Huld, Dagur, Úle og Oddur nýliði hlupu í dag. Langur rangsælis flugvallarhringur þar sem snúið var við á Eiðistorgi. Góður gangur í mannskapnum og Úle og Huld spræk þrátt fyrir mikil hlaupaafrek síðustu dægrin. Úle gerði sér lítið fyrir og hljóp tæplega 30 km í einum rikk um helgina og Huld lagðist til sunds í Gullsprettinum umhverfis Laugavatn.
Alls 11 km í frábæru veðri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli