fimmtudagur, júní 27, 2013

Fimmtudagur 27. júní - Tími sumarleyfa er greinilega skollinn á

Það var fámennur en góðmennur hópur sem hljóp í hádeginu dag.  Hópurinn samanstóð af Síams og Oddi nýliða.

Réttsælis hringur um flugvöllinn via Hofsvallagata.  Gekk á með rigningu og smá vindgangi.  Hressandi hlaup á ágætu tempói, alls 8,6 km.

þriðjudagur, júní 25, 2013

Þriðjudagur 25. júní - Hvað er klukkan Úle?

Dagur, Huld, Bertel og Oddur nýliði mættu í dag.  Flugvallarhringurinn hlaupinn.  Bertel með rúma 7 km en hin með 8 km.

Þegar hópurinn nálgaðist höfuðstöðvarnar sást Gamle Úle á þeysireið í gagnstæða átt, þremur stundarfjórðungum eftir að aðrir lögðu af stað.  Ekki hefur enn náðst tal af Úle varðandi það hvert hann fór og af hverju klukkan hans er vitlaust stillt.

föstudagur, júní 21, 2013

Föstudagur 21. júní

Mættir: Ársæll, María, Dagur, Óli og Sigurgeir

Ekki er vitað um leiðir Maríu en Ársæll fór Hofs og skellti sér svo í sjóinn, vel gert hjá honum.

Three Amigos fór hefðbundin Miðbæ eins og venja er á föstudögum.

Kveðja,
Sigurgeir

Fimmtudagurinn 20. júní

Mættir: Dagur, Ársæll, Þórdís og Sigurgeir

Allir fóru einhverja útgáfu af Hofs.

Kv. Sigurgeir

miðvikudagur, júní 19, 2013

Miðvikudagur 19. júní - Sprækir félagsmenn

Huld, Dagur, Úle og Oddur nýliði hlupu í dag.  Langur rangsælis flugvallarhringur þar sem snúið var við á Eiðistorgi.  Góður gangur í mannskapnum og Úle og Huld spræk þrátt fyrir mikil hlaupaafrek síðustu dægrin.  Úle gerði sér lítið fyrir og hljóp tæplega 30 km í einum rikk um helgina og Huld lagðist til sunds í Gullsprettinum umhverfis Laugavatn.

Alls 11 km í frábæru veðri.

þriðjudagur, júní 18, 2013

Þriðjudagur 18. júní - Pólitískar U-beygjur

Dagur mætti pinnstífur á pinnann í hádeginu eftir sukk og svínarí í Þórsmörk nú um helgina.  Honum til skrafs og ráðagerðar var Oddur nýliði sem einnig var nokkuð pinnstífur og til í smá aksjón.  Ívar Buff ákvað að hvíla lóðin í dag og hlaupa þess í stað með þeim D&O, en lóðin virtust þó hefta för hans í búningsklefanum svo brottför hans tafðist nokkuð.

Dagur og Oddur nýliði hlupu allhart sem leið lá umhverfis flugvöllinn (rangsælis via Kaplaskjól).  U beygjur og aumt ástand í pólitíkinni var helst til umræðu, eftir því sem öndun og mæði leyfði.  Ívar hafði gefið til kynna að hann myndi fara via Suðurgötu og vonuðu D&O að þeir myndu sjá til kauða er þeir hlypu framhjá Suðurgötu við Ægisíðuna.  Á Ægisíðunni mætti þeim hins vegar aðeins (eins og oft áður í sumar) rigning og rok sem berjast þurfti í gegnum.  Ívar hafði greinilega haldið góðum dampi og var byrjaður eða teygja við höfuðstöðvar þegar D&O mættu þangað.

Vegalengdir frá ca. 7 km og upp í rúmlega 9 km.

föstudagur, júní 14, 2013

Föstudagur 14. júní - Bæjarrúntur

Meðlimir skokkklúbbsins lögðu af stað í fallegu veðri og var stefnan tekin niður í bæ.  Meðlimirnir voru Þórdís, Úle, Dagur, Oddgeir og Bertel, nei ég meina Sigurgeir (hlaupastíll Bertels og Sigurgeirs þykir áþekkur og blekkir marga eins og komið hefur fram).

Á gatnamótum á leið í bæinn skrúfaði snarruglaður maður niður rúðuna á bíl sínum og jós að því er virtist fúkyrðum yfir mannskapinn.  Menn áttuðu sig þó fljótt á því að þar var á ferð Hr. Lemon.  Komust menn um síðir að þeirri niðurstöðu að Hr. Lemon hafi verið að hvetja okkur til að kíkja fljótlega á sig á nýja staðnum sínum sem brátt verður opnaður á Laugavegi.

Aðrir meðlimir, þeir Sveinbjörn og "nýliðinn" Bertel, fóru sérleið.

fimmtudagur, júní 13, 2013

Hádegisæfing 13. júní

Mættir: Dagur, Jón Örn, Sigurgeir, Huld og Laufey.

Laufey er að læra á hvenær við byrjum, hún fór aðeins of snemma af stað!
Formaðurinn fór flugvallahringinn, er eitthvað að spá í leiðinni fyrir 2014...
Rest fór Hofs á þægilegu tempó-i og í brakandi blíðu.

Kveðja,
Sigurgeir

miðvikudagur, júní 12, 2013

Miðvikudagur 12. júní - Sterk innkoma "nýliða"

Dagur, Úle, Huld, 1/2 Cargo King, Oddgeir og Bertel mættu í hádeginu.

Rangsælis hringur um flugvöllinn þar sem Bertel fór um Suðurgötu, Huld og 1/2 Cargo King fóru um Hofsvallagötu og Dagur, Úle og Oddgeir fóru um Framnesveg.

Mikil ánægja var með framgöngu "nýliðans" Bertels en hlaupastíll hans minnir um margt á hlaupastíl Sigurgeirs Cargo King.  Sú spurning hefur vaknað hvort hann hafi mætt í æfingabúðir til Sigurgeirs áður en honum var sleppt á hádegisæfingarnar?

fimmtudagur, júní 06, 2013

Fimmtudagur 6. júní - Síams og ungarnir þeirra

GU þjófstartaði í dag og tók sína 10 kílómetra vestur í bæ á meðan Ársæll, sem þjófstartaði líka, lét sér nægja að beygja af inn á Hofsvallagötu og út á Ægisíðu.

Símas mættu svo á réttum tíma með ungana sína, þá Jón 2G og Oddgeir.  Þær pössuðu vel upp á drengina, svo vel að þeir fóru sér ekki að voða.  Ferningin fór sömu leið og Ársæll og náði honum á Ægisíðu.  Þar tjáði Ársæll þeim það að hann ætti að láta UG ná sér.  Því fór sem fór; ferningin skildi Ársæl eftir, og GU náði síðan Ársæli rétt fyrir höfuðstöðvar.

Svona í lokin.  Fréttst hefur að Dagur hafi dregið töluvert úr mætingu í hádeginu enda farinn að stunda aðra íþrótt af miklum móð.  Fréttaritara kom það nokkuð á óvart er hann frétti hvaða íþrótt þetta væri þar sem honum þótti hún ekki mjög "Dagsleg".  Umrædd íþrótt ku vera golf og ku Dagur bara vera nokkuð lunkinn eða "efficient" eins og talsmaður fréttarita komst að orði.

miðvikudagur, júní 05, 2013

Miðvikudagsæfing-Wheel of fortune


Þeir sem vildu njóta lukkunnar mættu í dag og fóru á lukkuhjólið með Síams, Fjölni og Óla.
Mikill fengur er að hafa þessa stráka sér til handargagns þegar allir aðrir karlmenn í lífi manns hafa yfirgefið mann.  Sumir vegna nennuleysis, aðrir vegna meintrar vinnu og enn aðrir vegna skorts á afsökunum.  En allavega var bálhvasst og nutum við félagsskapar gjaldkera KK en Gamle Ole þurfti að fara vestur fyrir Mela til þess að vindkælingin gæti náð hámarksvirkni á hárgreiðsluna.
Alls um 8K en GO með ca. 10
Kveðja góð,
SBN

mánudagur, júní 03, 2013

Hádegisæfing 03.júní

Mættir: Óli, Dagur og Fjölnir.

Leiðindaveður í dag og við leituðum skjóls í skógi. Samtals 7,4k

Kv, Fjölnir