miðvikudagur, september 30, 2009

London Maraþon - Einhverjir áhugasamir?

Sælir félagar.
Það lítur allt út fyrir það að ég geti komið nokkrum hlaupurum inn í London Maraþonið sem fer fram 25. apríl nk., sjá www.virginlondonmarathon.com. Skilyrðin eru þau að við hlaupum fyrir góðgerðarsamtök sem verða að vera skráð hér í UK og myndum við eflaust geta komið því á framfæri í undirbúningnum. Þátttökugjald er líklega rétt um GBP25 per þátttakanda. Vildi minnast á þetta við ykkur núna þar sem ég hef verið beðinn um að láta vita sem fyrst um fjölda, en ég fékk ekki skýr svör um það hversa marga hægt væri að taka inn, en ég ímynda mér á bilinu 5-10 ef út í það er farið. Hefði viljað biðja um að koma þessu á framfæri við "hlaupaliðið" og kanna áhugann. Óska eftir svörum sem fyrst.
Kv.
Hjörvar

Setjið nöfn ykkar í comment ef þið hafið áhuga og Hjörvar sér um skráningarnar.

mánudagur, september 28, 2009

Úrtökumót fyrir ASCA keppni í Frankfurt

Ágætu félagar.
Úrtökumót fyrir ASCA keppnina í Frankfurt, sem haldin verður 7. nóvember nk. fer fram í Öskjuhlíð þann 1. október. Mæting kl. 17.15 við sundlaug hótels Loftleiða og hlaup ræst kl. 17.30. Hlaupinn verður hringur um Öskjuhlíðina eins og undanfarin ár. Konur hlaupa 2 hringi (u.þ.b. 4 km) og karlar 4 hringi (u.þ.b. 8 km) sem er nálægt vegalengdunum sem hlaupnar eru í ASCA keppninni. Tími verður mældur og eftir hlaup er boðið upp á orkudrykk og farið í heita pottinn í sundlauginni að Hótel Loftleiðum. Allir hvattir til að mæta!
Þeir sem ekki komast í úrtökumótið fimmtudaginn 1. október geta tekið þátt í fyrsta Powerade hlaupinu viku síðar, fimmtudaginn 8. október. Tímarnir í því hlaupi verða einnig hafðir til viðmiðunar við val þátttakenda í ASCA keppnina í Frankfurt. Þeir sem geta ekki tekið þátt í úrtökumótinu en vilja gera tilkall til liðsins eru beðnir um að hafa samband við Sveinbjörn á netfangið segilson@icelandair.is
Með bestu kveðju,
IAC.

föstudagur, september 25, 2009

Hádegisæfing 25. september

Mættir í góðu veðri sem breyttist í slagviðrisrigningu: Jói á sérleið, Bryndís, Bjöggi, Dagur og Sigrún. Fórum inn í skóg til að leita skjóls undan náttúruöflunum og tókum þar nokkra vel valda stíga í boði hr. Egonssonar, sem villtist ekkert og fór á nýjar slóðir og var að auki með söguskýringar og málfarshorn. Veður var bara gott inni í skógarrjóðrinu og urðum við m.a. þess vísari að orðið "fíll" er eins í íslensku og arabísku, að sögn DE. "The elephant" myndi þá útleggjast "al-feel" á arabísku. Hver fílar það ekki?
Alls 7,2 K
Góða helgi,
Sigrún
Kíkið á þetta-hver hefur ekki verið að bíða eftir þessu?

fimmtudagur, september 24, 2009

Hádegisæfing 24. september

Mættir í dag: Jói og Sveinbjörn á rómantísku nótunum en Sigurgeir, Guðni og Sigrún fóru HL-Hlíðar-Kringla-Hvassó-Fox-skógrækt-Naut-skógur og HL en aðalritari treystir sér ekki nánar í að útfæra það af ýmsum ástæðum. Ákveðið hefur verið að gefa út "staðalþyngd" meðlima og komumst við að sameiginlegri niðurstöðu um að best væri að hafa hana 80kg, óháð aldri, kyni eða hæð. Þetta kemur sér einstaklega vel (e.v.) fyrir marga, verr (v) fyrir suma og afleitlega (a)fyrir þónokkra. Mun flokkunin vera eins og hér segir:

e.v.: Dagur, Guðni, Sigurgeir, Fjölnir, Gnarr og e.t.v. fleiri.
v: Jens, Oddgeir
a: Huld, Bryndís, Sigrún, Björgvin.

Ath. listinn er ekki tæmandi því nokkuð langt er síðan nokkrir meðlimir hafa sést og erfitt er að átta sig á í hvað flokk þeir falla.

Hlutaðeigendur eru beðnir um að reyna að nálgast "staðalþyngdina" hið fyrsta. Hún mun vera vottuð og skv. ISO staðli.

Í dag alls 8,42 þótt GI fengi bara 7, whatever
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, september 23, 2009

Hádegisæfing 23. september

Mættir í dag: Guðni, Hössi, Bryndís, Sigurgeir, Sigurður Anton og Sigrún. Jói fór Suðurgötuna en við hin Hofsvallgötu rólega en Guðni og Sigurgeir lengdu aðeins og fóru inn í skóg og svo að hóteli. (þeim var mikið í mun að þetta kæmi fram). Ausandi hliðarrigning skall á á leiðinni og skemmdi aðeins en síðan skein sól.
Alls milli 8,7 og 9K
Kveðja,
Sigrún
E.S. Fréttir hafa borist af því að Björgvin Harri (huldumaðurinn) hafi sést á þekktum bar nýlega í Lundúnum í vafasömum félagsskap. Hann er beðinn að snúa snarlega af villu síns vegar og fara að sýna sig í höfuðstöðvum IAC. Ekki með gulu markmannshanskana þó.

þriðjudagur, september 22, 2009

Hádegisæfing 22. september

Mættir í dag: Jói og Sveinbjörn á eigin vegum en Huld, Dagur, Guðni og Sigrún fóru kolkrabbann í frábæru veðri. Varðandi grein sem birtist á mywork undir "sögur starfsmanna" biður undirrituð hlutaðeigendur endilega um að taka þessa grein ekki sem umkvörtun um einelti heldur sem skemmtisögu og vonar að þetta muni ekki spilla fyrir skemmtilegum tilsvörum og hnippingum í framtíðinni.
Alls 8 K
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, september 21, 2009

Hádegisæfing 21. september

Mættir í dag: Jói og Sveinbjörn fóru rómantísku leiðina, Óli, Dagur, Gnarr fóru Kaplaskjól og "perrann" en Sigurður "Tony" Anton (newbie), ásamt Sigrúnu fór Hofsvallagötu. Smá æði rann á þremenningana og 300m frá Aðal byrjuðu þeir að öskra: "ekki láta ná þér fyrir dælustöð" "áfram Latibær" og fleira og sprettaði undirrituð sem fætur toguðu að dælustöð þar sem Dagur rétt slefaði samsíða að markinu. Hinir komust að sjálfsögðu ekki framúr, enda alls ekki nóg að æfa einu sinni í viku og vera svo í fótbolta eða karate þess á milli. Telur undirrituð að Latabæjarumræðan sé nú loks tæmd og menn geti fundið nýjan flöt til að níðast á. Veður var með eindæmum gott og vonandi hræddum við nýliðann ekki of mikið til að láta ekki sjá sig aftur.
Alls 8,4 K
Kolkrabbinn á morgun í boði Aðal, aðrir geta farið smokkfiskinn.
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, september 18, 2009

Hádegisæfing 18. september

Mættir: Bryndís sem sagði "WARR-ir" sínar ekki alveg sléttar frá Kína, smá skortur á skipulagshæfileikum þar, Sigurgeir, Dagur og Oddgeir (sem fylgt hafa fordæmi Aðal og kepptu í 5K Latabæjarhlaupi í gær í Árbænum), Andrés og Sigrún. Fórum rólegan miðbæjarrúnt með viðkomu í skuggasundum á stöku stað. Það er til skoðunar innan hópsins að taka hart á því ef félagsmenn verða fyrir áreiti eða jafnvel einelti á æfingum og utan þeirra t.d. með háðsglósum og myndbirtingum, og e.t.v. hunsun þannig að skaði hljótist af. Nokkrir félagsmenn hafa upplifað þetta og ekki treyst sér á æfingar að undanförnu. Nokkrir af aðal gerendum hafa einnig verið frá keppni og æfingum en borið við meiðslum. Eru hlutaðeigendur beðnir um að taka til í sínum ranni og muna að "aðgát skal höfð í nærveru sálar". Ef hinsvegar er um utanfélagsmann að ræða, horfir málið allt öðruvísi við, enda engar reglur sem ná yfir slíkt.
Alls 7,3 K
Gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina "In a tisko feeling".
Mæli með þessu í KEF, neðstu myndinni. Ramon Roqueta, vínrauður miði, gyllt net.
Kveðja,
Aðal

Aðalfundur/uppskeruhátíð og úrtökumót!

Ágætu hlauparar!

Lufthansa stendur fyrir árlegu ASCA cross country þann 7. nóv. næstkomandi. 
Úrtökumót vegna keppninnar verður haldið á vegum FI  - SKOKK 1. okt. í Öskjuhlíð.
Hist verður við sundlagina á Hótel Loftleiðum kl. 17.15.

Árleg uppskeruhátíð og aðalfundur FI - SKOKK verður haldin 10. okt. að Langholtsvegi 170.
Fyrirhugað er að fara í skoðunarferð um Reykjanes fyrr um daginn ef þátttaka og áhugi er fyrir hendi.
Áhugasamir vinsamlega tilkynnið þátttöku rafrænt á netfangið: anna.dis@simnet.is  - sem fyrst eða 
eigi síðar en 1. okt.
Gert er ráð fyrir að leggja af stað frá Reykjavík um kl. 14.00 og enda á Langholtsvegi.
Fyrir þá sem hyggjast koma beint í mat og drykk er gert er ráð fyrir að hittast á Langholtsvegi um kl. 19.00.
Nánara fyrirkomulag mun verða sent um leið og þátttaka er ljós.

Vonumst til að sjá sem flesta,
Anna Dís

miðvikudagur, september 16, 2009

Hádegisæfing 16. sept

Mættir: Jói, Dagur, Huld og Sigurgeir.
Jói fór smokkfiskinn. Aðrir fóru Hofsvallagötu. Dagur og Huld tókur spretti: 800-600-400-200m með 4-3-2 mín pásu á milli.

Kv. Sigurgeir

mánudagur, september 14, 2009

Hádegisæfing 14. sept

Mættir: Dagur, Guðni, Sigurgeir, JGG og Oddgeir.
Sökum veðurs var ákv. að fara í skógarhlaup. Guðni og undirritaður höfðu hægt um sig en aðrir tóku tempó.

Sagan segir að Aðal sé byrjuð að æfa skv. æfingaráætlun B - undirbúningur fyrir 5K-10K hlaup. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hægt að sjá þessa áætlun á hlaup.is
http://www.hlaup.is/displayer.asp?cat_id=34&module_id=220&element_id=1319&nl=true

Nokkrir hafa verið að mæta í síðbuxum á æfingar en fyrir þá sem ekki vita þá er það bannað skv. lögum. Það má ekki hlaupa í síðbuxum frá 1. maí - 1. okt.

Kv. Sigurgeir

laugardagur, september 12, 2009

Hádegisæfing 11. sept

Mættir í rigningarsudda: Jói, Ársæll, Hössi og Fjölnir. Jói valdi skógarferð meðan hinir héldu vestureftir og fóru ýmist Suðurgötu eða Hofsvallagötu í rólegheitum.
Góða helgi, Fjölnir

fimmtudagur, september 10, 2009

Hádegisæfing 10. september

Gríðarlegt fjölmenni mætti á æfingu í dag. Þar voru Jói og ég og Óli og Huld og Ólafur og Jóhann og ég. Flestir fóru sína leið en aðrir fóru annað. Jói fór til dæmis Smokkfiskinn sem mun vera hálfdrættingur á við Kolkrabbann. Óli fór Meistaravelli og Perrann, frekar en Berjamó... Er ekki alveg búin að læra þessar frumlegu nafngiftir á mismunandi varíöntum Blaðburðarhringsins. Karlpeningurinn tók verulega á en Huld fór bara venjulega Hofs í rólegheitum.
Góðar stundir,
Huld

miðvikudagur, september 09, 2009

Hádegisæfing 9. sept

Mættir: Dagur, Sigurgeir, JGG og Hössi.
Byrjuðum á að fara Hofsvallagötu en þegar það átti að beygja "beint" þá plataði þjálfarinn okkur á Eiðistorgið og framhjá HÍ tilbaka.

Total 9,45 km

Kv. Sigurgeir

þriðjudagur, september 08, 2009

Hádegisæfing 8. sept

Mættir: Dagur, Óli, Fjölnir, Sigurgeir, Huld, Bjútí, Ársæll og Jói.
Það var bland í poka í boði. Flestir fóru Suðurgötu eða Hofsvallagötu + blaðburðarhringinn.

Kv. Sigurgeir

föstudagur, september 04, 2009

Hádegisæfing 4. sept

Mættir: Bjúti, Óli, JGG, Sigurgeir og Fjölnir.
Fórum léttan bæjarrúnt eins og venja er á föstudögum. Athygli vekur að engin ljósmyndari var á staðnum þrátt fyrir að við fórum allir úr að ofan á Lækjargötunni!

Kv. Sigurgeir

fimmtudagur, september 03, 2009

Hádegisæfing 3. september

Mættir: Ársæll í forstarti og Jói líka, Huld, Fjölnir, Oddgeir og Sigrún fóru rólega Hofsvallagötu í smá úða, enda hafa verið 2 erfiðar æfingar í vikunni þótt aðeins einn viðstaddra hafi undirgengist þær báðar. Fréttst hefur af Glamúrnum með vin sinn (strípalinginn) sér við hlið á einu af veitingahúsum borgarinnar í hádeginu, gámandi í sig hamborgurum og frönskum, í fjólubláum krumpgalla, merktum Don Cano. Þetta þykir nú ekki beint falla að staðalímynd skokkklúbbsins og hljóta þeir báðir 5 refsistig hvor. Annars eru bara allir að gera armbeygjur og aðrar búkfettur eins og vera ber.
Alls 8,3 K
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, september 02, 2009

Check this out-Frasier naked on the run!

Frétt
Kveðja,
Aðal.

Hádegisæfing 2. september



Mættir á meistaraflokksæfingu: Kalli, Erlendur, Oddgeir og Sigrún. Á dróttskátaæfingu: Hössi, Sigurgeir og Fjölnir. Fyrrnefndi hópurinn tók kolkrabbann af miklum móð en sá síðarnefndi fór rólega Hofsvallagötu og söng "Ging gang, gúlli gúlli..", "Kveikjum eld" og fleiri skemmtilega skátasöngva.

Alls um 8 K

Kveðja, Sigrún

þriðjudagur, september 01, 2009

Hádegisæfing 1. september

Mættir: Óli, Bryndís, Hössi, Dagur, Guðni, Jói og Sveinbjörn. Fórum Hofsvallagötu rólega ég og Guðni. Jói og Sveinbjörn fóru Suðurgötuna, Hössi, Bryndís og Óli fóru 20x200m spretti og Dagur fór 5000m tempó og e-a spretti. Frekar margar útgáfur í gangi í dag í fínasta veðri. Þess má geta að aðalritari prufukeyrði magaæfingarnar og þær eru bara skemmtilegar og ekki svo erfiðar.
Alls um 8,3 K
Kveðja,
Sigrún

Magaæfingarnar

Hér eru magaæfingarnar sem ber að taka á móti armbeygjunum:
Abs

Brekkuæfingar

Yasso sendi mér þetta og vill að við leggjum áherslu á brekkur:
How to run hills

Kveðja,
Sigrún