fimmtudagur, desember 19, 2013

Framkvæmdaáætlun stjórnar 2013-2014

- Aðventuhlaup.  Verður haldið fimmtudaginn 19. desember, kl. 1708.

- ASCA – Dagsetning komin, 22. mars 2014.  Verður haldið í London.  Stjórnin stefnir að því að halda úrtökumót.  Stífari viðmið en áður varðandi þátttöku.  Lágmark 7 karlar og 4 konur þurfa að mæta í úrtökumót svo farið verði.  Náist ekki í annaðhvort liðið útlokar það þó ekki hitt liðið frá því að fara.  Úrtökumót fari fram fyrri hluta febrúar.

- Icelandairhlaupið – Annan fimmtudag í maí, 8. maí 2014, að öllu óbreyttu.

- Styrkveiting til félagsmanna vegna almenningshlaupa – Áfram stefnt að styrkveitingu.  Verður ákveðið síðar með hvaða formi það verður.

- Aðalfundur – Næsti aðalfundur verði haldinn í október eða nóvember 2013.  Stefnt skal að því að fundurinn verði frekar haldinn í október.

Að auki verður það áhersluatriði stjórnar að auka nýliðun í hópnum og efla ástundun þeirra félagsmanna sem fyrir eru.

 


Engin ummæli: