Mættir: Jón Örn, Óli, Oddgeir, Dagur, Huld og Sigrún (+ gamall aðdáandi). Skemmst er frá því að segja að fyrir æfingu átti undirrituð létt spjall við þennan gamla aðdáanda sinn, hvern hún hefur ekki séð í árafjöld, og rifjaði hann upp með henni ýmislegt frá gamalli leiktíð á Valsvellinum. Samtalinu lauk heldur snögglega þegar aðdáandinn spurði og horfði rannsakandi augum á Huld:"Eee setta dotti sin, Chuiwún?" (Ísl. Er þetta dóttir þín, Sigrún?) "Nei, þetta er mamma mín", svaraði Sigrún. Eða nei annars, við erum tvíburar". Lýkur þá þætti Þorgeirs hnúfubaks að sinni. Annars fór æfingin vel fram, flestir fóru í smá lengingu en Oddgeir fór á harðaspretti heim til þess að kveikja undir pulsunum/pylsunum. Bjöggi var á buffinu með nýjasta safndiskinn frá hljómsveitinni BUFF, enda ekki pylsuæta drengurinn sá. Vinsamlega svarið vísindalegri könnun á síðunni varðandi pylsuát og afleiðingar þess.
Kveðja,
aðalritari
1 ummæli:
Bbbwwaaaahahahahaha eee setta dotti sin Chuiwún? ahahahaha
Kv. Bjútí
Skrifa ummæli