna eins og ég gat að halda mig við planið. Ástæðan fyrir því að ég setti mér þetta markmið var ekki af því ég er spennt endilega fyrir því að qualifya fyrir Boston, heldur af því ég bý í Boston og langar að hlaupa það hlaup meðan ég bý þar. Ég lofaði sjálfri mér því að prufa fyrst að reyna að qualifya áður en ég myndi reyna aðrar leiðir til að tryggja mér Bib númer!

Stressið fór svona af fljótlega og planið var að fyrstu 5K áttu að vera mun rólegri en restin og hélt ég því heilmikið aftur af mér fyrstu 5K. Eftir 5K gaf ég svolítið í og eftir nákvæmlega hálft maraþon var ég akkúrat á goal (ekki golf!) pace-i. Eins hélt ég mig nákvæmlega við að labba allar drykkjastöðvar og taka gel við aðra hverja drykkjastöð.

Það var ferlega gaman að hitta Ársæl niður við Sundahöfn og hann var sæll á ferð enda á fínu róli, kvaddi hann við Kirkjusand þar sem leiðir skyldu og var mjög kát að heyra að hann fylgdi fyrirmælunum mínum, þ.e. gefa bara í, enda lítið eftir :)

Eftir ca 25 km fann ég að ég var örlítið farin að hægja á mér, hugsaði mikið að hlaupa eftir hjartanu sem ég þá gerði og það virkaði bara nokkuð vel. Eftir ca 30K var hraðinn aðeins farin að minnka og dugði þá ekki til að hugsa um að hlaupa eftir hjartanu, skrokkurinn var bara orðinn þreyttur þótt pumpan í fínu standi!, Hér hægðist aðeins á mér og ég var mjög meðvituð um það, var samt að reyna en hafði hér töluverðar áhyggjur ef ég myndi pressa of þá myndi ég lenda á vegg svo ég var þokkalega sátt við mig þótt ég væri aðeins að hægja á mér. Vissi að 12K væri löng vegalengd ef ég færi að pressa of mikið og vildi frekar ná að halda mig við að hlaupa alla leið en lenda í vandræðum, skynsemin sem sagt í fyrirrúmi. Eftir ca 35K eða þegar maður er kominn að Gróttu þurfti ég aðeins að berjast við kollinn sem vildi helst labba en ég gaf það ekki eftir enda með slæma reynslu af slíku, og hélt því áfram, komst yfir það þegar ég stoppaði á næstu drykkjarstöð en þá leyfði ég mér að labba meðan ég sötraði á vatni og orku, tók viljandi 3 glös til að næla mér í smá auka labbi tíma¨! hérna var ég aðeins farin að semja við sjálfan mig en vaknaði til lífsins þegar ég sá 4 konur koma fram hjá mér en það var ekki búið að vera mikið um þær svona síðasta legginn....ákvað að nú myndi ég taka mig taki, kíla á þetta enda þá bara um 5K eftir. Nýtt plan, halda í þessar skvísur....ég þurfti að gefa svolítið í til að ná þeim því þessar viðræður höfðu tekið mig nokkrar sek, náði þeim svo og tjáði þeim að ég ætlaði mér að halda í við þær alla leið, bara svo þær vissu nú hvað þessi kona sem varla vildi tjá sig væri að gera þarna, já ég var eiginlega orðin of þreytt til að tala þannig að ég ákvað bara að einbeita mér að því að láta þær ekki fram hjá mér fara, það var alveg nóg að hugsa um þessa stundina. Heyrði í þeim nokkrum sinnum góla, engann æsing stelpur, við ætlum að klára þetta með stæl, ákvað bara að hlýða en var farin að gefa svolítið í.... Þær voru sem sé svaka hressar og blöðruðu og blöðruðu og styttu stundirnar alveg svakalega og gerðu þetta mun bærilegra og bara alls ekki svo slæmt. Ég viðurkenni alveg að ég var orðin þreytt enda aldrei hlaupið eins hratt svona lengi. Ég kom þjótandi í mark á tímanum 3:52:28 sem var 7 mín hægar en upphaflega planið var, en ég var alsæl, ánægð með árangurinn enda 16 mín bæting síðan í maí, ekki annað hægt og ánægð að hafa sett mér svona háleitt markmið, hefði líklega aldreið náð þessum tíma hefði ég sett mér markmið að klára undir 4 tímum! Þrátt fyrir flotta bætingu þá náði ég ekki markmiðinu, þ.e. að qualifya fyrir Boston en þá tekur bara við nýtt markmið, að finna mér leið til þess að tryggja mér Bib númer í næsta Boston maraþoni, apríl 2012.

Ef einhver lumar á góðum ráðum í þeim efnum, þá eru þau vel þegin :)


Kveðja
3R

Turn to stone



Eitthvað virðist bera á afbrýði karlmanna í klúbbnum um þessar mundir í garð Síamssamsteypunnar og er ýjað að því fjálglega að þær telji sig yfir aðra klúbbmeðlima hafnar hvað æfingatíma áhrærir. Þetta er slík reginfirra og misskilningur og leiðréttist hér með. Síamstvíburarnir tóku sprettæfingu skv. plani í dag í brautinni okkar og þá var hvergi hægt að greina karllæg gen eða annað sem minnti á meðlimi FI skokks. Tvíburarnir eru steinrunnir yfir yfirlýsingum þessum og steini lostnar og hvetja þá sem telja sig syndlausa að kasta fyrsta steininum.

Og til að undirstrika sorg tvíburanna yfir ummmælum þessum birtist hér ljóð Steins Steinarrs:

Það vex eitt blóm fyrir vestan
Það vex eitt blóm fyrir vestan,
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.

Ég ann þessu eina blómi,
sem aldrei ég fékk að sjá,
og þangað horfir minn hugur
í hljóðri og einmana þrá.

Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki, að ég er til.

Kveðja góð,
SBN



miðvikudagur, ágúst 24, 2011

Hádegisæfing 24. ágúst



Mættir: Óli, Dagur, Þórdís, Baldur, Eiríkur, Erla bikardrottning (mynd) og Sigurgeir.

Það var gaman að sjá að það voru þrír nýliðar í dag og ætla allir að mæta aftur og fara stunda hlaup af krafti í vetur!

Eiríkur og Baldur fór dælustöð, Erla og Þórdís fóru Flugvallahring og rest fór Hofs. Til að reyna halda hópinn sem lengst og byggja upp þann ungmennafélagsanda sem hefur ríkt hjá FISKOKK, þá fórum við öfugan hring. Þegar við erum komin að Kafara þá mætum við SÍAMS 1&2!!! Þær telja sig vera yfir okkur hafin og geta greinilega ekki æft með okkur lengur, enda báðar með PB á laugardaginn! En við þurfum ekki að örvænta þar sem töluverð endurnýjun hefur orðið á kvennfólki í hópnum og höfum við fulla trú á Þórdísi, Arndísi og Erlu.

Einnig hefur borið á því að betri helmingur The Cargo Kings hefur verið að mæta einn á æfingar og lýsum við því eftir Fjölni. Þeir sem vita um ferðir hans er beðin um að minna hann á að það eru æfingar kl. 12:08 alla virka daga frá Hótel Reykjavík Natura.

Kveðja,
Betri helmingur The Cargo Kings

þriðjudagur, ágúst 23, 2011

Verðlaun í aldursflokkum í RM 2011

Vert er að geta þess að Bryndís Magnúsdóttir varð fyrst í 10K á laugardaginn í sínum aldursflokki, 60-69 ára, eins og sjá má hér.

Einnig verður ekki litið framhjá afreki Huldar Konráðsdóttur, en hún varð 3. í sínum aldursflokki, 40-49 ára, í hálfmaraþoni, eins og sést hér.

Síðast en ekki síst ber að geta þess að okkar nýi ofurfélagsmaður, Arndís Ýr Hafþórsdóttir, sigraði sinn aldursflokk, 19-39 ára glæsilega, eins og sjá má hér. Reyndar ber einnig að geta þess að þessi hnáta var einnig fyrst kvenna í 10K hlaupinu, og skyldi engan undra. Frábær árangur!

Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn, sem vissulega er eftirtektarverður og glæsilegur í senn.

SBN f.h. stjórnar IAC

mánudagur, ágúst 22, 2011

Úrslit úr RM á laugardag

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram á laugardaginn í sérdeilis góðu veðri, hægum andvara og sól. Margir félagsmenn öttu kappi við klukkuna að þessu sinni og er árangurinn eftirfarandi:
Heildarúrslit Runpix.com
RM Úrslit (talan á undan sýnir röð af heild)

10K
27 39:20 ( 39:15) Oddgeir Arnarson 1970 IS108
30 39:30 ( 39:26) Arndís Ýr Hafþórsdóttir 1988 IS112 Fjölnir 10
56 40:49 ( 40:44) Viktor Jens Vigfússon 1967 IS107
99 42:52 ( 42:44) Sigurgeir Már Halldórsson 1974 IS109
602 50:53 ( 50:35) Sveinbjörn Valgeir Egilsson 1954 IS109
777 52:44 ( 52:34) Bryndís Magnúsdóttir 1950 IS111
1219 56:25 ( 54:12) Dagur Björn Egonsson 1964 IS110

21,1K Hálfmaraþon101
101 1:33:20 ( 43:27/1:33:15) Huld Konráðsdóttir 1963 IS105
292 1:43:38 ( 49:04/1:43:27) Sigrún Birna Norðfjörð 1966 IS108
446 1:48:21 ( 52:05/1:48:01) Sigfús Kárason 1966 IS112
509 1:50:09 ( 51:44/1:49:32) Sigrún Björg Ingvadóttir 1971 IS101
582 1:51:35 ( 52:02/1:51:07) Björg Alexandersdóttir 1975 IS260
657 1:53:19 ( 54:06/1:53:05) Jakobína Guðmundsdóttir 1964 IS108
693 1:54:01 ( 53:56/1:53:20) Ársæll Harðarson 1956 ISSko
709 1:54:20 ( 54:13/1:53:44) Ásta Hallgrímsdóttir 1971 IS107
816 1:57:00 ( 55:38/1:55:41) Gísla Rún Kristjánsdóttir 1981 IS111
1199 2:08:34 (1:00:26/2:08:08) Helgi S Þorsteinsson 1956 IS101

42,2K Maraþon

60 3:21:02 (46:48/1:33:01/1:37:58/2:19:59/2:55:29/3:20:48) Ólafur Briem 1962
25 3:53:16(54:23/1:47:54/1:53:49/3:52:28)Rúna Rut Ragnarsdóttir 1976 IS105
311 4:04:02(51:59/1:48:28/1:54:49/2:49:45/3:34:00/4:03:53)Tómas Beck 1980

Ljóst er að margir hlupu sitt PB hlaup þennan dag og mikil gleði og kátína skein úr hverju andliti, bæði fyrir og eftir hlaup. Félagsmenn eru hvattir til að koma með viðbætur í "comments" hér að neðan eða senda póst á sbn.crew@icelandair.is telji þeir sig hlunnfarna í úrslitum eða í umfjöllun.
Glæsilegt! Til hamingju öll með þennan frábæra dag.
SBN f.h. stjórnar IAC


Hádegisæfing 22. ágúst

Mættir: Ársæll, Þórdís, Sveinbjörn, Ívar, Dagur og Sigurgeir.

Hópurinn skiptist í tvennt og fór helmingurinn Hofs á meðan hinir fóru Kapla-langt. Allir voru með bros á vör eftir árangurinn í RM á laugardaginn og greinilegt að mörg PB féllu hjá félagsmönnum um helgina.

Kveðja,
Sigurgeir



Hver er stúlkan sem hrifsaði gullið af íbúum Gnúpverjahrepps og Árborgar í fyrra?

sunnudagur, ágúst 21, 2011

RM 2011




Góð þátttaka félagsmanna í hreint frábæru veðri. Persónuleg met féllu í hrönnum.
Nánari upplýsingar fylgja síðar. Myndir sýnir Huld og SBN að afloknu hálfmaraþoni, báðar á PR. Sjá tímann hjá SBN hér.

föstudagur, ágúst 19, 2011

Nýr félagsmaður

Daginn fyrir RM mættu tveir á æfingu. Formaðurinn og nýr félagsmaður, Arndís Ýr Hafþórsdóttir. Arndís er margföld afrekskona í hlaupum og kemur til með að styrkja kvennalið klúbbsins svo um munar. Arndís starfar hjá Fjárvakri og bjóðum við hana velkomna í hópinn.

Fórum léttan Suðurgötuna á rúmum 32mín.

Gangi ykkur vel á morgun.

miðvikudagur, ágúst 17, 2011

Icelandairhlaupið 2011-starfsmenn vantar

Heilir og sælir, ágætu félagar.

