Vert er að geta þess að Bryndís Magnúsdóttir varð fyrst í 10K á laugardaginn í sínum aldursflokki, 60-69 ára, eins og sjá má hér.
Einnig verður ekki litið framhjá afreki Huldar Konráðsdóttur, en hún varð 3. í sínum aldursflokki, 40-49 ára, í hálfmaraþoni, eins og sést hér.
Síðast en ekki síst ber að geta þess að okkar nýi ofurfélagsmaður, Arndís Ýr Hafþórsdóttir, sigraði sinn aldursflokk, 19-39 ára glæsilega, eins og sjá má hér. Reyndar ber einnig að geta þess að þessi hnáta var einnig fyrst kvenna í 10K hlaupinu, og skyldi engan undra. Frábær árangur!
Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn, sem vissulega er eftirtektarverður og glæsilegur í senn.
SBN f.h. stjórnar IAC
1 ummæli:
takk elsku sigrún, mér leið ekki vel í þessu hlaupi en það er huggun harmi gegn að hafa sigrað. BM
Skrifa ummæli