Dagur mætti pinnstífur á pinnann í hádeginu eftir sukk og svínarí í Þórsmörk nú um helgina. Honum til skrafs og ráðagerðar var Oddur nýliði sem einnig var nokkuð pinnstífur og til í smá aksjón. Ívar Buff ákvað að hvíla lóðin í dag og hlaupa þess í stað með þeim D&O, en lóðin virtust þó hefta för hans í búningsklefanum svo brottför hans tafðist nokkuð.
Dagur og Oddur nýliði hlupu allhart sem leið lá umhverfis flugvöllinn (rangsælis via Kaplaskjól). U beygjur og aumt ástand í pólitíkinni var helst til umræðu, eftir því sem öndun og mæði leyfði. Ívar hafði gefið til kynna að hann myndi fara via Suðurgötu og vonuðu D&O að þeir myndu sjá til kauða er þeir hlypu framhjá Suðurgötu við Ægisíðuna. Á Ægisíðunni mætti þeim hins vegar aðeins (eins og oft áður í sumar) rigning og rok sem berjast þurfti í gegnum. Ívar hafði greinilega haldið góðum dampi og var byrjaður eða teygja við höfuðstöðvar þegar D&O mættu þangað.
Vegalengdir frá ca. 7 km og upp í rúmlega 9 km.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli