Einn félagsmaður hefur tekið að sér að vera "fúll á móti" á Mbl. Vegna fjölda áskorana birtist nú síðasta grein viðkomandi.
Eru hlaup íþróttir?
Um sl. helgi fór fram fjölmennasti íþróttaviðburður ársins á Íslandi er 11.487 hlaupararar öttu kappi við tímann í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og kepptu í mislöngum vegalengdum í hlaupi. Engin umfjöllun um þennan viðburð hefur verið á íþróttasíðum dagblaða og þess vegna velti ég fyrir mér hvernig hlaup eru skilgreind? Teljast þau ekki til íþrótta? Hefði ekki mátt birta úrslit í 10 kílómetra hlaupi, hálfu- og heilu maraþoni? Keppni í heilu maraþoni var t.d. Íslandsmeistaramót og því við hæfi að birta mynd og tíma nýrra Íslandsmeistara. Eða eru hlauparar bara, eins og konan sagði: "eitthvað óþolandi, sveitt lið, spriklandi út um allt í einhverjum spandexgöllum?."
Með hlaupakveðju,
Sigrún Birna Norðfjörð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli