þriðjudagur, maí 31, 2011

Styrktaræfingar

Sæll öll.
Rakst á þessa massa-góðu síðu (náðu þið þessum, "massa-góðu :-) á veraldarvefnum.
Ef ykkur langar að bæta ykkur í styrk og gera æfingar þá er hægt að skoða annsi margt hér inni.
Njótið vel.
Bjössi Bronco

laugardagur, maí 28, 2011

Úrslitin

Hér eru úrslitin: (í þægilegri útgáfu)

Smellið hér:

SBN

Síðustu metrarnir



Þetta voru síðustu gjörðir drengjanna fyrir þon-ljótustu tærnar valdar. Spurningin er bara:

Hver á þær?





Pósað






Etið


Yfir og út, upplýsingafulltrúi hópsins skráir sig út úr verkefninu. Nú verða drengirnir að taka við með ALVÖRU söguna, can't wait! :) Góða skemmtun í kvöld!
















































STO results

Tímar FI-skokkara:

2277
20730
» Oddgeir Arnarson (ISL)
Island
70
3.29.17

3720
18287
» Fjolnir Thor Arnason (ISL)
Island
66
3.42.41

2685
18286
» Sigurgeir Mar Halldorsson (ISL)
Island
74
3.33.37


3102
13250
» Ivar Kristinsson (ISL)
Island
74
3.37.23

4460
19635
» Jon Orn Brynjarsson (ISL)
Island
69
3.51.06

2143
5967
» Jakob Schweitz Thorsteinsson (ISL)
Island
61
3.28.15

3300
3004
» Dagur Egonsson (ISL)
Island
64
3.39.07

2045
19542
» Olafur Briem (ISL)
Island
62
3.27.32


Kveðja,


SBN

föstudagur, maí 27, 2011

Konurnar í STO eru á EXPO-inu




Þetta er allt fössið, þetta er ein þessara 5000 kvenna sem SMH vitnar til þegar hann talar um sprengju í kvenkyns þátttakendum í STO maraþoninu...einmitt, steinrunnar og næpuhvítar í flírulegum fötum. Tell us another one, boys...and DO behave!

Aðal

Status update

18 tímar í leik....




Food & fun






Talað við vörðinn eða ekki...






Team spirit






Það er helst að frétta af drengjunum að þeir pluma sig feykivel í Svíaríki, búnir að fara í skoðunarferð, þeir fóru út að borða, fengu sér bjór (nei, það getur ekki verið!), stilltu sér upp fyrir myndatöku fyrir framan tryllta áhorfendur svo allt bendir til að félagslegi þátturinn sé að rokka feitt hjá þeim. Í kvöld ætla þeir að hafa kvöldvöku í húsvarðaríbúðinni og máta hlaupabúningana sína, taka pósur og æfa möntruna. Strákarnir skila kærri kveðju til allra aðdáenda sinna, nær og fjær með óskalaginu: Smella hér



yfir og út,



upplýsingafulltrúi

fimmtudagur, maí 26, 2011

Status update




Strákarnir okkar komust heilu og höldnu til Stokkhólms í morgun íklæddir sænska landsliðsgallanum. Meðfylgjandi mynd sýnir þá ferska og flotta, nýkomna úr hverfiskjörbúðinni hvar þeir keyptu sér síld og pylsur fyrir síðustu kvöldmáltíðina. Eins og sjá má ríkir mikill einhugur með drengjunum og hafa þeir raðað sér saman í herbergi eftir áhugasviðum en allir þessir fallegu drengir eru áhugamenn um frímerkjasöfnun, lestur góðra bóka og skíðaiðkun. Það kom því í hlut yfirkjörstjórnar að spyrða saman Cargo-systur og Oddinn (sem gætir velsæmis í þeirra búðum) og hinsvegar Dag, Ívar og Óla vegna innherjasvika af 3. hæð. Jón Örn sér svo um að koma drengjunum í rúmið á skikkanlegum tíma enda maður einsamall og býr í húsvarðarherbergi sænska gistiheimilisins.

Kveðja,

upplýsingafulltrúi drengjanna, aka The mother

miðvikudagur, maí 25, 2011

Hádegisæfing 25. maí




Drengirnir voru allir með maraþonklippinguna á tæru



Mættir á síðustu æfingu fyrir brottför: Dagur, Ívar, Oddgeir, Sigurgeir og Ívar (STO), Þórdís sér (Hofs) og Bjössi Bronco á sínum stað í le beauf, Huld og Sigrún í kveðjuhorninu og Sveinbjörn á kantinum. Fórum bara í stutt hlaup til heiðurs "strákunum okkar" og náðum að kyssa þá sem voru mættir. Þeim sem mættu ekki óskum við góðs gengis og skemmtunar í hlaupinu.


Megi góðar óskir og ljúfir vindar feykja ykkur í mark á laugardaginn.


Knús,


aðalritari




Stokkhólm maraþon

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur í Stokkhólm þá er hægt að gera það á síðu hlaupsins, http://www.stockholmmarathon.se/Start/index.cfm?Lan_ID=3 eða http://results.marathon.se/2011/?lang=EN

Hlaupið byrjar kl. 11:30 á sænskum tíma, sem er 9:30 á íslenskum tíma.

Hérna eru svo rásnúmerin okkar:

20730 Oddgeir
18287 Fjölnir
19542 Óli Briem
19635 Jón Örn
3004 Dagur
18286 Sigurgeir
13250 Ívar
5967 Jakob

Kveðja,
Stokkhólmfarar

Sænska byltingin




Nú er ljóst að strákarnir okkar halda til Stokkhólms á vit ævintýranna á morgun (ef flogið verður) og spennandi verður að fylgjast með þeim á laugardaginn í Stokkhólmsmaraþoninu. Gaman væri ef Sigurgeir, verndari hópsins, gæti sett inn tengil hvar hægt væri að fylgjast með hlaupinu netleiðis.

Munið svo möntruna ykkar "ég er flottur, ég er töff" sem gott er að grípa í á leiðinni.

Kveðja,

aðalritari

Ekki gleyma að fá ykkur Surströmming eftir hlaup.

mánudagur, maí 23, 2011

Hádegisæfing 23. maí

Mættir: Oddgeir, Jakob, Óli, Sigurgeir og Bjössi Bronco.

BB fór í lóðin eins og venjulega. Samkvæmt planinu voru rólegir 5 km í boði í dag en Óli og Jakob voru ekki nógu sáttir með það og fóru 8-10 km.

Kv. Sigurgeir

föstudagur, maí 20, 2011

Hádegisæfing 20. maí

Óli sýnir gallann, hróðugur.




Óli og Johnny ræða pósur fyrir auglýsinguna. "Já, það er best að ég sé fremstur, ég er með sporin á hreinu og þið labbið inn í svona spíss á eftir mér....þaggi?"





Mættir í stóra sundrungarhlaupið: Þórdís, Sveinbjörn, Fjölnir, Sigurgeir, Oddgeir, Huld, Sigrún (nafnan) og mamman. Mættir í ástandsskoðun: Óli og Johnny (stóðust skoðunina) og Bjössi Grensás var á lóðaríi. Hann tekur ekki nema 110kg í liggjandi bekk (9*), sem er náttúrulega ekki neitt!


Allavega...mikil sundrung ríkti í hópnum og fóru allir tvist og bast og út í loftið. Eini fasti punkturinn var þó að Óli og Johnny (sem munu koma fram í næstu Dressman auglýsingu) tóku sig helvíti vel út í sænska landsliðsgallanum, hverjum þeir munu ferðast í til og frá keppnisstað, ásamt liðsfélögum sínum.




Alls um 7-8K


Kveðja,


SBN

Fjölnishlaupið 19. maí

Tveir félagsmenn tóku þátt í þessu hlaupi í gær í kalsaveðri og strekkingi:

Viktor J. Vigfússon 41:22 (21. af heild og 6. í flokki)
Jens Bjarnason 48:04 (48. af heild og 3. í flokki)

Til hamingju með þetta!
IAC

fimmtudagur, maí 19, 2011

Hádegisæfing 19. maí

Mættir: Stokkhólmfarar mínus Jón. Einnig var Bjöggi Bronco á svæðinu að pumpa stálin.

Það er frekar rólegt planið þessa dagana hjá okkur Stokkhólmförum. Í dag var Skógræktarhringurinn í boði á rólegu tempói. Oddgeir missti sig í fögnuði þegar við komum að Kópavogi og brunaði inn í KÓP en okkur tókst að kalla á strákinn og fá hann til að hlaupa með okkur að Valsheimilinu. Hann lætur hlaup um Kópavog bíða betri tíma.

Þar sem Bjöggi Bronco var eitthvað ósáttur við lagavalið mitt síðast þá læt ég hérna 3 klassara frá hinum sænska Dr. Alban fylgja með. Þetta kemur öllum í réttan gír :o)
http://www.youtube.com/watch?v=xgKWtpVfaWA
http://www.youtube.com/watch?v=48j2hYLbVbg
http://www.youtube.com/watch?v=L03JVPaZpyc

Kv. Sigurgeir

miðvikudagur, maí 18, 2011

Hádegisæfing 18. maí

Mættir: Þórdís í forstarti, Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Huld og Óli fóru Hofsvallagötu en Jón Örn, Sveinbjörn og Sigrún fóru Suðurgötu í mjög fínu veðri. Einhvers misskilnings virðist gæta varðandi MEL (minimum equipment list) fyrir STO því væntanlegir maraþonfarar vita ekki hvað er á listanum, þótt hann sé fram settur á afar skýran og myndrænan hátt.
Alls 7-8,3K
Kv. SBN
Ath. Mjög affarsælt er í dag að giftast sér aðeins eldri einstaklingum, einkum ef menn hyggjast njóta góðra lifeyrisréttinda og eiga flottan bíl.
Óskalagið

For all of you sissies out there who have not run a Marathon..yet :-)

Horfiði nú á þetta fyrir mig, sérstaklega þið Stokkhólmsfarar og látið þetta vera ykkur hvatning og muniði það sem hann segir, "When you think you're done you are about 40% into what your body is capable off doing". Hugsiði um það þegar veggurinn birtis fyrir framan ykkur.
GO FISKOKK
Le Beuf

þriðjudagur, maí 17, 2011

Hádegisæfing 17. maí

Mættir: Dagur, Sveinbjörn, Óli, Oddgeir, Jón Örn og Sigurgeir.

Sveinbjörn var á sérleið en aðrir fóru skv. Stokkhólm-plani. Í dag var 30 min tempó í boði og var því ákv. að fara Suðurgötu.

Það er mikil tilhlökkun í hópnum og menn geta vart beðið eftir því að komast til Stokkhólm. Álagsmeiðslu eru farin að gera vart við sig hjá nokkrum í hópnum en til að koma í veg fyrir þau þá er möst að vera "undir" fram að hlaupi...

Starfsfólk Henson vinna 18 klst. á dag við að sérsauma á okkur ferðagalla og verða þeir afhendir við formlega athöfn á mánudaginn.

Hérna er eitt gott til að koma öllum í gírinn fyrir Stokkhólm, http://www.youtube.com/watch?v=COHt17Sfrw0

Kv. Sigurgeir

Checklist for Stockholm


























Restin er valkvæð og háð persónulegum þörfum keppenda.


Bon chance!


Aðalritari
































mánudagur, maí 16, 2011

Hádegisæfing 16. maí





Mættir: Þórdís og Ársæll á flýtileið Hofs, Bjöggi á sínum stað í buffaló (skóm), Dagur (neihhh...!!!), Sveinbjörn, Óli, Jacob´s Creek von Schweitz, Huld og mamman.

Fórum saman út á horn á Hofs en strákarnir lengdu og við hin fórum Suður og Hofs í fínasta veðri, þrátt fyrir allskonar veðrabrigði rétt áður. Eitthvað var Jakob að misskilja hlutverk sitt á æfingunni og fór of mikinn (sem er bannað ef menn mæta 1x á 3ja ára fresti) og hafði rétt hlaupið mæðgurnar uppi á heimreiðinni í Valsheimilið. Aðeins of brúnn gaur og massaður!

Ath-SMH er staddur hjá Henson og er verið að ljúka við að sauma sænska ferðasettið sem sýnt verður fljótlega á tískuviku í Valsheimilinu. Einnig er verið að útbúa lista fyrir væntanlega maraþongæja, en hann verður gefinn út fljótlega og mun innihalda þær vörur og viðlegubúnað sem nauðsynlegt er að hafa meðferðis til Sverige, einkum ef menn hyggjast þrímenna í herbergi.

miðvikudagur, maí 11, 2011

Hádegisæfing 10. maí

ASCA brekkan 7*@Huld, Johnny und Dagur, 6*@Motherwell. Bjöggi@le beauf.
Eða þannig,
kv. aðal

mánudagur, maí 09, 2011

Hádegisæfing 9. maí

Mættir: Jón Örn, Óli, Oddgeir, Dagur, Huld og Sigrún (+ gamall aðdáandi). Skemmst er frá því að segja að fyrir æfingu átti undirrituð létt spjall við þennan gamla aðdáanda sinn, hvern hún hefur ekki séð í árafjöld, og rifjaði hann upp með henni ýmislegt frá gamalli leiktíð á Valsvellinum. Samtalinu lauk heldur snögglega þegar aðdáandinn spurði og horfði rannsakandi augum á Huld:"Eee setta dotti sin, Chuiwún?" (Ísl. Er þetta dóttir þín, Sigrún?) "Nei, þetta er mamma mín", svaraði Sigrún. Eða nei annars, við erum tvíburar". Lýkur þá þætti Þorgeirs hnúfubaks að sinni. Annars fór æfingin vel fram, flestir fóru í smá lengingu en Oddgeir fór á harðaspretti heim til þess að kveikja undir pulsunum/pylsunum. Bjöggi var á buffinu með nýjasta safndiskinn frá hljómsveitinni BUFF, enda ekki pylsuæta drengurinn sá. Vinsamlega svarið vísindalegri könnun á síðunni varðandi pylsuát og afleiðingar þess.
Kveðja,
aðalritari

Forerunner 210 á tilbooð

Ég var að hugsa hvort Hlaupaskór.is mætti ekki bjóða uppá 20% kynningarafslátt af Forerunner 210 hlaupaúrinu sem er hér :

www.hlaupaskor.is/vorur/hlaupaur-og-pulsmaelar/YkbACawFxELEAo=/forerunner-210

Til að fá afsláttinn myndur áhugsamir meðlimir þá bara senda póst á vignir@hlaupaskor.is

Með bestu kveðjum,
Vignir Már
Hlaupaskór.is
S. 869-2388

föstudagur, maí 06, 2011

Hádegisæfing 6. maí

Mættir: Dagur, Jón Örn, Huld og Sigrún. Ársæll var sér en var mættur í viðeigandi búningi (stuttum) og Bjöggi var helmassaður á lóðaríi. Aðrir sáu sér ekki fært a mæta. Hugsuð voru upp ráð til þess að bæta mætingareinkunn nokkurra. T.d. var stungið upp á að ákveðnum aðila yrði fljótlega "hleypt til" ellegar hann leiddur upp undir húsvegg og hann sk...... Einhver allsherjar stífla í gangi þar. Anyways...einnig voru ræddar vakt- og hvíldartímareglur FI skokkara og þóttu 2 félagsmenn nýta sér þau ákvæði hvað best. Að auki var lauslega drepið á ASCA málum og rætt af hverju um svo mikla hnignun í keppninni er að ræða, þ.e. stopul mæting, fækkun keppenda, engin nýliðun. Kalt mat okkar var að einræði ríki í höfuðstöðvum ASCA hvaðan engu má breyta eða bylta og að meðan svo sé hnigi frægðarsól þessarar ágætu flugfélagakeppni hratt til viðar. Ekki rekaviðar samt.
Góða helgi og til hamingju með afmælið Valsmenn, nær og fjær!
Alls rúmir 7K
Kveðja,
aðalritari

fimmtudagur, maí 05, 2011

Hádegisæfing 5. maí

Mættir í Val: Ársæll, (sérleið) Dagur, Huld, Oddgeir, Johnny, SMH le Bliké (tempó-Kapla), Sigrún Erlends (rækjan), Guðni Ingólfs (long time never since, like the man said) og Sigrún gamla (Suðurgata) og Beautilicious var á Buffington en aðrir voru ekki tilnefndir. Enginn bilbugur er í Stokkhólmsförum og er þar hver silkihúfan ofan á annarri í sambandi við áform og fögur fyrirheit. Gaman verður að fylgjast með þeim köppum hvort sem þeir eru að þreyta sitt fyrsta maraþon eða ekki. Í dag er viss söknuður og sorg í loftinu því að í fyrsta sinn frá upphafi er ekki Icelandair hlaup í kvöld eins og vera átti og eiga eflaust margir um sárt að binda í því samhengi. Þó er nægur tími til stefnu og við stefnum á skemmtilegt hlaup 15. sept nk.
Over and out,
aðalritari

Á ferð og flugi með Huldari og Sigurbirni






Ekki þurfa allar æfingar að fara fram frá sama punktinum. Huldar og Sigurbjörn skoppuðu upp og niður Esjuna í gærmorgun í fríðum hópi, tóku síðan lönz á þetta á Nauthóli og sáu Þórdísi út um gluggann (hún var í hnébuxum, flott!) og fóru síðan seinnipart dags í 9o mín. Hot vinyasa yoga í WC á Seltjarnarnesi (Udinese). Það var fyrst þá að lúkkið þurfti að víkja og kappið bar fegurðina ofurliði eins og sést á meðfylgjandi (hryllings)mynd.



Lýkur þá þætti Huldars og Sigurbjörns að sinni,



Góðar stundir.

þriðjudagur, maí 03, 2011

Hádegisæfing 3. maí

Mættir: Oddgeir, Fjölnir, Jón Örn, Dagur, Óli, Ívar, Þórdís og Sigurgeir.

Það var bland í poka í dag. Sumir voru rólegir, aðrir voru í 8x800m sprettum og einhverjir voru í millilangt.

Það er farið að sjá tilhlökkun í Stokkhólmförum og kannski dæmi um hversu mikið við höfum verið saman undanfarnar vikur á æfingum að menn eru farnir að tala í GSM naktir og finnst það bara sjálfsagt mál (sem betur fer var gott samband inn í klefa).

Góðar stundir,
Sigurgeir

mánudagur, maí 02, 2011

Hádegisæfing 2. maí

Mættir: Óli, Oddgeir, Huld og Sigrún. Í forstarti: Ársæll, lenging í forstarti, Fjölnir og Smartlinks. Buff, BB Beautylicious. Stokkhólmssveinar voru í 16K nema Óli, hann fattaði það ekki en Síams fóru Hofs og eftir hlaup var tekin "debriefing" um Vormaraþonið, hnébuxur og skófatnað. Ljóst er að þeir sem mæta í síðum héreftir verða útilokaðir, þeir sem hlaupa heilt fyrir Stokkhólm verða dissaðir og þeir sem eru með ólöglegt samráð verða ávítaðir. Best er því að fylgja reglum klúbbsins í hvívetna. Sjúklega gott veður og sumar og sól í vændum. Engin þörf er því á því að wörka á taninu í brúnkuklefanum.
Kveðja,
aðalritari

2011 Cox Providence Rhode Marathon

Rúna Rut Ragnarsdóttir hljóp á tímanum 4:08:09 varð í 578. sæti, 155. sæti meðan kvenna og í 47. sæti í aldursflokki. Þetta er PR hjá 3R (átti áður rétt undir 4:15 í CPH í fyrra).

Eða eins og hún sagði sjálf:

" ...leið alveg svaka vel allan tímann og finn varla fyrir því að hafa verið að hlaupa, kláraði á 04:08:xx en planið var akkúrat að líða svona því nú tek ég viku hvíld og byrja svo strax í undirbúningi fyrir RM en þá ætla ég að gefa allt í og reyna við BQ. Rosa ánægt miðað við undirbúninginn og þetta var líka PB."

Til hamingju með gott hlaup.






ASCA Þríþraut

ASCA þríþrautarkeppni verður haldin í Portúgal 12. júní.

Sjá nánar á heimasíðu ASCA, www.asca.cc

sunnudagur, maí 01, 2011

Vormaraþon FM 2011

Hálfmaraþon
01:29:57 Viktor Jens Vigfússon
01:35:27 Oddgeir Arnarson
01:35:35 Sigurgeir Már Halldórsson
01:35:51 Ólafur Briem
01:36:12 Ívar S. Kristinsson
01:41:53 Jón Örn Brynjarsson
01:50:13 Tómas Beck

Maraþon
03:18:57 Dagur Egonsson

Fleiri?