Eins og flestum er kunnugt var Icelandairhlaupinu okkar frestað í vor vegna framkvæmda við hótelið. Hlaupið er hinsvegar á dagskrá núna 15. september og undirbúningur þess í fullri vinnslu. Eins og áður vantar okkur margar hendur og starfskrafta til að vinna við hlaupið á hlaupadag, í allskyns störf. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig í "comments" hér að neðan og þeir félagsmenn sem starfa við hlaupið fá niðurgreiðslu í hlaupafatnaði frá Craft, sem verið er að semja um, langerma treyju og síðar buxur. Sú breyting hefur orðið á ræsingu hlaups að það hefst nú kl. 18:00 sem þýðir að starfsmenn mæta um kl. 16:00 niður á höfuðstöðvar félagsins. Nánari upplýsingar síðar.

Með von um góð viðbrögð,
stjórn IAC

mánudagur, ágúst 15, 2011

Helgarfléttan

Í gær tóku Síamssystur langa æfingu inn í RM kerfinu (brautinni f. RM) og mættu þar galvöskum karatedrengnum honum Óla sem var á siglingu í austurátt, í síðasta langa fyrir heila(aðgerðina) á laugardaginn. Hægt var að greina örlítinn söknuð beggja megin borðsins enda hafa þessir fornvinir varla sést svo mánuðum skiptir eða síðan Stokkhólmsheilkennið rann sitt skeið og Chicago Town pizzurnar tóku yfir. Ljóst er þó að menn stunda sínar æfingar í hljóði og einrúmi í meira mæli en áður.
Kveðja,
aðalritari

þriðjudagur, ágúst 09, 2011

Hádegisæfing 9. ágúst

Mættir : Sveinbjörn, Ársæll, Ívar, Dagur, RRR, Ólafur Briem á sérleið

Sprettir í boði Sveinbjarnar. 6x400m meðfram ströndinni, 4 út, 2 heim.

Allir tóku vel á því. Krökt af hlaupurum á stígnum.

Æfingin endaði með sundferð í Nauthólsvík.

Fréttir af félögum

Jökulsárhlaupið 6. ágúst
13,2km Gerður Jóelsdóttir 1:39:53 76. sæti

Barðsneshlaupið 30. júlí
27km Ívar S. Kristinsson 3:18:20 22. sæti

Fleiri?

Hádegisæfing 8. ágúst

Mættir : Sveinbjörn, Ársæll, Ívar, Dagur

Farin var Hofsvallagata og Meistaravellir. Ársæll æfir af kappi fyrir hálft í Reykjavíkurmaraþoni og fundu Ívar og Dagur fyrir því enda náðu þeir þeim félögum Ársæli og Sveinbirni ekki fyrir kafara þrátt fyrir sub 4:30 tempó.

Sveinbjörn vildi kalla þessa æfingu 'The Gay After Run' enda sólin hátt á lofti og allir hýrir.

Æfingin endaði með sundferð í Nauthólsvík.

fimmtudagur, ágúst 04, 2011

Hlauparar í lyftu


Verð að leyfa öllum að sjá hvernig félagar í hlaupaklúbbnum ferðast á milli hæða eftir æfingu, nota stigan nei af og frá ????

Þær eru smá hristar en tala sýnu máli ??

kveðja, best regards,
Jóhann Úlfarsson

Hádegisæfing 4. ágúst

Mættir: Þórdís, Ársæll, Sveinbjörn, Óli, Dagur, Ívar og Sigurgeir.

Í dag var Hofs í boði þar sem sumir tóku það rólega á meðan aðrir tóku 4 x 800m spretti. Óli lét svo að sjálfsögðu sjá sig í klefanum eftir æfingu eins og svo oft áður, engin veit hvað hann gerði í dag!

Kveðja,
Sigurgeir

þriðjudagur, ágúst 02, 2011

Hádegisæfing 2. ágúst

Mættir: Sveinbjörn, Séra Jón, 3R, Dagur, Hjörvar og Sigurgeir.

Sumir tóku það rólega og fóru sér á meðan aðrir tóku þátt í æfingu dagsins.

Í dag var tempó í boði og af því tilefni fór Formaðurinn með okkur Framnesveginn, svo við gætum tekið 5k á tempó! Flestir ætluðu rólegt svona fyrsta hlaup eftir sumarfrí en það var sko ekki í boði!!!

Vonandi fara flestir að skila sér á æfingar eftir sumarfrí :o)

Kveðja,
Sigurgeir