miðvikudagur, september 30, 2009

London Maraþon - Einhverjir áhugasamir?

Sælir félagar.
Það lítur allt út fyrir það að ég geti komið nokkrum hlaupurum inn í London Maraþonið sem fer fram 25. apríl nk., sjá www.virginlondonmarathon.com. Skilyrðin eru þau að við hlaupum fyrir góðgerðarsamtök sem verða að vera skráð hér í UK og myndum við eflaust geta komið því á framfæri í undirbúningnum. Þátttökugjald er líklega rétt um GBP25 per þátttakanda. Vildi minnast á þetta við ykkur núna þar sem ég hef verið beðinn um að láta vita sem fyrst um fjölda, en ég fékk ekki skýr svör um það hversa marga hægt væri að taka inn, en ég ímynda mér á bilinu 5-10 ef út í það er farið. Hefði viljað biðja um að koma þessu á framfæri við "hlaupaliðið" og kanna áhugann. Óska eftir svörum sem fyrst.
Kv.
Hjörvar

Setjið nöfn ykkar í comment ef þið hafið áhuga og Hjörvar sér um skráningarnar.

Engin ummæli: