mánudagur, ágúst 31, 2009

Velvakandi

Einn félagsmaður hefur tekið að sér að vera "fúll á móti" á Mbl. Vegna fjölda áskorana birtist nú síðasta grein viðkomandi.

Eru hlaup íþróttir?
Um sl. helgi fór fram fjölmennasti íþróttaviðburður ársins á Íslandi er 11.487 hlaupararar öttu kappi við tímann í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og kepptu í mislöngum vegalengdum í hlaupi. Engin umfjöllun um þennan viðburð hefur verið á íþróttasíðum dagblaða og þess vegna velti ég fyrir mér hvernig hlaup eru skilgreind? Teljast þau ekki til íþrótta? Hefði ekki mátt birta úrslit í 10 kílómetra hlaupi, hálfu- og heilu maraþoni? Keppni í heilu maraþoni var t.d. Íslandsmeistaramót og því við hæfi að birta mynd og tíma nýrra Íslandsmeistara. Eða eru hlauparar bara, eins og konan sagði: "eitthvað óþolandi, sveitt lið, spriklandi út um allt í einhverjum spandexgöllum?."
Með hlaupakveðju,
Sigrún Birna Norðfjörð

Hádegisæfing 31. ágúst


Frábært veður í dag til æfinga. Mættir vóru með góðan ásetning: Ársæll (Suðurgata), Jói á sérleið en á óvæntri sprettæfingu: Dagur, Erlendur, Guðni (Hofsvalla), Sigurgeir og Sigrún. Tókum upphitun út að Ægisíðu og þá hófst óvænti hlutinn, þ.e. "Die Treppe", eða trappan sívinsæla: 400-800-1200-800-400 metra sprettir með þó sæmilegri hvíld, sem að jafnaði var jafnlöng og tími sprettsins. Síðan rólegt heim á hótel þar sem Erlendur sýndi Degi eina cross-fit æfingu sem verður e.t.v. endurtekin seinna. Ég minni félagsmenn á að í dag hefst armbeygjuprógrammið (fyrst gera initial test og svo staðsetja sig skv. töflunni) og verður hver og einn að skrá sig og skila inn vikulegum tölum á þar til gerðan hlekk. Bendi einnig á magaæfingu í boði Dags sem gott er að taka milli armeygjudaga, sér í lagi ef menn hyggja á landvinninga á alþjóðlegum hrútasýningum.
Í dag alls 8,5 K
Kveðja,
Sigrún
Ath. að um myndabrengl er að ræða með apamyndina. Hún átti að sjálfsögðu að birtast með fréttinni um það hvernig margur verður að apa við að reyna að láta héra sig og mistekst og vita þá væntanlega glöggir lesendur við hvurn er átt. Rétt mynd er þessi: (sjá að ofan)




föstudagur, ágúst 28, 2009

Nokkrir áhugaverðar krækjur...

Marathon Maniac Larry
Stuttmynd sem fylgist með Larry sem hleypur 3 marathon á einni helgi

Natural-Evolutionary-Situational
Ný kenning um hreyfingu og hvað það þýðir að vera í formi

Barefooted Ted's Adventures
Hentu hlaupaskónum og hlauptu berfættur

Hádegisæfing 28. ágúst

Mættir í dag: Andrés (nýr meðlimur), Bryndís, Oddgeir, Fjölnir, Dagur og Sigrún. Óli og Sveinbjörn voru sér og Jói líka, þó ekki um ormagöng. Fórum bæjarrúnt með neoklassísku ívafi um "Bospórussund" sem liggur bakvið Rauðarárstíg (hef aldrei komið í svona skuggasund áður, ekki einu sinni á pönktímabilinu) og þaðan niður á Sæbraut. Eftir æfingu gerðum við hnébeygjur í 2 mín. uppvið vegg, skv. forskrift Karls Thode Karlssonar, sem var þó fjarstaddur að þessu sinni. Á mánudag verður svo vikið aftur að armbeygjuprógramminu sem allir hafa beðið eftir, en það er þó sett fyrir sem heimaverkefni en hægt verður að skrá sig í það eins og venjulega. Læt fylgja hér vasaútgáfu fyrir áhugasama að bera í rassvasanum. Annars eru allar upplýsingar að finna á hundredpushups.com.
Alls í dag 7,4 K
Kveðja,
Sigrún

Aðalfundur/árshátíð-takið daginn frá

Árlegur aðalfundur/árshátíð IAC verður haldinn 10. október hjá Önnu Dís Sveinbjörnsdóttur, formanni klúbbsins. Á undan er ráðgert að fara í stutta ferð um Reykjanes en ítarlegri dagskrá verður auglýst síðar. Hefðbundinn aðalfundur með venjulegum aðalfundarstörfum, þ.m.t. kosningu stjórnar fer fram fyrir árshátíð.
Með von um góða þátttöku,
f.h. stjórnar IAC
Sigrún B.

fimmtudagur, ágúst 27, 2009

Hádegisæfing 27. ágúst

Mættir á æfingu í boði Hössa: Hössi, Dagur, Huld, Bryndís, Óli, Sigrún. Tókum Daníels æfingu þar sem við hituðum upp 2K og tókum svo 15* 200m spretti með 30 sek. hvíld á milli nema 2 mín. á milli hvers setts. Gekk bara nokkuð vel hjá okkur utan í restina þegar aðal missteig sig og datt út í kant. Það verður örugglega orðið gott á morgun en ég hef útvegað mér tímabundið skírteini (að beiðni félagsmanna) sem heimilar mér að leggja í stæði fatlaðra. (Jói og Sveinbjörn voru sér).
Alls rúmir 7 K
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, ágúst 26, 2009

Hádegisæfing 26. ágúst



Mætt í dag í frábæru hlaupaveðri: Sveinbjörn (sprettir), Sigurgeir, Jón Gunnar, Óli, Fjölnir, Oddgeir og Sigrún. Fórum Hofsvallagötuna á ágætu tempói (rólegt fyrir suma) og gerðum upp RM. Ljóst er að Dagur, sem komið hefur að þjálfun flestra félagsmanna, hefur ekki náð viðunandi árangri með Jón Gunnar Geirdal í sinni þjálfun. Þessu til sönnunar má benda á að þegar félagsmaður biður um hérun í hlaupi er ætlast til að hann fylgi héranum all leið en hætti ekki í miðju hlaupi. Ekki verður eytt meira púðri í þjálfun þessa einstaklings fyrr en hann hefur lært þær reglur sem eru við lýði innan klúbbsins, enda er ekki um fullgildan meðlim að ræða. Annað sem vakið hefur athygli undanfarna daga eru tíðar sundferðir þjálfara í Nauthólsvík við annan og jafnvel þriðja mann og hefur hann ekki sinnt æfingum sem skyldi á meðan. Grunsemd vekur að frá þessum "Brokeback" fundum sínum kemur þjálfarinn skælbrosandi og segist hafa veitt tvo nýja tilvonandi meðlimi og hafi það tekið u.þ.b. 20 mínútur. Þá er það sérstaklega tímalengdin sem stingur í augu enda er Dagur þekktur fyrir að vera mun hraðari í öllum sínum athöfnum.

Í dag 8,3 K

Kveðja,

Sigrún

þriðjudagur, ágúst 25, 2009

Hádegisæfing 25. ágúst

Smá úði og vindur svo við fórum í skóginn og tókum 6* brekkuna í kirkjugarði í yndislegu hlaupaveðri. Þetta voru maraþonararnir Huld og Óli sem og Bryndís og Sigrún í endurreisnarprógrammi. Þetta var bara mjög gaman.
Alls 7,2 K
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, ágúst 24, 2009

Hádegisæfing - 24. ágúst

Það er hefð fyrir því að hreinsa til í borginni eftir RM og til þess verkefnis mættu: Huld, Hössi, Oddgeir, Dagur og Sigrún. Hlupum Hofsvallagötu í smá vindi og hirtum upp gel-bréf á leiðinni, sem safnast höfðu saman í vegarkant Ægisíðu og Nauthólsvíkur. Töluvert meiri fjöldi var af bréfum en í fyrra en vinsælast virtist vera Energy Gel (HIGH5) alls 10 talsins, en önnur merki töldu aðeins 1-3 einingar. Eitt Kit-Kat bréf fannst og er Óli Briem grunaður. Ekki var þó allt hirt upp sem sást en við slepptum; a.m.k. einum hundaskít, 1 pk. af Winston og 1 notuðum ... sem enginn vildi taka upp. Þar sem töluvert var eftir í flestum bréfunum var ákveðið að kreista úr þessu í eina flösku og blanda með vatni og geta áhugasamir fengið sér sopa fyrir næstu æfingu. Bara þeir sem hlupu á laugardaginn samt. Lesa má niðurstöður rannsóknarinnar í fyrra hér.
Alls 8,4 K
Kveðja,
Sigrún

fimmtudagur, ágúst 20, 2009

Hádegisæfing 20. ágúst

Mættir á síðustu æfingu fyrir RM: Huld, Guðni, Dagur, Óli og Sigrún. Fórum rólegan Fossvogsrúnt í hlýju veðri en smá roki. Aðaláhyggjuefni félaga skokkklúbbsins fyrir laugardag er það að upp komist að Dagur er í raun kona og að Huld sé svartur karlkyns offitusjúklingur. Þetta tekur þó a.m.k. 2 vikur í rannsókn á RALA en niðurstöður verða birtar á bloogginu.
Alls 7,2 K
Kveðja,
Sigrún
Ath. Þeir sem lásu Valsblaðið vita hvað þeir þurfa að gera á laugardaginn.

miðvikudagur, ágúst 19, 2009

Hádegisæfing 19. ágúst

Mættir: Ársæll (fór 7 í forstarti í Fox), Oddgeir, Dagur (úr flokki frjálslyndra sem vilja lögleiða fíkniefni), Huld og Sigrún. "Það á að leyfa fíkniefni en banna fótbolta" var yfirskrift hlaupsins í dag, eða a.m.k. var tekin heit umræða um þessi málefni og menn voru alls ekki sammála. Komumst samt klakklaust í sýningarrúnt um miðbæinn og fórum krákustíg í gegnum grjótaþorp þar sem O-maðurinn virtist einkennilega kunnugur. Fórum síðan óhefðbundna leið frá bænum og heim undir forystu O.
Alls kláraðir 8,7 K og rólegt á morgun (alvöru).
Ath. að þar sem enginn hvítur maður hefur hlaupið 100m á undir 10 sek. er upplagt að fara í nokkra ljósatíma fyrir laugardaginn, eða a.m.k. að bera á sig slatta af brúnkukremi og sjá hvert það skilar manni. Thunder BOLT and lightning hvað...?
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, ágúst 18, 2009

Hádegi 18. ágúst 2009

Hlaupið í dag var sammerkt með Primera Air. Guðni og Oddgeir mættu fyrrum félögum okkar Guðrúnu Ýr og Jóni Mími ásamt þrijða manna í Fossvoginum, hlaupið upp að Hamraborg og niður í Kópavogsdal. Þar fór FI menn undir Reykjavíkurveginn og heim á leið en JX menn fóru austur Kópavogsdal. Samtals 9,3k. Sveinbjörn sér.

GI

mánudagur, ágúst 17, 2009

Hádegisæfing 17. ágúst

Þá er æfingum fyrir HM lokið en nú eru æfingar hafnar fyrir RM. Á hana mættu: Gnarr, Dagur, Huld og Sigrún. Jói var sér. Farið var tempó frá Hofs að kafara (not) en Gnarr og Dagur fóru Kapla á tempói að kafara. Heyrst hefur að aðal verði í sögulegu lágmarki á laugardag, Huld ætlar að starta með hjólastólum og sykursjúkum en hrikalegast af öllu er þó að Glamúr og frú ætla í hjónahlaup. Þau má þekkja í samsvarandi Don-Cano göllum "de los tvibbos", en þá hefur ekki verið hægt að kaupa nema í undirheimum eða í Kolaportinu. Þau leggja af stað hönd í hönd um kl. 8:40, en þá er flokkur hreyfihamlaðra ræstur út. Glamúr verður þessi í fjólubláa gallanum með gullbryddingunum á skálmum og hvítt svitaband við.
Alls 8.4-9,3K
Kveðja,
Sigrún

sunnudagur, ágúst 16, 2009

Reykjavíkurmaraþon

Ágætu skokkarar!

Nú styttist í RM. Heilt maraþon og hálft maraþon verða ræst kl. 8,40 á laugardagsmorgni 22. ágúst en 10 K kl. 9.30.  

Minni áhugasama skokkara á að skráningargjald í RM hækkar 19. ágúst.
Þeir félagsemenn sem hyggjast nýta sér endurgreiðslu FI - SKOKK á skráningargjaldi eru beðnir um að skrá sig fyrir 19. ágúst.
Skrái félagsmaður sig eftir 19. ágúst endurgreiðist verð skráningar fyrir 19. ágúst og félagsmaður greiðir mismun.

Minni á að senda Sveinbirni gjaldkera póst með upplýsingum um nafn, kennitölu, bankareikning og vegalend (upphæð) á:  segilson@icelandair.is

Minni jafnframt á skráningu á:   http://www.marathon.is/

Gangi ykkur vel!
Anna Dís

föstudagur, ágúst 14, 2009

M.Í. Öldunga í frjálsum um helgina á Varmá

Ef einhver hefur áhuga á að keppa til Íslandsmeistaratitils. Skráning á staðnum:
Upplýsingar um keppnisgreinar
Kv. Sigrún

Hádegisæfing 14. ágúst

Mættir: Ársæll (14K), Dagur, Hössi, Kalli, Sveppi, Huld, Oddgeir, Bjöggi og Sigrún. Fórum rólegan miðbæjarrúnt enda HM í Berlín á morgun. Bjöggi ætlar þó ekki að keppa þar heldur á Autopause mótinu í Þýskalandi en þar keppir hann í flokki breyttra og sérútbúinna og verður á ráspól seinni daginn. Ef menn eru ekki ákveðnir í hvaða vegalengd skal keppt í RM er hægt að bjóða sig fram sem héra í gegnum Laugaskokk (alveg satt).
Alls um 8K
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, ágúst 12, 2009

Hádegisæfing - 12. ágúst

Þessi ofurfríði flokkur safnaðist saman í hádeginu og hljóp afmælishlaup til heiðurs Kalla (2. frá v.). Á myndinni má þekkja, Nonna Cross-fit, Kalla, Huld, Jóa, Ársæl, Sigrúnu og Geirdal. Sá sem ekki sést er hinn ofurspengilegi og vel brókaði Dagur Egonsson, en hann var svo elskulegur að taka myndina að þessu sinni, enda hefur hann fengið yfirum nóg af eigin frægðarsól.
Alls 8,5-K nema Huld og Gnarr tóku blaðburð að auki.
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, ágúst 11, 2009

Hálfkarlinn-úrslit

Einn keppandi frá okkur, Dagur Egonsson, tók þátt í þessari þríþraut um síðustu helgi og stóð sig vel. Úrslit má finna hér.
Kveðja,
IAC

Hádegisæfing 11. ágúst



Mættir í afmælishlaup aðal: Aðal, Dagur, Ársæll, Anna Dís, Huld, Jói og Sveinbjörn. Fórum rólega Suðurgötu í sól og blíðu og allir sammála um að það sé allt í lagi að ganga til góðs í RM, eins og Aðal og e.t.v. fleiri stefna á að gera.

Alls 7,4-K

Kveðja,

Aðal.

fimmtudagur, ágúst 06, 2009

Hádegisæfing - 6. ágúst

Mættir : Dagur

Stórskemmtileg æfing í rigningunni. Mikið spjallað og hlegið.
Í lokin var tekin Quadricep æfing frá Kalla.

p.s.
17:19 Jói var sér

miðvikudagur, ágúst 05, 2009

Hádegisæfing - 5. ágúst

Mættir : Dagur og Kalli (Hofs), Sveinbjörn og Ársæll (Suð) og Jói (Sér)

Sól skein í heiði og hlýtt í veðri. Hugur í mönnum fyrir RM.

Annars er nauðsynlegt að yngja í hópnum, gömlu mennirnir í hópnum eru farnir að heyra illa og þurfa aðskoð við að lesa á skápalyklana í búningsklefanum. Kalli reddaði málum í þetta skiptið.

Hádegisæfing - 4. ágúst

Mættir : Dagur, Sveinbjörn og Jói

Hver og einn á eigin vegum en mikill samhljómur og góður andi á æfingunni.

Stóru spurningunni er enn ósvarað. Sýnir vigtin í karlaklefanum of mikið eða og lítið?