fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Styttist í Asca - æfing í dag

Sæl, ég mun mæta á æfingu á eftir. Nú fer að styttast í keppni hjá okkur þannig að ég hvet alla sérstaklega til að mæta. Tökum svolítið lengri spretti heldur en voru í síðust viku en að sama skapi eru þeir færri, hvíldir þær sömu. Æfing dagsins er sumsé 4 x tjarnarhringur (1100m) með 2 mín í hvíld.
Sjáumst á eftir
kv.
Stefán Már

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Vetrarútsölunni lýkur í næstu viku 4. mars

Sérstakar þakkir fyrir góðar undirtektir á útsölunni okkar en núna stórlækkum við verð síðustu vikuna.

Leppin fæðurbótarefni 40-60% Prótein, Boost,Recovery og Training Formúlu,Kreatín og gel.
Skór 25-70% afsláttur

Sérstakur afsláttur af léttum æfinga og keppnisskkóm bara þessa viku New Balance 901 og 835 karla og kvenna upplagðir fyrir vormarþonið. Aðeins kr.7.990.-

Púls og vegalengdamælar 30% afsláttur
Fatnaður 30-80% afsláttur
Ljós/höfuðljós 50% afsláttur
Drykkjarbelti 30% afsláttur
Gaddaskór 60% afsláttur
Vítamín 30% afsláttur
Sýnishornar fatnaður á aðeins kr.990.-
Lágmarksafsláttur 25% afsláttur af öllum vörum.

Með bestu kveðju
Afreksvörur
Daníel Smári Guðmundsson

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Æfing í dag

Þar sem engin/n hefur skráð sig á æfingu í dag mun ég ekki leggja land undir fót.

Það sem ég hafði hugsað mér að gera væri 8x500 (horn í horn á miklatúni með svona 2 mín á milli. Einnig geta menn tekið 10x1 mín hratt með 1,5-2 mín skokki á milli.

Bjössi

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Öldungamót og æfing á fimmtudag

Það var ansi gaman að sjá þá Sveinbjörn og Dag taka þátt í öldungamótinu innanhúss í 800 m hlaupi á sunnudag. Því miður hefur Fjölnir ekki staðið sig í því að birta úrslitin þannig að tímana þeirra sé ég ekki. Einnig veit ég ekki heldur hvort Dagur keppti í 3000 daginn eftir (en sú grein hentar honum án efa betur) en ég sé tíma skráðan á Sveinbjörn í 400, 61,58 sek sem er alveg fantagóður tími og sannfærir mig enn frekar að styttri vegalengdirnar 800-3000 henta Sveinbirni betur heldur en 10 km hlaupin og maraþonin. Svo er spurning hvort Huld eða einhverjir fleiri félagar hafa keppt á mánudeginum. Það væri gaman að heyra af því.

Ég ætla svo að koma á æfingu á fimmtudaginn ef einhver ætlar að mæta. Ég bið því menn að "skrá sig á æfingu" með því að kommenta á það hér að neðan (láta vita ef þeir ætla að koma) . Ef enginn skráir sig þá kem ég náttúrulega ekki.

Bjössi

mánudagur, febrúar 13, 2006

Útsala hjá Afreksvörum

Nú er komið að því, vetrarútsalan er komin í gang og við ætlum svo sannarlega að rýma almennilega til fyrir vorvörunni.

Púls og vegalengdamælar 30% afsláttur
Fatnaður 25-70% afsláttur
Fæðubótarefni 25-60% afsláttur
Sokkar frá kr. 290.-´
Skóinnlegg á 990 eða 75% afsláttur
Drykkjarbelti 30% afsláttur
Skór 25% afsláttur
Gaddaskór 40% afsláttur

Sértilboð:
Stafgöngustafir kr. 1.990.-
Skór frá 3.990.-

Lágmarksafsláttur 25% afsláttur af öllum vörum.
Við bjóðum hlaupara að vera fyrstir til að tryggja sér frábær verð á afreksvörum áður en útsalan er kynnt frekar.

Með bestu kveðju
Afreksvörur
Daníel Smári Guðmundsson

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Powerade

Minni á poweradehlaupið í kvöld. Veður og aðstæður virðast ætla að verða hinar bestu. Hvet sem flesta til að mæta og fara 10 km.

Sjáumst í næstu viku

Bjössi

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Úrtaka

Ég hvet ykkur til að taka þátt í úrtökumótinu í dag. Ég verð ekki þar og ekki heldur Stefán. Í næstu viku er svo Powerade svo að það verður ekki æfing þá en 16. febrúar hittumst við næst.

Bjössi