þriðjudagur, september 21, 2010

Hádegisæfing 21. sept.

Time flies when you're having fun...
Allavega þá mætti smá hópur á pinna í dag, sumir á sérleið en aðrir í operation desert-storm. Sigurborg og Ágústa voru á eigin vegum og Ívar líka en Huld, Dagur, Sveinbjörn og Sigrún tóku smá upphitun og fóru síðan 7*800m spretti á brautinni Naut-Ægis en þessi æfing er einmitt liður í áætlun þeirra síamssystra fyrir þátttöku þeirra í NY skemmtiskokkinu í byrjun nóvember. Kjöraðstæður voru, skýjað og nánast logn.
Fín æfing.
Alls 9,2K
Góðar stundir,
aðal

Engin ummæli: