fimmtudagur, desember 19, 2013

Fimmtudagur 19. des - Aðventuhlaupið: Pottur, sauna, bjór og matarafgangar

Það var þrusugóð mæting í aðventuhlaupið, alls 14 manns, ef með eru taldir þeir sem tóku bara góðu molana úr Mackintosh-dósinni, þ.e. fóru bara í pottinn, saununa og bjórinn.  Þau tímamót urðu að Sveinbjörn mætti ekki, í fyrsta skipti sem það gerist, að sögn kunnugra, frá því að menn og konur hófu að hlaupa Aðventuhlaupið fyrir allmörgum árum.

Það var lítilsháttar þema í þetta skiptið, hlauparar þræddu lítt kunnur götur í Þingholtunum, sem allar enda í -stígur.  Í lokin var síðan 2. armur Kolkrabbans tekinn og hlaupinu lokið í myrkri og hálku í Öskjuhlíðarskógi, svona rétt til að fá einhverja spennu í þetta.

Pottinum, saununni og bjórnum voru síðan gerð góð skil ásamt matarafgöngum, sem svangur þátttakandi nældi sér í af næsta borði sem nýlega hafði verið yfirgefið.

Rúmlega 7 km.

Engin ummæli: