miðvikudagur, ágúst 24, 2011
Hádegisæfing 24. ágúst
Mættir: Óli, Dagur, Þórdís, Baldur, Eiríkur, Erla bikardrottning (mynd) og Sigurgeir.
Það var gaman að sjá að það voru þrír nýliðar í dag og ætla allir að mæta aftur og fara stunda hlaup af krafti í vetur!
Eiríkur og Baldur fór dælustöð, Erla og Þórdís fóru Flugvallahring og rest fór Hofs. Til að reyna halda hópinn sem lengst og byggja upp þann ungmennafélagsanda sem hefur ríkt hjá FISKOKK, þá fórum við öfugan hring. Þegar við erum komin að Kafara þá mætum við SÍAMS 1&2!!! Þær telja sig vera yfir okkur hafin og geta greinilega ekki æft með okkur lengur, enda báðar með PB á laugardaginn! En við þurfum ekki að örvænta þar sem töluverð endurnýjun hefur orðið á kvennfólki í hópnum og höfum við fulla trú á Þórdísi, Arndísi og Erlu.
Einnig hefur borið á því að betri helmingur The Cargo Kings hefur verið að mæta einn á æfingar og lýsum við því eftir Fjölni. Þeir sem vita um ferðir hans er beðin um að minna hann á að það eru æfingar kl. 12:08 alla virka daga frá Hótel Reykjavík Natura.
Kveðja,
Betri helmingur The Cargo Kings
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli