fimmtudagur, september 30, 2010

Á döfinni ...

Á morgun 1. október lýkur stuttbuxnatímabilinu þetta árið en eins og allir félagsmenn vita eru það óskráðar reglur klúbbsins að á tímabilinu 1. maí - 1. október skal hlaupið í stuttbuxum (mælt frá miðju hnéskeljar að neðri brún eigi síðar en 8cm).

Úti er 10 gráðu hiti. Við höldum áfram að hlaupa í stuttbuxum, ekki af því að við þurfum heldur vegna þess að við viljum!

ASCA Dublin verður haldið 30. október. Munum við senda lið?
Áhugasamir látið vita með því að kommentera á þennan þráð sem fyrst. Deadline 7. október.

Árshátíð og aðalfundur verður 15. október. Takið kvöldið frá núna.

Kveðja,
Dagur, formaður

miðvikudagur, september 29, 2010

Hádegisæfing 29. september

Mættir: Bjöggi (á séræfingu í Valsheimili), Sveinbjörn, Oddurinn, Dagur, Huld og Sigrún. Rottan frá í gær var líka mætt á pinna en yfirþjálfari sá til þess að hún komst á betri stað og kemur líklega ekki meir. Fórum inn í skóginn til að veðrast ekki mikið og hlupum þar hring eftir hring. Við komu á hótel kom Öskjuhlíðarflassarinn ÓB, en hann hafði verið á sérleið og hafði alveg farið framhjá okkur hinum. Nú væri gott að þeir sem hyggjast gefa kost á sér í ASCA liðið fari að gera upp hug sinn en lokasvars er krafist í byrjun október.
Góðar stundir,
Kveðja,
aðal

þriðjudagur, september 28, 2010

Hádegisæfing 28. september



Mættir í dag: Ásæll (sér), Ívar, Dagur, Bjöggi, Huld og Sigrún. Hituðum smá upp og fórum svo galvösk í ASCA brekkuna og tókum 7 spretti þar í beit, án hvíldar. Athygli vakti framganga Ívars (Hlújárns)og Björgvins bigmassa, en þeir sprettu úr spori af miklum móð. Þegar gengið var til baðklefa lá hinsvegar einn meðlimur FI-skokks í valnum, örendur, enda tók hann vel á á æfingunni.
Alls tæpir 7K
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, september 24, 2010

Hádegisæfing 24. sept

Skelfileg mæting í dag. Aðeins undirritaður og Ljósameistarinn sáu sér fært að æfa í dag. Ákveðið var að skipta "hópnum" í tvennt. Ljósameistarinn hélt upp á fyrstu göngu gönguklúbbsins sem var í gær með því að fara í röska göngu í Öskjuhlíð en undirritaður braut allar óskrifaðar föstudagsreglur um rólegheit og miðbæjarrúnta og naut frelsisins í botn með því að æfa brekkuspretti í kirkjugarðsbrekkunni góðu.
Flott veður og flott æfing.

Góða helgi, Fjölnir

fimmtudagur, september 23, 2010

Stjórnarfundur 23. september 2010

Mættir voru : Dagur (formaður), Sigurgeir, Fjölnir, Sigrún (kom of seint)

Ársæll var löglega afsakaður.

1. Fjölnir lagði fyrir og skýrði út fjárhagslega stöðu klúbbsins og niðurstöðu Icelandair hlaupsins 2010.

2. Erindi barst frá félagsmanni (Jón Baldursson) sem varpaði fram spurningunni "Er ekki alvarlegt þegar menn stofna gönguklúbb þegar tilgangur hlaupaklúbbsins er að stuðla að allri hreyfingu til heilsubótar?"
Stjórnin lítur þetta ekki alvarlegum augum. Þrátt fyrir að tilgangur klúbbsins sé að stuðla að allri hreyfingu þá setjum við okkur ekki upp á móti stofnun sérsambanda sem hafa þrengri starfsvettvang. Tilgangur klúbbsins ásamt markmiðum og hlutverki er í sífelldri endurskoðun og eru félagsmenn hvattir til að mæta á aðalfundi og viðra skoðanir sínar.

3. ASCA Dublin 2010 (30. október)
Ekki verður um eiginlegt úrtökumót að ræða heldur geta þeir sem gefa kost á sér til keppninnar sent inn sinn besta tíma úr hvaða keppnishlaupi sem er á tímabilinu 21/9-14/10. Þrátt fyrir að eiga ekki tíma frá þessu tímabili geta meðlimir gefið kost á sér og er það þá undir duttlungum stjórnarinnar komið hvort þeir fái að taka þátt.
Þeir sem gefa kost á sér til þátttöku í ASCA þurfa að gera það á vefsvæði klúbbsins (comment á þennan þráð) eigi síðar en 7. október.
Reynt verður að halda kostnaði þátttakenda í lágmarki með styrk frá bæði STAFF og IAC en gera má ráð fyrir að kostnaður verði undir 10þ. per mann.

4. Aðalfundur/Árshátið
Dagsetningin er föstudagurinn 15. október. Staðsetning er óráðin en við óskum eftir hugmyndum. Fjölnir mun sjá um innkaup fljótandi veitinga og leitar tilboða í mat í samráði við Sigrúni (ritara). Nánara fyrirkomulag verður tilkynnt síðar.

5. Önnur mál
Engin sem vert að nefna hér

Kveðja,
f.h. Sigrúnar (ritara), Dagur (formaður)

Þríhyrningurinn í Boston 22.september

Æfing kvöldsins byrjaði á hjólaferð að áfangastað en Community Running hittist þar alla miðvikudaga við Charles River. Á miðvikudögum er tempó, á mánudögum er track og laugardögum er lon run, ég hef bara mætt á miðvikudögum, get séð um mig sjálf í löngu hlaupunum, hefði gott af track en ætla að geyma það aðeins, fínt að byrja á þessu.

Crowdið var fínt og ég er alveg að finna mig þarna, gaman að vera komin meðal svona hlaupa "nörda" en í hópnum eru m.a. prúttarinn, síams 2 1/2, konan mín, oldís og svo few slowers sem ég bara á eftir að finna nöfn á ;)

Æfing kvöldsins var þríhyrningurinn..... byrjaði á litlum hring og mjög rólegt jogg @5:50-6:00, næsti aðeins hraðari og lengri @ 5:10-5:20, sá þriðji hraðastur og lengstur eða um 2 km @4:45-4.50 , fjórðu eins og annar og fimmti eins og fyrsti.
Samtals fínir 6,5 km

Endaði svo æfinguna á að taka smá hjólaútúrdúr og koma við í búðinni og kaupa í matinn. Svona er lífið í Boston þegar maður er bíllaus ;)

Kveðja frá Boston - Cambridge

miðvikudagur, september 22, 2010

Hádegisæfing 22. sept

Það var snörp æfing í hádeginu í dag, enda úrvalsdeildin á ferð.
Björgvin hélt áfram í Post-Marathon endurhæfingu en er samt farinn að plana næsta maraþon. Jói á við smávægileg meiðsli að stríða og hleypur ekki þessa dagana en arkar þrekhringinn með tilheyrandi æfingum. Dagur, Óli og Fjölnir hlupu Hofsvallahringinn á vaxandi tempói en Óli bætti við lengingum hér og þar upp í 10K enda ætlar hann sér stóra hluti í ASCA. Athygli vakti að Þjálfi vildi ekki neinn hasar í dag og bar við ströngum æfingum með Síamssystrum.

Kveðja, Fjölnir

þriðjudagur, september 21, 2010

Hádegisæfing 21. sept.

Time flies when you're having fun...
Allavega þá mætti smá hópur á pinna í dag, sumir á sérleið en aðrir í operation desert-storm. Sigurborg og Ágústa voru á eigin vegum og Ívar líka en Huld, Dagur, Sveinbjörn og Sigrún tóku smá upphitun og fóru síðan 7*800m spretti á brautinni Naut-Ægis en þessi æfing er einmitt liður í áætlun þeirra síamssystra fyrir þátttöku þeirra í NY skemmtiskokkinu í byrjun nóvember. Kjöraðstæður voru, skýjað og nánast logn.
Fín æfing.
Alls 9,2K
Góðar stundir,
aðal

mánudagur, september 20, 2010

Vilt þú verða Íslandsmeistari?

Næstkomandi fimmtudag klukkan 18:00 verður haldið MÍ í 5km og 10km í Kaplakrika.
Nánari upplýsingar um mótið verður á mótaforritinu á fri.is.
Hlaupið er OPIÐ öllum keppendum, innan og utan félags. Skráningar eru á Mótaforriti FRÍ eða sendist til siggih@hafnarfjordur.is

Sjá nánar.

föstudagur, september 17, 2010

Félagsmenn á faraldsfæti



í síðustu viku brugðu 2 félagsmenn sér til Spánar í æfingabúðir og tóku hlaup í eftirtöldum borgum: Madrid, Abejar (smábær), Logrono, Zaragoza og Barcelona í miklum hita, eða allt frá 25°C-38°C, þegar mest var. Þessar æfingar kölluðu á mikinn þorsta og því var upplagt og viðbúið að þessir félagsmenn þyrftu að svala þorstanum með einhverjum hætti. Þessvegna var borðleggjandi að stoppa við Irache-bodeguna í Navarra til að svala sárasta þorstanum. Þessi staður er reyndar þekktur áningarstaður meðal svokallaðra pílagríma sem ferðast á El Camino de Santiago de Compostela en okkar félagsmenn ferðuðust einnig á þeim slóðum, þótt í bíl væri. Glöggt má sjá á mynd að úr öðrum krananum rennur vatn og úr hinum vín og ekki þarf að skima lengi til að sjá hvor aðilinn stendur við vínið og hvor við vatnið. Óhætt er að mæla með þessu æfingaformi fyrir félagsmenn FI-skokks, þ.e.a.s. ef menn hyggjast hætta þeirri áráttukenndu hegðun að vera sífellt að fjölga mannkyninu.
Góðar stundir,
aðal

Hádegisæfing 17. september

Mættir: Jói, Sveinbjörn, Bryndís, Dagur, Fjölnir, Anna Dís, Oddgeir (er keppni framundan???) og Sigurgeir.

Það er föstudagur og skv. rúðustrikaða formanni okkar þá skal fara miðbæjarrúnt skv. áætlun! Flestir sáu sér fært að fara miðbæjarrúnt þó nokkrir ákv. að fara sér sem er líka í lagi :o)

Oddgeir: ertu búinn að melta þetta?

Kv. Sigurgeir

Hoteliers í Boston

Mánudaginn síðasta var bankað á dyrnar, bank bank, ég opnaði og þar var engin önnur en Sigurborg eða betur þekkt sem Victory city eða enn betur þekkt sem SYO mætt á svæðið ásamt spúsa sínum honum Odd"stone". Ég bauð þeim að ganga í bæinn og Odd"stone" ákvað að doka við meðan við stöllur myndum taka einn Charles rúnt. Ég ákvað að láta Tómasinn vita að "ókunnugur" maður myndi bíða í stofunni meðan við SYO færum að skokka, tók ekki sénsinn að ignora þau skilaboð, hefði ekki vilja koma heim í það blóðbað!!!

Lagt var af stað á fínu tempoi, eða um 5:20 umhverfis Charles að Sience Museum og til baka að Harvard Bridge (fyrir þá sem þekkja BOS þá er þetta mjög skemmtileg leið). Mikið spjallað, eða eiginlega var þetta sóló spjall því ég hafði svo mikið að segja og útskýra að SYO komst ekkert að. Endað á smá hverfisrúnt umhverfis MIT svæðið og RRR þurfti að sjálfsögðu að sýna henni MIT Track, þar er nú hægt að taka nokkra spretti!. Samtals voru þetta góðir 8K og frábært að fá loksins félagsskap.

Fyrir utan þetta skemmtilega hlaup þá hefur verið einmanalegt á fiskokk æfingunni hér í BOS og því neyddist ég til að finna mér annan hlaupahóp sem kallar sig Community running, líst vel á og til gamans má geta að ég er loksins ekki lélegust á æfingunni, en hvort það er gott eða slæmt verður bara að koma í ljós.

Bið að heilsa í bili, more later...

Kv
RRR

þriðjudagur, september 14, 2010

Hádegisæfing 14. sept

Þeir sem þoldu æfingu gærdagsins og sáu sér fært að mæta í dag voru: Dagur, Ívar og Fjölnir. Þá mættu líka Björgvin, Óli, Jói, Ársæll og Anna Dís.
Hópurinn tvístraðist í allar áttir; Ársæll og Anna Dís þjófstörtuðu og er ekki vitað meira um ferðir þeirra, Björgvin fór í þreksal Valsmanna í meðhöndlun og samningaþref, Jói fór í fimleika/styrktaræfingu og rest og rusl hljóp út á Eiðistorg og Hringbraut til baka á blússandi siglingu undan sterkum norðanvindi.
Samtals 9km hjá þeim sem lengst fóru.

Kveðja, Fjölnir

mánudagur, september 13, 2010

Hádegisæfing 13. sept

Í dag átti að vera fimleika- og styrktaræfing í boði Jóa og var því múgur og margmenni mættur í rásmarkið kl. 12:08. Mættir voru: Sigurgeir, Fjölnir, Gnarrinn, Dagur, Sveinbjörn, Jón Örn, Ívar og þá mætti Jakob (ITS) loksins en hann er í stórsókn í hlaupunum.
Sigurgeir er með styrktaræfinga-fóbíu og vældi mikið í Þjálfa þar til hann ákvað að fresta styrktaræfingu og að hlaupið skyldi vestureftir og tekinn tempó eltingaleikur að Kafara. Menn fóru ýmist, Suðurgötu, Hofs, Kapla eða Meistaravelli, jafnvel með blaðburðarlengingum. Menn voru misjafnlega sprækir í dag en allir tóku vel á því og skiluðu sínu.
Samtals 7-9 km í dag

Kveðja, Fjölnir

föstudagur, september 10, 2010

Fréttir af félögum



Ég var staddur á skrifstofunni í London í dag föstudag og tók hádegisæfinguna með þeim Hjörvari og Darren (nýr félagsmaður). Hlaupnir voru 10k+ með nokkrum léttum æfingum í lokin. Hlaupum tók okkur um Regent Park upp Primrose Hill meðfram skipaskurðum og svo fórum við að skoða blómin. Góð og þétt æfing í góðum veðri og frábærum félagsskap. Þeir Hjörvar og Darren eru í fantaformi og æfa þessa dagana af krafti fyrir ASCA í Dublin. Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir gerðu kröfu um sæti í keppnisliðinu. Nú þurfa menn á klakanum að hysja upp um sig buxurnar.

Kveðja,
Dagur

miðvikudagur, september 08, 2010

Hádegisæfing 8. sept.

Mættir: Matthías (sérleið), Huld, Sigurgeir og Sigrún.
Í trássi við lög (róleg æfing á mið.)skyldi keyra síams.org prógrammið og á matseðli voru 6 ASCA brekkur með öllu. Hituðum upp smá í hlíðinni og hófumst síðan handa við æfinguna, sem reyndist hin besta skemmtan. Allir hlutaðeigandi voru nálægt ælumörkum í síðasta spretti, alveg skv. áætlun. Sigurgeir hafði á orði að ekkert grín væri að detta inn í síamsprógrammið en það hefði þó lyft æfingunni verulega, að enginn ljótur var viðstaddur, til að draga fegurðarstuðulinn niður og er það vel. Bjútí is pein og allt það...
Eftir æfingu tóku síams dauðagönguna, 3 hringi og vakti sú uppákoma svo mikla aðdáun og athygli að einn starfsmaður skrifstofu fann sig knúinn til að heimsækja okkur til að sjá hvað væri svona gaman við þetta. Hann sá það og gladdist með.
Alls um 7K
Kveðja,
aðalritari
P.S. Sigurgeir-þú ert alltaf velkominn í mþ prógramm síamstvíburanna, hvar gleðin er við völd! ;)

þriðjudagur, september 07, 2010

Hádegisæfingar 6. og 7. september

Í gær mánudag var þrekæfing samkvæmt prógrammi. Jói (þrekmeistari) tók að sér að stjórna æfingunni og gerði það með stakri prýði. Svo vel að hann var eindregið hvattur til að stjórna æfingu næsta mánudag, sem hann og gekkst við í auðmýkt.
Mættir voru : Dagur, Sveinbjörn, Ívar S., Jón Örn og Jói. Matthías á sérleið. Dauðagangan situr enn í mér nú að kvöldi þriðjudags.

Í dag þriðjudag var tempó hlaup. Mættir voru : Dagur, Ólafur, Matthías, Sveinbjörn og Jói. Síðastnefndu þrír á sérleið. Tempó hlaupið var Hofsvallagatan á 4:36 min/km. Næs í blíðunni.

Kveðja,
Dagur

sunnudagur, september 05, 2010

Brúarhlaupið á Selfossi

Sl. laugardag fór fram Brúarhlaup í strekkingsvindi. Nokkrir af okkar félagsmönnum héldu merkjum félagsins á lofti: (talan á undan sýnir röð í flokki)
21Km
4 1:29:50 Baldur Úlfar Haraldsson 1965
1 1:39:15 Huld Konráðsdóttir 1963
2 1:54:54 Sigrún Björg Ingvadóttir 1971
10Km
8 41:46 Viktor Jens Vigfússon 1967
23 47:57 Ásgeir Gunnar Stefánsson 1969

Glæsilegt! Til hamingju með þetta.
Kveðja,
IAC
Heildarúrslit

föstudagur, september 03, 2010

3.september "The Wreck is Back"



Mættir í föstudagsrúnt í boði Flaksins: Dagur, Jón Örn, Fjölnir og að sjálfsögðu "The Wreck" himself.
Flakið virðist óðum vera að ná fyrri styrk eftir miklar hremmingar í RM 2010 og mætti eftir stutt hlé í nýja straufría jakkanum sínum úr Craft 2011-línunni. Það var því ljóst af klæðaburðinum, þó að við hinir höfum ekki fattað það strax, að hann var með sýningarþörf á háu stigi og brunaði með okkur sýningarrúnt sem leið liggur niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hlupum við fram og aftur blindgötuna og til baka upp Skólavörðustíg þar sem útdeilt var refsisprettum til þeirra er ekki sáu sér fært að mæta á kvalarfulla hádegisæfingu gærdagsins.
Fínasta hlaup og alls 8,4km

Góða helgi, Fjölnir

fimmtudagur, september 02, 2010

Hádegisæfing 2. september

Mættir: Ívar, Dagur, Oddgeir, Óli, Sveinbjörn og Fjölnir en Sigrún og Huld voru á séræfingu. Svo vitnað sé til orða Fjölnis: "Eftir stutta upphitun var hlaupin ASCA-brekkan, eins margir sprettir og hver gat á 25 mín. Sprettur upp og áfram niður heilan hring. Ein mínuta í hvíld eftir hvern hring."
Alls um 7K
Kv. Sigrún

miðvikudagur, september 01, 2010

Leyndarmál þess að hlaupa hratt

Leyndarmálið hefur verið afhjúpað. Í nýlegri grein á Runners World greinir Michelle Hamilton nokkur frá því að ekki sé nóg að hlaupa hratt á æfingum, aðra þætti verður einnig að hafa í huga.

- loose weight
- wear less
- sleep more
- drink caffeine
- limit the junk food

Góð/stutt grein.

Hádegisæfing 31. ágúst

Mættir: Björgvin, Dagur, Sveinbjörn, Jón Örn, Oddgeir, Huld, Björn Malmquist (gestur)og Sigrún. Ekki var sótt gull í greipar Ægis í dag frekar en aðra daga en farin var, engu að síður, róleg Hofsvallagata sem reyndist róleg fyrir suma en ekki alla. Einhver sérstök áætlun er farin í gang v. ASCA og það kallar á erfiða æfingu á morgun skv. plani. Menn eru því hvattir til að mæta vel og snyrtilega, sérlega ef um er að ræða að gefa kost á sér í fyrirhugaða ASCA ferð í lok október. Eftir æfingu voru gerðar hoppæfingar hjá sérdeild en síams tóku plankann, í útlitslegum tilgangi. Einhver óánægja var í hópnum, sem lofað hafði verið góðum teygjum í lok æfingar. Er það vel skiljanlegt því mikils teygjuskorts gætir í lok æfinga og má gjarnan bæta úr því. Björgvin, sem hefur hámarkspúls hagamúsar, stefnir á að ná, í fyllingu tímans, hámarkspúlsi hamsturs, en það ku vera mjög eftirsóknarvert. Einnig vill sá sami taka það fram að hann að hann er feginn að vera ekki giftur S2, því það gæti hann ekki og voru fleiri á sama máli um það hvað sig varðar. Það er því mikill léttir fyrir S2 sem loks upplifir það að það sé loksins einhver sem ekki vill hvorki kvænast né giftast viðkomandi.
Samt kveðja og góðan dag,
Alls 8,6K
S2